Þrjár einstæðar mæður með sjö börn á einni viku Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. júlí 2022 20:00 Mæðgurnar Fadia og Hor Radwan eru frá Palestínu en flúðu stríðsástandið þar til Grikklands. Þaðan komust þær til Íslands fyrir sjö mánuðum. Vísir/Dúi Lögfræðingur segir forkastanlegt að stjórnvöld hyggist senda barnafjölskyldur aftur til Grikklands á næstu mánuðum, þvert á yfirlýsingar um annað. Á einni viku hafi hann fengið mál þriggja einstæðra mæðra á borð til sín, sem standi frammi fyrir ömurlegum örlögum í Grikklandi. Um síðustu mánaðamót höfðu 147 manns fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd og biðu brottvísunar, þar af 20 börn. 36 biðu endursendingar til Grikklands - en þangað hefur enginn verið sendur í að minnsta kosti rúmt ár. Í gær var loks greint frá því að stoðdeild ríkislögreglustjóra undirbyggi að fylgja fólki, allt einstaklingum, út til Grikklands á næstu dögum og vikum. En lögfræðingur segir fjölskyldur með börn einnig standa frammi fyrir brottvísun með haustinu. „Sem kemur okkur svolítið á óvart vegna þess að ráðherra, bæði dómsmála og barnamála, höfðu lýst því yfir að barnafjölskyldur yrðu ekki sendar til Grikklands. Dómsmálaráðherra tók svo sterkt til orða að það hefði aldrei staðið til,“ segir Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur hjá CPLS lögmannsstofu. „Og þetta er bara verulegt áhyggjuefni.“ Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur hjá CPLS-lögmannsstofu. Langar að halda áfram í skólanum Bara í þessari viku hafi þrjár einstæðar mæður með alls sjö börn leitað til hans. Úrskurðir í málum þeirra séu forkastanlegir. Þær hafi verið á landinu í sjö mánuði og enginn eðlismunur á málum þeirra og málum fjölskyldnanna sem til dæmis höfðu verið hér í tíu mánuði og fengið frest. „Og þessar fjölskyldur og einstæðu mæður eru í gríðarlega viðkvæmri stöðu. Og verði þær sendar til Grikklands eins og kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á mánudaginn þá munu þær fara á götuna þar.“ Palestínsku mæðgurnar Fadia og Hor Radwan bjuggu einmitt á götunni í Grikklandi áður en þær komu til Íslands fyrir sjö mánuðum. Í Palestínu bjuggu þær við stöðugt stríðsástand og fjölskyldumeðlimir drepnir svo þær flúðu. Á Íslandi fá þær loksins frið. „Það er búið að vera mjög gott. Við höfum fengið góða heilbrigðisþjónustu og almennt góða þjónustu. Allt hefur verið gott,“ segir Fadia. Þær eru hræddar við brottvísun. Og Hor langar mjög að halda áfram í skólanum, þar sem hún á marga vini og finnst skemmtilegast að leika sér. Rætt er við mæðgurnar og Albert í fréttinni í spilaranum hér fyrir ofan. Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Um síðustu mánaðamót höfðu 147 manns fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd og biðu brottvísunar, þar af 20 börn. 36 biðu endursendingar til Grikklands - en þangað hefur enginn verið sendur í að minnsta kosti rúmt ár. Í gær var loks greint frá því að stoðdeild ríkislögreglustjóra undirbyggi að fylgja fólki, allt einstaklingum, út til Grikklands á næstu dögum og vikum. En lögfræðingur segir fjölskyldur með börn einnig standa frammi fyrir brottvísun með haustinu. „Sem kemur okkur svolítið á óvart vegna þess að ráðherra, bæði dómsmála og barnamála, höfðu lýst því yfir að barnafjölskyldur yrðu ekki sendar til Grikklands. Dómsmálaráðherra tók svo sterkt til orða að það hefði aldrei staðið til,“ segir Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur hjá CPLS lögmannsstofu. „Og þetta er bara verulegt áhyggjuefni.“ Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur hjá CPLS-lögmannsstofu. Langar að halda áfram í skólanum Bara í þessari viku hafi þrjár einstæðar mæður með alls sjö börn leitað til hans. Úrskurðir í málum þeirra séu forkastanlegir. Þær hafi verið á landinu í sjö mánuði og enginn eðlismunur á málum þeirra og málum fjölskyldnanna sem til dæmis höfðu verið hér í tíu mánuði og fengið frest. „Og þessar fjölskyldur og einstæðu mæður eru í gríðarlega viðkvæmri stöðu. Og verði þær sendar til Grikklands eins og kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á mánudaginn þá munu þær fara á götuna þar.“ Palestínsku mæðgurnar Fadia og Hor Radwan bjuggu einmitt á götunni í Grikklandi áður en þær komu til Íslands fyrir sjö mánuðum. Í Palestínu bjuggu þær við stöðugt stríðsástand og fjölskyldumeðlimir drepnir svo þær flúðu. Á Íslandi fá þær loksins frið. „Það er búið að vera mjög gott. Við höfum fengið góða heilbrigðisþjónustu og almennt góða þjónustu. Allt hefur verið gott,“ segir Fadia. Þær eru hræddar við brottvísun. Og Hor langar mjög að halda áfram í skólanum, þar sem hún á marga vini og finnst skemmtilegast að leika sér. Rætt er við mæðgurnar og Albert í fréttinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira