Tónlist fyrir ókannaðar íslenskar eyðimerkur Steinar Fjeldsted skrifar 2. júlí 2022 14:30 Fyrsta plata Ari Árelíusar kemur út 22.júlí næstkomandi en lagið Melrakki om út 1.júlí og var myndband við lagið frumsýnt um leið. Á plötunni leitast Ari við að spegla hið íslenska í hinu alþjóðlega. Heyra má fimmundarsöng, harmonikku og sérstaka rafmagnaða útgáfu af hinu hefðbundna langspili, rafspil, í bland við fjölþjóðlega rytma, hálssöng, viðar flautur og brim skotinn gítarleik. Úr verður tónlist fyrir ókannaðar íslenskar eyðimerkur þar sem kynjaverur þrífast og mannskepnan með sín hugtök og kerfi er í upplausn. Hugmyndin að plötunni fæddist með kaffibolla í Bláa Horninu í Þingholtunum. Ný malaðar kaffibaunirnar beint frá Níkaragúa bruggaðar með frussandi fersku íslensku vatni í stálheiðarlegri íslenskri sjoppu. Kosningar ný yfirstaðnar, þjóðernishyggjan, alþjóðavæðingin og svo var bognefur í Vatnsmýrinni. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp
Á plötunni leitast Ari við að spegla hið íslenska í hinu alþjóðlega. Heyra má fimmundarsöng, harmonikku og sérstaka rafmagnaða útgáfu af hinu hefðbundna langspili, rafspil, í bland við fjölþjóðlega rytma, hálssöng, viðar flautur og brim skotinn gítarleik. Úr verður tónlist fyrir ókannaðar íslenskar eyðimerkur þar sem kynjaverur þrífast og mannskepnan með sín hugtök og kerfi er í upplausn. Hugmyndin að plötunni fæddist með kaffibolla í Bláa Horninu í Þingholtunum. Ný malaðar kaffibaunirnar beint frá Níkaragúa bruggaðar með frussandi fersku íslensku vatni í stálheiðarlegri íslenskri sjoppu. Kosningar ný yfirstaðnar, þjóðernishyggjan, alþjóðavæðingin og svo var bognefur í Vatnsmýrinni. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp