Kerfið traðkar á fötluðu fólki segja foreldrar á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. júlí 2022 20:06 Foreldrar á Selfossi lýsa hneykslun sinni á kerfinu, sem traðki á fjölfatlaðri dóttur þeirra, sem varð nýlega 18 ára og því lögráða. Þá var lokað á allt á þau í sambandi við hennar mál og nú er staðan sú að þau þurfa að fá skriflegt umboð frá dóttur sinni um að þau séu hæf til að annast hennar mál. Dóttir þeirra getur ekki skrifað né tjáð sig. Hér erum við að tala um Selfyssinginn Önnu Báru, sem fréttamaður hitti með foreldrum sínum, þeim Magnúsi Gíslasyni og Kristínu Traustadóttur í Tryggvagarð á Selfossi. Anna Bára varð 18 ára í byrjun apríl og þá orðin fullorðin í skilningi laga. Þá fóru hlutirnir að flækjast, samkvæmt kerfinu er hún núna orðin sjálfstæði og á að geta séð um öll sín mál sjálf, þrátt fyrir mikla fötlun og aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. „Regluverkið í kringum það fyrir einstakling eins og Önnu Báru 18 ára er bara svo flókið að það skilur engin neitt og það getur engin leiðbeint manni í gegnum þetta með góðu móti. Maður rekst alls staðar á veggi eins og maður sé fyrsti og eini einstaklingurinn í þessari stöðu,“ segir Kristín. Magnús, Kristín og Anna Bára í Tryggvagarði á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýlega fóru Magnús og Kristín í það að stofna bankareikning fyrir Önnu Báru þannig að örorkubæturnar hennar færu inn á reikninginn. Þau þurftu fyrst nokkur vottorð til að sanna að þau væru foreldrar hennar og eftir það var reikningurinn stofnaður og örorkubæturnar farnar að koma inn. Nei, nú kom babb í bátinn. „Já, þá stoppar það allt því að við getum ekki tekið áreiðanleikakönnun af því að við erum ekki búin að fara á eitthvað námskeið, sem persónulegir talsmenn, sem haldið er að réttindargæslu fatlaðra,“ bætir Kristín við. Námskeiðið átti að vera á Seltjarnarnesi en nú er komið í ljós að það er ekki hægt að halda námskeiðið vegna persónuverndarlaga. „Þá áttum við að koma skriflegu umboði til þeirra frá Önnu Báru þar sem hún lýsir því yfir að við séum hæf til að annast hennar mál á meðan þetta námskeið er ekki haldið,“ segir Kristín. Foreldrarnir segja að Anna Bára sé ekki að fara að skrifa undir neitt enda getur hún ekki skrifað út af fötlun sinni eða tjáð sig á annan hátt. Á meðan er bankareikningurinn lokaður og algjör pattstaða í málinu. „Það er svo voðalega verið að passa upp á réttindi einstaklingsins að það er bara traðkað á þeim í leiðinni,“ segir Kristín enn fremur. Magnús og Kristín, sem ætla að halda áfram að berjast i málum dóttur sinnar, Önnu Báru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Sjá meira
Hér erum við að tala um Selfyssinginn Önnu Báru, sem fréttamaður hitti með foreldrum sínum, þeim Magnúsi Gíslasyni og Kristínu Traustadóttur í Tryggvagarð á Selfossi. Anna Bára varð 18 ára í byrjun apríl og þá orðin fullorðin í skilningi laga. Þá fóru hlutirnir að flækjast, samkvæmt kerfinu er hún núna orðin sjálfstæði og á að geta séð um öll sín mál sjálf, þrátt fyrir mikla fötlun og aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. „Regluverkið í kringum það fyrir einstakling eins og Önnu Báru 18 ára er bara svo flókið að það skilur engin neitt og það getur engin leiðbeint manni í gegnum þetta með góðu móti. Maður rekst alls staðar á veggi eins og maður sé fyrsti og eini einstaklingurinn í þessari stöðu,“ segir Kristín. Magnús, Kristín og Anna Bára í Tryggvagarði á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýlega fóru Magnús og Kristín í það að stofna bankareikning fyrir Önnu Báru þannig að örorkubæturnar hennar færu inn á reikninginn. Þau þurftu fyrst nokkur vottorð til að sanna að þau væru foreldrar hennar og eftir það var reikningurinn stofnaður og örorkubæturnar farnar að koma inn. Nei, nú kom babb í bátinn. „Já, þá stoppar það allt því að við getum ekki tekið áreiðanleikakönnun af því að við erum ekki búin að fara á eitthvað námskeið, sem persónulegir talsmenn, sem haldið er að réttindargæslu fatlaðra,“ bætir Kristín við. Námskeiðið átti að vera á Seltjarnarnesi en nú er komið í ljós að það er ekki hægt að halda námskeiðið vegna persónuverndarlaga. „Þá áttum við að koma skriflegu umboði til þeirra frá Önnu Báru þar sem hún lýsir því yfir að við séum hæf til að annast hennar mál á meðan þetta námskeið er ekki haldið,“ segir Kristín. Foreldrarnir segja að Anna Bára sé ekki að fara að skrifa undir neitt enda getur hún ekki skrifað út af fötlun sinni eða tjáð sig á annan hátt. Á meðan er bankareikningurinn lokaður og algjör pattstaða í málinu. „Það er svo voðalega verið að passa upp á réttindi einstaklingsins að það er bara traðkað á þeim í leiðinni,“ segir Kristín enn fremur. Magnús og Kristín, sem ætla að halda áfram að berjast i málum dóttur sinnar, Önnu Báru.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Sjá meira