Matthías: Ég hef mikla trú á því að við verðum betri með tímanum Árni Jóhansson skrifar 4. júlí 2022 21:31 Matthías Vilhjálmsson og Daníel Laxdal háðu hörkubaráttu en þurftu að deilda stigunum. Vísir/Bára Fyrirliði FH-inga var skiljanlega svekktur að fá á sig jöfnunarmark þegar þrjár mínútur voru eftir af leik liðsins á móti Stjörnunni í kvöld. Leikið var í Kaplakrika og var leikurinn hluti af 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta og endaði 1-1 en FH var betri aðilinn lengst af. Matthías var spurður að því fyrst hvað gerðist í jöfnunarmarki Stjörnunnar sem kom eftir hornspyrnu. Var um einbeitingarleysi að ræða? „Í fyrsta lagi þá ákvað dómarinn að dæma hornspyrnu þegar það var Stjörnumaður sem skallaði boltann aftur fyrir endamörk. Svo bara dettur boltinn fyrir þá og þeir eru fyrstir að átta sig. Mjög svekkjandi. Mér fannst við vera mjög „solid“ í kvöld og sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við fengum mjög fá færi á okkur og byrjuðum mikið betur en þeir í seinni og mjög svekkjandi að missa þetta niður en ánægður með liðsheildina í dag.“ Blaðamaður spurði hvort það hefði ekki mátt vera meiri kraftur í leiknum í dag en að hans mati var þessi leikur mjög hægur. „Það getur vel verið. Stjörnuliðið hefur verið á fínu róli í sumar en við höfum átt í erfiðleikum og mér fannst þetta vera framför hjá okkur. Við gáfum fá færi á okkur og það var ekki fyrr en í lokin þar sem við erum að verja forskotið og þeir henda fleiri mönnum fram að þeir ná í mark rétt fyrir leikslok. Við hefðum líka getað skorað fleiri.“ Aðspurður um hvaða áherslur Eiður Smári, nýr þjálfari, væri að reyna að berja inn í liðið sagði Matthías: „Hann er bara búinn að vera hérna í ca. tværi vikur og hann og Venni hafa komið vel inn í þetta og kennt okkur helling en þeir þurfa tíma til að fara í gegnum sinn leikstíl en ég er mjög sáttur við hvernig æfingavikurnar hafa verið hérna. Ég hef mikla trú á því að við verðum betri með tímanum.“ Að lokum var Matthías spurður út í það hvort það væri betri andi í liðinu eftir þjálfaraskiptin. „Það hefur alltaf verið fínn andi í FH. Við höfum bara verið svekktir með úrslitin og teljum okkur eiga mikið inni. Við vinnum hörðum höndum að því að bæta okkur og sækja sigurinn. Við vorum ansi nálægt því í dag og ansi nálægt því á móti Leikni. Það hlýtur að styttast í þetta.“ Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH-Stjarnan 1-1 | Enn eitt jafntefli liðanna eftir æsilegar lokamínútur FH og Stjarnan þurfa að deila stigunum sem voru í boði í dag eftir að hafa gert jafntefli 1-1 í Kaplakrika. Leikurinn var í hægara lagi og fá færi litu dagsins ljós þangað til í uppbótartíma en Stjarnan jafnaði metin þegar lítið var eftir og bæði lið hefðu getað skorað í uppbótartíma. FH komst tvisvar í góða skyndisókn og Stjarnan skaut í stöng. 4. júlí 2022 21:14 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Sjá meira
Matthías var spurður að því fyrst hvað gerðist í jöfnunarmarki Stjörnunnar sem kom eftir hornspyrnu. Var um einbeitingarleysi að ræða? „Í fyrsta lagi þá ákvað dómarinn að dæma hornspyrnu þegar það var Stjörnumaður sem skallaði boltann aftur fyrir endamörk. Svo bara dettur boltinn fyrir þá og þeir eru fyrstir að átta sig. Mjög svekkjandi. Mér fannst við vera mjög „solid“ í kvöld og sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við fengum mjög fá færi á okkur og byrjuðum mikið betur en þeir í seinni og mjög svekkjandi að missa þetta niður en ánægður með liðsheildina í dag.“ Blaðamaður spurði hvort það hefði ekki mátt vera meiri kraftur í leiknum í dag en að hans mati var þessi leikur mjög hægur. „Það getur vel verið. Stjörnuliðið hefur verið á fínu róli í sumar en við höfum átt í erfiðleikum og mér fannst þetta vera framför hjá okkur. Við gáfum fá færi á okkur og það var ekki fyrr en í lokin þar sem við erum að verja forskotið og þeir henda fleiri mönnum fram að þeir ná í mark rétt fyrir leikslok. Við hefðum líka getað skorað fleiri.“ Aðspurður um hvaða áherslur Eiður Smári, nýr þjálfari, væri að reyna að berja inn í liðið sagði Matthías: „Hann er bara búinn að vera hérna í ca. tværi vikur og hann og Venni hafa komið vel inn í þetta og kennt okkur helling en þeir þurfa tíma til að fara í gegnum sinn leikstíl en ég er mjög sáttur við hvernig æfingavikurnar hafa verið hérna. Ég hef mikla trú á því að við verðum betri með tímanum.“ Að lokum var Matthías spurður út í það hvort það væri betri andi í liðinu eftir þjálfaraskiptin. „Það hefur alltaf verið fínn andi í FH. Við höfum bara verið svekktir með úrslitin og teljum okkur eiga mikið inni. Við vinnum hörðum höndum að því að bæta okkur og sækja sigurinn. Við vorum ansi nálægt því í dag og ansi nálægt því á móti Leikni. Það hlýtur að styttast í þetta.“
Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH-Stjarnan 1-1 | Enn eitt jafntefli liðanna eftir æsilegar lokamínútur FH og Stjarnan þurfa að deila stigunum sem voru í boði í dag eftir að hafa gert jafntefli 1-1 í Kaplakrika. Leikurinn var í hægara lagi og fá færi litu dagsins ljós þangað til í uppbótartíma en Stjarnan jafnaði metin þegar lítið var eftir og bæði lið hefðu getað skorað í uppbótartíma. FH komst tvisvar í góða skyndisókn og Stjarnan skaut í stöng. 4. júlí 2022 21:14 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Sjá meira
Leik lokið: FH-Stjarnan 1-1 | Enn eitt jafntefli liðanna eftir æsilegar lokamínútur FH og Stjarnan þurfa að deila stigunum sem voru í boði í dag eftir að hafa gert jafntefli 1-1 í Kaplakrika. Leikurinn var í hægara lagi og fá færi litu dagsins ljós þangað til í uppbótartíma en Stjarnan jafnaði metin þegar lítið var eftir og bæði lið hefðu getað skorað í uppbótartíma. FH komst tvisvar í góða skyndisókn og Stjarnan skaut í stöng. 4. júlí 2022 21:14