Áhrifafólk í Miðflokknum ósammála formanninum um kynrænt sjálfræði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júlí 2022 16:24 Þau Erna Bjarnardóttir og Tómas Ellert Tómasson, flokksmenn Miðflokksins virðast ósammála mörgum þingmönnum Miðflokksins varðandi málefni kynsegin fólks í nýrri grein sem birtist á Vísi í dag. Varaþingmaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins skrifa grein á Vísi í dag þar sem þau segja samþykkt laga um kynrænt sjálfræði „enn eitt framfaraskrefið í þá átt að tryggja réttindi borgaranna.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokks þeirra, hefur lengi talað opinberlega gegn frumvarpinu sem hann hefur kallað „ómanneskjulegt og fornaldarlegt öfgamál“. „Fyrir þremur árum tóku gildi hér á landi lög um kynrænt sjálfræði. Þau „…kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og miða þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar.“ Þessi lög eru enn eitt framfaraskrefið í þá átt að tryggja réttindi borgaranna.“ Svona lýkur grein Ernu Bjarnardóttur, varaþingmaður Miðflokksins og Tómasar Ellerts Tómassonar, fyrrverandi bæjarfulltrúi sama flokks í Árborg. Þau virðast því á öndverðum meiði við Sigmund Davíð Gunnlaugsson í þessum málflokki sem hefur lengi talað gegn lögum um kynrænt sjálfræði og sumir hafa gengið svo langt að kalla orðræðu hans í málaflokki hinsegin- og transfólks hatursorðræðu. Ekki í neinum ágreiningi við neinn „Við Tómas Ellert vildum bara gera grein fyrir okkar sýn á þessi mál. Okkar sjónarmið eru formanni flokksins nokkuð kunn,“ segir Erna Bjarnadóttir í samtali við Vísi. Eruð þið þá ósátt við hvernig Sigmundur hefur talað um þessi málefni síðustu ár og misseri? „Ég tel bara að Miðflokkurinn eins og aðrir flokkar þurfi að taka umræðuna og vera með sín sjónarmið á hreinu. Við Tómas Ellert vildum bara hafa það alveg á hreinu hvar við stæðum í þessum málum.“ Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi Hún segist vilja undirstrika að lögin um kynrænt sjálfræði hafi verið lengi í vinnslu og verið sett fram til að koma til móts við nýjan tíðaranda og tryggja réttindi allra. „Við erum ekki í neinum ágreiningi við neinn, eins og ég segi höfum við átt samtöl við formann flokksins þannig við erum ekki að útmála neinn ágreining eða stilla þessu þannig fram. Við erum bara að segja frá því hver við erum.“ Erna vill að öðru leyti ekki tjá sig nánar um hvernig þau samtöl við Sigmund hafi verið. Vill að menn haldi sig við stefnu flokksins Varðandi gagnrýni á ummæli Sigmundar um kynsegin- og transfólk segir Erna að Sigmundur verði sjálfur að svara fyrir hana. „Við viljum bara að það komi skýrt fram fyrir hvað við stöndum. Við getum sagt það að við sjáum ástæðu til að það sé skýrt hver okkar afstaða sé.“ Tómas Ellert Tómasson svarar á sama hátt og vill ekki svara beint hvort hann sé ósammála eða ósáttur við framgöngu Sigmundar og annarra þingmanna Miðflokksins í málaflokknum. Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. „Þetta er bara stefna Miðflokksins,“ segir Tómas í samtali við fréttstofu „Ég vil bara að menn haldi sig við stefnu miðflokksins.“ Hann segist að lokum vilja leyfa öðrum að meta hvort að þingmenn Miðflokksins hafi farið út fyrir stefnu flokksins með orðræðu sinni um hinsegin- og transfólk. Miðflokkurinn Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
„Fyrir þremur árum tóku gildi hér á landi lög um kynrænt sjálfræði. Þau „…kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og miða þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar.“ Þessi lög eru enn eitt framfaraskrefið í þá átt að tryggja réttindi borgaranna.“ Svona lýkur grein Ernu Bjarnardóttur, varaþingmaður Miðflokksins og Tómasar Ellerts Tómassonar, fyrrverandi bæjarfulltrúi sama flokks í Árborg. Þau virðast því á öndverðum meiði við Sigmund Davíð Gunnlaugsson í þessum málflokki sem hefur lengi talað gegn lögum um kynrænt sjálfræði og sumir hafa gengið svo langt að kalla orðræðu hans í málaflokki hinsegin- og transfólks hatursorðræðu. Ekki í neinum ágreiningi við neinn „Við Tómas Ellert vildum bara gera grein fyrir okkar sýn á þessi mál. Okkar sjónarmið eru formanni flokksins nokkuð kunn,“ segir Erna Bjarnadóttir í samtali við Vísi. Eruð þið þá ósátt við hvernig Sigmundur hefur talað um þessi málefni síðustu ár og misseri? „Ég tel bara að Miðflokkurinn eins og aðrir flokkar þurfi að taka umræðuna og vera með sín sjónarmið á hreinu. Við Tómas Ellert vildum bara hafa það alveg á hreinu hvar við stæðum í þessum málum.“ Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi Hún segist vilja undirstrika að lögin um kynrænt sjálfræði hafi verið lengi í vinnslu og verið sett fram til að koma til móts við nýjan tíðaranda og tryggja réttindi allra. „Við erum ekki í neinum ágreiningi við neinn, eins og ég segi höfum við átt samtöl við formann flokksins þannig við erum ekki að útmála neinn ágreining eða stilla þessu þannig fram. Við erum bara að segja frá því hver við erum.“ Erna vill að öðru leyti ekki tjá sig nánar um hvernig þau samtöl við Sigmund hafi verið. Vill að menn haldi sig við stefnu flokksins Varðandi gagnrýni á ummæli Sigmundar um kynsegin- og transfólk segir Erna að Sigmundur verði sjálfur að svara fyrir hana. „Við viljum bara að það komi skýrt fram fyrir hvað við stöndum. Við getum sagt það að við sjáum ástæðu til að það sé skýrt hver okkar afstaða sé.“ Tómas Ellert Tómasson svarar á sama hátt og vill ekki svara beint hvort hann sé ósammála eða ósáttur við framgöngu Sigmundar og annarra þingmanna Miðflokksins í málaflokknum. Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. „Þetta er bara stefna Miðflokksins,“ segir Tómas í samtali við fréttstofu „Ég vil bara að menn haldi sig við stefnu miðflokksins.“ Hann segist að lokum vilja leyfa öðrum að meta hvort að þingmenn Miðflokksins hafi farið út fyrir stefnu flokksins með orðræðu sinni um hinsegin- og transfólk.
Miðflokkurinn Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira