Stóra Laxá komin í 100 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 6. júlí 2022 07:42 Sigmar Orri með maríulaxinn sinn og lax númer 100 úr Stóru Laxá Veiðin í ánum í vatnasvæði Hvítár og Ölfusár er mun betri en undanfarin ár og það er alveg ljóst að netaupptaka er að skila því sem hún á að gera. Stóra Laxá hefur heldur betur fundið vel fyrir þessu en veiðin þar frá fyrsta degi hefur verið mjög góð og er staða sú að í gær veiddist hundraðasti laxinn í ánni. Efra svæðið er komið í 36 laxa og í gær var neðra svæðið komið í 69 laxa. Hundraðasta laxinn veiddi SIgmar Orri Guðmundsson en það var jafnframt maríulax. Stærstu laxarnir eru 98 sm en margir sem hefur verið landað hafa verið milli 90-97 sm og líklega um 40% milli 80 og 90 sm. Smálaxinn er þegar farin að sýna sig í ánni og eru flestir eins árs laxarnir um 60 sm. Áin er í frábæru vatni og göngur nokkuð kröftugar svo það stefnir í spennandi sumar í Stóru Laxá. Stangveiði Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Góður gangur í Langá Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði
Stóra Laxá hefur heldur betur fundið vel fyrir þessu en veiðin þar frá fyrsta degi hefur verið mjög góð og er staða sú að í gær veiddist hundraðasti laxinn í ánni. Efra svæðið er komið í 36 laxa og í gær var neðra svæðið komið í 69 laxa. Hundraðasta laxinn veiddi SIgmar Orri Guðmundsson en það var jafnframt maríulax. Stærstu laxarnir eru 98 sm en margir sem hefur verið landað hafa verið milli 90-97 sm og líklega um 40% milli 80 og 90 sm. Smálaxinn er þegar farin að sýna sig í ánni og eru flestir eins árs laxarnir um 60 sm. Áin er í frábæru vatni og göngur nokkuð kröftugar svo það stefnir í spennandi sumar í Stóru Laxá.
Stangveiði Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Góður gangur í Langá Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði