Olís hyggst loka þremur þjónustustöðvum Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júlí 2022 07:24 Þjónustustöðin á Ólafsfirði er ein þeirra stöðva sem breytist í sjálfsafgreiðslustöð ÓB. Sveitarstjórn Fjallabyggðar hefur lýst yfir vonbrigðum sínum með ákvörðunina. Olís Þjónustustöðvum Olís á Skagaströnd, Ólafsfirði og í Fellabæ verður breytt í ÓB sjálfsafgreiðslustöðvar. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lýst yfir vonbrigðum með lokun þjónustustöðvar í Ólafsfirði og hefur óskað eftir fundi með Olís. Fyrirtækið ætlar á næstu árum að fækka þjónustustöðvum sínum og stækka þær sem verða eftirstandandi. Í tilkynningu frá Olís segir að umbreyting þjónustustöðva í sjálfsafgreiðslustöðvar sé hluti af umbreytingarvegferð fyrirtækisins þar sem þjónustustöðvum fækkar og í staðinn munu þær sem eru eftirstandandi stækka. Slíkar umbreytingar hafi þegar átt sér stað í Hamraborg í Kópavogi og Klöpp í Reykjavík og þá muni stöðvar við Álfheima og Álfabakka víkja fyrir Borgarlínu á næstu árum. Fyrirtækið segir blendnar tilfinningar í tengslum við fækkun þjónustustöðva en að nauðsynlegt sé að skjóta traustari stoðum undir rekstur stöðvanna til að starfsemin endist. Því hyggist fyrirtækið útvíkka eftirstandandi stöðvar í „þægindamiðstöðvar.“ Ekki ljóst hvað kemur í staðinn Í tilkynningu fyrirtækisins segir að Olís muni eftir fremsta megni lágmarka áhrif umræddra breytinga á þau nærsamfélög þar sem þjónustustöðvum verður breytt í sjálfsafgreiðslustöðvar. Jafnframt verði leitast við að bjóða fastráðnu starfsfólki störf á öðrum starfsstöðvum Olís eða hjá tengdum aðilum. Olís hyggst einnig loka þjónustustöð sinni á Skagaströnd en það er ekki ljóst hvað kemur þar í staðinn.Olís Gert er ráð fyrir að breytingarnar eigi sér stað á öllum þremur staðsetningum um miðjan september. Þá er einnig gert ráð fyrir að nýr rekstraraðili hefji starfsemi í húsnæði Olís í Fellabæ í kjölfar breytingarinnar en á hinum stöðvunum tveimur er enn unnið að því að finna rekstraraðila sem geti nýtt húsnæðið. Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar lýsti bæjarráðið yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Olís að loka þjónustustöð félagsins í Ólafsfirði. Í fundargerð frá fundi bæjarráðs þann 4. júlí síðastliðinn höfðar bæjarráð til „samfélagsvitundar félagsins og hvetur til þess að það leggi sitt af mörkum til þess að tryggja grunnþjónustu við íbúa í Ólafsfirði, t.d. með því að gera rekstrarsamning við aðila sem kynni að hafa áhuga á aðkomu að rekstri þjónustustöðvarinnar.“ Einnig kemur fram í fundargerðinni að bæjarráðið óski eftir fundi við forsvarsmenn Olís. Fjallabyggð Skagaströnd Múlaþing Bensín og olía Verslun Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Í tilkynningu frá Olís segir að umbreyting þjónustustöðva í sjálfsafgreiðslustöðvar sé hluti af umbreytingarvegferð fyrirtækisins þar sem þjónustustöðvum fækkar og í staðinn munu þær sem eru eftirstandandi stækka. Slíkar umbreytingar hafi þegar átt sér stað í Hamraborg í Kópavogi og Klöpp í Reykjavík og þá muni stöðvar við Álfheima og Álfabakka víkja fyrir Borgarlínu á næstu árum. Fyrirtækið segir blendnar tilfinningar í tengslum við fækkun þjónustustöðva en að nauðsynlegt sé að skjóta traustari stoðum undir rekstur stöðvanna til að starfsemin endist. Því hyggist fyrirtækið útvíkka eftirstandandi stöðvar í „þægindamiðstöðvar.“ Ekki ljóst hvað kemur í staðinn Í tilkynningu fyrirtækisins segir að Olís muni eftir fremsta megni lágmarka áhrif umræddra breytinga á þau nærsamfélög þar sem þjónustustöðvum verður breytt í sjálfsafgreiðslustöðvar. Jafnframt verði leitast við að bjóða fastráðnu starfsfólki störf á öðrum starfsstöðvum Olís eða hjá tengdum aðilum. Olís hyggst einnig loka þjónustustöð sinni á Skagaströnd en það er ekki ljóst hvað kemur þar í staðinn.Olís Gert er ráð fyrir að breytingarnar eigi sér stað á öllum þremur staðsetningum um miðjan september. Þá er einnig gert ráð fyrir að nýr rekstraraðili hefji starfsemi í húsnæði Olís í Fellabæ í kjölfar breytingarinnar en á hinum stöðvunum tveimur er enn unnið að því að finna rekstraraðila sem geti nýtt húsnæðið. Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar lýsti bæjarráðið yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Olís að loka þjónustustöð félagsins í Ólafsfirði. Í fundargerð frá fundi bæjarráðs þann 4. júlí síðastliðinn höfðar bæjarráð til „samfélagsvitundar félagsins og hvetur til þess að það leggi sitt af mörkum til þess að tryggja grunnþjónustu við íbúa í Ólafsfirði, t.d. með því að gera rekstrarsamning við aðila sem kynni að hafa áhuga á aðkomu að rekstri þjónustustöðvarinnar.“ Einnig kemur fram í fundargerðinni að bæjarráðið óski eftir fundi við forsvarsmenn Olís.
Fjallabyggð Skagaströnd Múlaþing Bensín og olía Verslun Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira