Ein og hálf milljón króna á mánuði fyrir að stýra 255 manna hreppi Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. júlí 2022 15:03 Lilja Magnúsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, innsiglar ráðningu Ólafs Þórs Ólafssonar, sveitarstjóra, með handabandi. Tálknafjörður Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, fær 1,55 milljón króna í mánaðarlaun samkvæmt nýgerðum ráðningarsamningi. Hann fær einnig 400 kílómetra akstursstyrk og sveitarfélagið greiðir fyrir hann bæði síma og net. Samkvæmt ráðningarsamningnum má Ólafur ekki taka að sér önnur störf án samþykkis sveitarstjórnar en honum er hins vegar heimilt að gegna áfram starfi formanns knattspyrnudeildar Reynis Sandgerðis. Bæjarins besta greina frá þessu. Ólafur var fyrst ráðinn sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps í febrúar 2020 og voru laun hans þá 1,4 milljón króna á mánuði. Hins vegar eru launin tengd launavísitölu og hækka hver áramót miðað við þær breytingar. Núverandi ráðningarsamningur gildir til loka maí 2026 og er gagnkvæmur sex mánaða uppsagnarfrestur. Hærri laun en aðrir í svipað stórum sveitarfélögum Auk grunnlauna sem eru 1,55 milljón króna á mánuði fær Ólafur ökutækjastyrk upp á 400 kílómetra sem er andvirði 50 þúsund króna á mánuði og sveitarfélagið greiðir bæði síma og net fyrir hann. Íbúafjöldi Tálknafjarðarhrepps var 255 manns þann 1. janúar 2022 samkvæmt vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. Laun Ólafs gera því um sex þúsund krónur á hvern íbúa. Samband íslenskra sveitarfélaga gerði könnun á kjörum sveitarstjóra sveitarfélaga í mars síðastliðnum. Af 69 sveitarfélögum svöruðu 56 spurningalistanum eða um 80 prósent. Samkvæmt könnuninni eru tólf sveitarfélög með 200-499 íbúa og af þeim svöruðu níu spurningalistanum. Sveitarstjórar í sveitarfélögum með 200-499 íbúa voru með mánaðarlaun á bilinu 400 þúsund til 1,3 milljón króna. Þá voru hlunnindi sveitarstjóra, þ.e. greiðslur utan beinna launagreiðslna, á bilinu 25 til 125 þúsund. Miðað við þá könnun fær Ólafur nokkuð hærri laun en launahæsti sveitarstjórinn sem svaraði könnuninni, eða 250 þúsundum krónum meira. Ekki náðist í sveitarstjórnarfulltrúa Tálknafjarðarhrepps við gerð fréttarinnar. Kjaramál Stjórnsýsla Tálknafjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Samkvæmt ráðningarsamningnum má Ólafur ekki taka að sér önnur störf án samþykkis sveitarstjórnar en honum er hins vegar heimilt að gegna áfram starfi formanns knattspyrnudeildar Reynis Sandgerðis. Bæjarins besta greina frá þessu. Ólafur var fyrst ráðinn sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps í febrúar 2020 og voru laun hans þá 1,4 milljón króna á mánuði. Hins vegar eru launin tengd launavísitölu og hækka hver áramót miðað við þær breytingar. Núverandi ráðningarsamningur gildir til loka maí 2026 og er gagnkvæmur sex mánaða uppsagnarfrestur. Hærri laun en aðrir í svipað stórum sveitarfélögum Auk grunnlauna sem eru 1,55 milljón króna á mánuði fær Ólafur ökutækjastyrk upp á 400 kílómetra sem er andvirði 50 þúsund króna á mánuði og sveitarfélagið greiðir bæði síma og net fyrir hann. Íbúafjöldi Tálknafjarðarhrepps var 255 manns þann 1. janúar 2022 samkvæmt vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. Laun Ólafs gera því um sex þúsund krónur á hvern íbúa. Samband íslenskra sveitarfélaga gerði könnun á kjörum sveitarstjóra sveitarfélaga í mars síðastliðnum. Af 69 sveitarfélögum svöruðu 56 spurningalistanum eða um 80 prósent. Samkvæmt könnuninni eru tólf sveitarfélög með 200-499 íbúa og af þeim svöruðu níu spurningalistanum. Sveitarstjórar í sveitarfélögum með 200-499 íbúa voru með mánaðarlaun á bilinu 400 þúsund til 1,3 milljón króna. Þá voru hlunnindi sveitarstjóra, þ.e. greiðslur utan beinna launagreiðslna, á bilinu 25 til 125 þúsund. Miðað við þá könnun fær Ólafur nokkuð hærri laun en launahæsti sveitarstjórinn sem svaraði könnuninni, eða 250 þúsundum krónum meira. Ekki náðist í sveitarstjórnarfulltrúa Tálknafjarðarhrepps við gerð fréttarinnar.
Kjaramál Stjórnsýsla Tálknafjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent