Sveitarstjóri Dalabyggðar með tæplega 1,7 milljón króna í mánaðarlaun Magnús Jochum Pálsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 11. júlí 2022 19:28 Björn Bjarki Þorsteinsson er nýr sveitarstjóri Dalabyggðar. SFV Björn Bjarki Þorsteinsson var í dag ráðinn sveitarstjóri Dalabyggðar en hann fær 1,675 milljón króna í mánaðarlaun auk ökutækjastyrks sem nemur 127 þúsundum króna. Ellefu umsóknir um stöðuna bárust en þeim var öllum hafnað og var Björn Bjarki ráðinn í staðinn. Björn Bjarki hefur starfað sem framkvæmdastjóri Brákarhlíðar, hjúkrunar- og dvalarheimilis í Borgarnesi, síðastliðin fimmtán ár og setið í stjórn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu síðastliðin tíu ár, lengst af sem varaformaður og síðar formaður þar til í apríl síðastliðnum. Björn Bjarki hefur áralanga reynslu af sveitarstjórnarstörfum en hann sat í sveitarstjórn Borgarbyggðar frá 2002 til 2018, þar af sem forseti sveitarstjórnar í tvö kjörtímabil. Einnig hefur hann gegnt formennsku meðal annars í byggðarráði og fræðslunefnd. Samkvæmt fundargerð sveitarstjórnar Dalabyggðar verður Björn Bjarki með 1,675 milljón króna í mánaðarlaun og ökutækjastyrk upp á 127 þúsund krónur. Þá fær hann farsíma til afnota og mun sveitarfélagið borga símreikning, internet-tengingu og iðgjöld af veikinda-, slysa- og líftryggingu. Björn Bjarki mun leigja íbúð af Dalabyggð og greiðir fyrir hana samkvæmt gjaldskrá um leiguíbúðir sveitarfélagsins. Reiknað er með að hann hefji störf undir lok sumars. Samkvæmt tölum á vef Hagstofu eru íbúar sveitarfélagsins 665 talsins en þeim fjölgaði verulega seinasta ár, eða um 45 talsins. Umsóknarfrestur um starf sveitarstjóra rann út 20. júní síðastliðinn. Alls bárust 13 umsóknir og tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka. Að lokinni úrvinnslu umsókna var það mat byggðaráðs að hafna skyldi öllum umsóknum. Umsækjendur voru: Ari Jóhann Sigurðsson, sérkennari Barbara K. Kristjánsdóttir, mannauðs- og gæðastjóri Glúmur Baldvinsson, eigin rekstur Gunnsteinn Björnsson, sjálfstætt starfandi Hróðmar Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri Ingvi Már Guðnason, verkstjóri Jón Eggert Guðmundsson, yfirmaður kerfismála Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri Sigurður Sigurðarson, sjálfstætt starfandi Viggó E. Viðarsson, flokksstjóri Örn Haukur Magnússon, framkvæmdastjóri Uppfært: Upphaflega stóð að ökutækjastyrkurinn væri 217 þúsund krónur á mánuði en er í rauninni 127 þúsund. Dalabyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kjaramál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Meirihluti í Dalabyggð vill hefja sameiningarviðræður Meirihluti íbúa í Dalabyggð vill hefja sameiningarviðræður. Flestir þeirra vilja sameinast Sameinuðu sveitarfélagi Helgafellssveitar og Stykkishólms og næst flestir Húnaþingi vestra. 16. maí 2022 15:46 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Björn Bjarki hefur starfað sem framkvæmdastjóri Brákarhlíðar, hjúkrunar- og dvalarheimilis í Borgarnesi, síðastliðin fimmtán ár og setið í stjórn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu síðastliðin tíu ár, lengst af sem varaformaður og síðar formaður þar til í apríl síðastliðnum. Björn Bjarki hefur áralanga reynslu af sveitarstjórnarstörfum en hann sat í sveitarstjórn Borgarbyggðar frá 2002 til 2018, þar af sem forseti sveitarstjórnar í tvö kjörtímabil. Einnig hefur hann gegnt formennsku meðal annars í byggðarráði og fræðslunefnd. Samkvæmt fundargerð sveitarstjórnar Dalabyggðar verður Björn Bjarki með 1,675 milljón króna í mánaðarlaun og ökutækjastyrk upp á 127 þúsund krónur. Þá fær hann farsíma til afnota og mun sveitarfélagið borga símreikning, internet-tengingu og iðgjöld af veikinda-, slysa- og líftryggingu. Björn Bjarki mun leigja íbúð af Dalabyggð og greiðir fyrir hana samkvæmt gjaldskrá um leiguíbúðir sveitarfélagsins. Reiknað er með að hann hefji störf undir lok sumars. Samkvæmt tölum á vef Hagstofu eru íbúar sveitarfélagsins 665 talsins en þeim fjölgaði verulega seinasta ár, eða um 45 talsins. Umsóknarfrestur um starf sveitarstjóra rann út 20. júní síðastliðinn. Alls bárust 13 umsóknir og tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka. Að lokinni úrvinnslu umsókna var það mat byggðaráðs að hafna skyldi öllum umsóknum. Umsækjendur voru: Ari Jóhann Sigurðsson, sérkennari Barbara K. Kristjánsdóttir, mannauðs- og gæðastjóri Glúmur Baldvinsson, eigin rekstur Gunnsteinn Björnsson, sjálfstætt starfandi Hróðmar Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri Ingvi Már Guðnason, verkstjóri Jón Eggert Guðmundsson, yfirmaður kerfismála Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri Sigurður Sigurðarson, sjálfstætt starfandi Viggó E. Viðarsson, flokksstjóri Örn Haukur Magnússon, framkvæmdastjóri Uppfært: Upphaflega stóð að ökutækjastyrkurinn væri 217 þúsund krónur á mánuði en er í rauninni 127 þúsund.
Dalabyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kjaramál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Meirihluti í Dalabyggð vill hefja sameiningarviðræður Meirihluti íbúa í Dalabyggð vill hefja sameiningarviðræður. Flestir þeirra vilja sameinast Sameinuðu sveitarfélagi Helgafellssveitar og Stykkishólms og næst flestir Húnaþingi vestra. 16. maí 2022 15:46 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Meirihluti í Dalabyggð vill hefja sameiningarviðræður Meirihluti íbúa í Dalabyggð vill hefja sameiningarviðræður. Flestir þeirra vilja sameinast Sameinuðu sveitarfélagi Helgafellssveitar og Stykkishólms og næst flestir Húnaþingi vestra. 16. maí 2022 15:46