Spriklandi hressir og kátir Grundfirðingar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. júlí 2022 20:04 Rut og Ágústa, sem eru með leikfimina hjá eldri borgurum og sjá um að halda uppi stuði í tímunum og sjá til þess að þátttakendur geri æfingarnar rétt og hafi gaman af þeim. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eldri borgarar í Grundarfirði slá ekki slöku við því þeir koma saman nokkrum sinnum í viku í íþróttahúsinu á staðnum til að hreyfa sig og gera fjölbreyttar leikfimisæfingar í þeim tilgangi að styrkja sál og líkama. Heilsuefling eldri borgara er eitt af þeim flottu verkefnum, sem eru í gangi í Grundarfirði þar sem íbúar á besta aldri fá leiðsögn frá frábærum kennurum hvernig best sé að styrkja líkamann og ekki síður sálina, því það er oft mjög glatt á hjalla í þessum tímum. „Við erum að æfa tvisvar í viku hér í íþróttahúsinu og tvisvar í viku niðri í líkamsræktinni, fjórum sinnum í viku allt árið,“ segir Rut Rúnarsdóttir, einkaþjálfari. Og Ágústa Einarsdóttir, sem er líka einkaþjálfari bætir við. „Það er mikil gleði í hópnum og þau eru að gefa okkur mikla gleði og svo erum við að reyna líka að gleðja þau til baka.“ „Þetta er skemmtun fyrst og fremst og maður verður svona aðeins hressari, svona líkamlega og andlega,“ segir Ólafur Guðmundsson. eldri borgari. Ólafur segir leikfimina hressa sig líkamlega og andlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er hopp og hí og gaman, félagsskapurinn er góður. Já, það er líka alltaf mikil og góð stemming hérna. Alltaf, yndislegar þessar stúlkur, sem eru með okkur hérna, stórkostlegar,“ segir Runólfur Guðmundsson, eldri borgari. Runólfur finnur sig vel í leikfiminni og hrósar leiðbeinendunum í hástert fyrir þeirra framlag.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum dálítið fimar, sérðu það ekki, það er auðséð langar leiðir“, segir Jónína Kristjánsdóttir, eldri borgari og skellihlær. Jónína Kristjánsdóttir (t.v.) og Hulda Vilmundardóttir segjast vera mjög fimar eftir alla leikfimina enda standa þær sig afbragðs vel eins og allir aðrir í tímunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum bæði jákvæð og bjartsýn hérna í Grundarfirði,“ segir Hulda Vilmundardóttir, eldri borgari alsæl með leikfimina og að búa í Grundarfirði. Hjördís Hlíðkvist Bjarnadóttir segir leikfimina hjá þeim Rut og Ágúst frábæra og gefa eldri borgurum í Grundarfirði mikið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grundarfjörður Eldri borgarar Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Heilsuefling eldri borgara er eitt af þeim flottu verkefnum, sem eru í gangi í Grundarfirði þar sem íbúar á besta aldri fá leiðsögn frá frábærum kennurum hvernig best sé að styrkja líkamann og ekki síður sálina, því það er oft mjög glatt á hjalla í þessum tímum. „Við erum að æfa tvisvar í viku hér í íþróttahúsinu og tvisvar í viku niðri í líkamsræktinni, fjórum sinnum í viku allt árið,“ segir Rut Rúnarsdóttir, einkaþjálfari. Og Ágústa Einarsdóttir, sem er líka einkaþjálfari bætir við. „Það er mikil gleði í hópnum og þau eru að gefa okkur mikla gleði og svo erum við að reyna líka að gleðja þau til baka.“ „Þetta er skemmtun fyrst og fremst og maður verður svona aðeins hressari, svona líkamlega og andlega,“ segir Ólafur Guðmundsson. eldri borgari. Ólafur segir leikfimina hressa sig líkamlega og andlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er hopp og hí og gaman, félagsskapurinn er góður. Já, það er líka alltaf mikil og góð stemming hérna. Alltaf, yndislegar þessar stúlkur, sem eru með okkur hérna, stórkostlegar,“ segir Runólfur Guðmundsson, eldri borgari. Runólfur finnur sig vel í leikfiminni og hrósar leiðbeinendunum í hástert fyrir þeirra framlag.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum dálítið fimar, sérðu það ekki, það er auðséð langar leiðir“, segir Jónína Kristjánsdóttir, eldri borgari og skellihlær. Jónína Kristjánsdóttir (t.v.) og Hulda Vilmundardóttir segjast vera mjög fimar eftir alla leikfimina enda standa þær sig afbragðs vel eins og allir aðrir í tímunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum bæði jákvæð og bjartsýn hérna í Grundarfirði,“ segir Hulda Vilmundardóttir, eldri borgari alsæl með leikfimina og að búa í Grundarfirði. Hjördís Hlíðkvist Bjarnadóttir segir leikfimina hjá þeim Rut og Ágúst frábæra og gefa eldri borgurum í Grundarfirði mikið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grundarfjörður Eldri borgarar Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira