Sjáðu Halldór skrifa kveðjubréf Heimis, dramað í Keflavík og magnað mark Sveins Margeirs Sindri Sverrisson skrifar 18. júlí 2022 13:30 Eyjamenn fögnuðu ákaft sínum fyrsta sigri í Bestu deildinni í sumar. Stöð 2 Sport Það var nóg um dramatík, frábær mörk og fjör í leikjunum fimm í Bestu deild karla í fótbolta um helgina. Öll mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. Halldór Jón Sigurður Þórðarson stal senunni í Vestmannaeyjum þar sem hann skoraði þrennu í 3-2 sigri ÍBV á Val. Leikurinn reyndist vera kveðjuleikur Heimis Guðjónssonar því Ólafur Jóhannesson var í dag ráðinn þjálfari Vals í hans stað. Aron Jóhannsson skoraði bæði mörk Vals og jafnaði metin þegar korter var til leiksloka en Halldór gerði sigurmark ÍBV í uppbótartíma og Eyjamenn gátu þar með fagnað sínum fyrsta sigri í sumar. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og Vals Leikur Keflavíkur og Breiðabliks reyndist mikil rússíbanareið en eftir að Keflavík hafði komist í 2-1, með mörkum frá Adam Árna Róbertssyni og Patrik Johannesen, náði Höskuldur Gunnlaugsson að tryggja Breiðablik sigur með tveimur mörkum á síðustu tíu mínútunum. Seinna mark Höskuldar kom úr vítaspyrnu sem Ísak Snær Þorvaldsson, markahæsti maður deildarinnar, krækti í við litla hrifningu Keflvíkinga. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og Breiðabliks KA-menn settu upp sýningu í Breiðholti með 5-0 sigri á Leikni. Þar stóð upp úr lokamarkið, magnað einstaklingsframtak úr smiðju Sveins Margeirs Haukssonar sem hóf það á því að leika á tvo Leiknismenn á eigin vallarhelmingi. Áður hafði Nökkvi Þeyr Þórisson skorað tvö mörk og þeir Elfar Árni Aðalsteinsson og Ásgeir Sigurgeirsson sitt markið hvor. Klippa: Mörk KA gegn Leikni Fyrr í dag var hér á Vísi fjallað um stórglæsilegt mark Ólafs Karls Finsen sem skoraði eitt af þremur mörkum Stjörnunnar í 3-0 sigri á ÍA. Emil Atlason skoraði fyrsta markið og Ísak Andri Sigurgeirsson það síðasta eftir undirbúning Emils. Klippa: Mörkin í sigri Stjörnunnar á ÍA Á laugardag mættust svo FH og Víkingur þar sem Víkingar unnu 3-0 útisigur með mörkum í seinni hálfleik, frá Loga Tómassyni, Birni Snæ Ingasyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni sem gerði sjálfsmark. Mark Birnis kom eftir sendingu Danijels Dejan Djuric sem kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik fyrir Víkinga. Klippa: Mörkin úr leik FH gegn Víkings Besta deild karla Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Halldór Jón Sigurður Þórðarson stal senunni í Vestmannaeyjum þar sem hann skoraði þrennu í 3-2 sigri ÍBV á Val. Leikurinn reyndist vera kveðjuleikur Heimis Guðjónssonar því Ólafur Jóhannesson var í dag ráðinn þjálfari Vals í hans stað. Aron Jóhannsson skoraði bæði mörk Vals og jafnaði metin þegar korter var til leiksloka en Halldór gerði sigurmark ÍBV í uppbótartíma og Eyjamenn gátu þar með fagnað sínum fyrsta sigri í sumar. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og Vals Leikur Keflavíkur og Breiðabliks reyndist mikil rússíbanareið en eftir að Keflavík hafði komist í 2-1, með mörkum frá Adam Árna Róbertssyni og Patrik Johannesen, náði Höskuldur Gunnlaugsson að tryggja Breiðablik sigur með tveimur mörkum á síðustu tíu mínútunum. Seinna mark Höskuldar kom úr vítaspyrnu sem Ísak Snær Þorvaldsson, markahæsti maður deildarinnar, krækti í við litla hrifningu Keflvíkinga. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og Breiðabliks KA-menn settu upp sýningu í Breiðholti með 5-0 sigri á Leikni. Þar stóð upp úr lokamarkið, magnað einstaklingsframtak úr smiðju Sveins Margeirs Haukssonar sem hóf það á því að leika á tvo Leiknismenn á eigin vallarhelmingi. Áður hafði Nökkvi Þeyr Þórisson skorað tvö mörk og þeir Elfar Árni Aðalsteinsson og Ásgeir Sigurgeirsson sitt markið hvor. Klippa: Mörk KA gegn Leikni Fyrr í dag var hér á Vísi fjallað um stórglæsilegt mark Ólafs Karls Finsen sem skoraði eitt af þremur mörkum Stjörnunnar í 3-0 sigri á ÍA. Emil Atlason skoraði fyrsta markið og Ísak Andri Sigurgeirsson það síðasta eftir undirbúning Emils. Klippa: Mörkin í sigri Stjörnunnar á ÍA Á laugardag mættust svo FH og Víkingur þar sem Víkingar unnu 3-0 útisigur með mörkum í seinni hálfleik, frá Loga Tómassyni, Birni Snæ Ingasyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni sem gerði sjálfsmark. Mark Birnis kom eftir sendingu Danijels Dejan Djuric sem kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik fyrir Víkinga. Klippa: Mörkin úr leik FH gegn Víkings
Besta deild karla Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira