Leigja út parhús á 352 þúsund á mánuði á Fáskrúðsfirði Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 20. júlí 2022 21:00 Mynd af parhúsinu, fengin af heimasíðu leigufélagsins. Myndin er samsett. Leigufélagið Bríet, Vísir/Vilhelm Leigufélagið Bríet býður til leigu tvö parhús á Fáskrúðsfirði sem kosta 352 þúsund krónur á mánuði án hita og rafmagns. Á heimasíðu félagsins kemur fram að félagið sé óhagnaðardrifið. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir verðið mjög hátt. Parhúsin sem um ræðir eru 174,3 fermetrar en frekari myndir af annarri eigninni má sjá hér. Framkvæmdastýra leigufélagsins, Drífa Valdimarsdóttir segir verð eignarinnar vera það sem þurfi til þess að kostnaður félagsins sé á núlli. Hún segist skilja að erfitt sé fyrir fólk að trúa því að félagið sé óhagnaðardrifið miðað við leiguverðið. Aðspurð hvort hún telji að eignin verði tekin á leigu segir hún það verða að koma í ljós. Myndir af parhúsinu frá leigufélaginu.Leigufélagið Bríet „Ef að það fæst ekki fólk til að leigja þetta á þessu verði þá verðum við að endurskoða það,“ segir Drífa. Hún segir verðlækkun verða til þess að eignin yrði rekin með tapi. „Venjulega erum við að kaupa minni eignir sem að við getum leigt á svona viðráðanlegra verði fyrir, skulum við segja, venjulegt fólk það er okkar markmið,“ segir Drífa. Hún útilokar ekki að verðið verði lækkað. Eignin verði ekki látin standa tóm ef leigjendur fáist ekki. Meira leiguhúsnæði vanti Aðspurður hvað honum finnist um verðlagningu eignarinnar segir Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri Fjarðabyggðar í samtali við fréttastofu að hann eigi eftir að ræða við Drífu, framkvæmdastýru leigufélagsins. „Þetta er mjög há leiga,“ segir Jón Björn. Sveitarfélagið Fjarðabyggð er hluthafi í leigufélaginu. Myndir af parhúsinu frá leigufélaginu.Leigufélagið Bríet „Okkur vantar meiri fjölbreytni og meira leiguhúsnæði og það er meðal annars það sem við erum að gera með því að fara inn í Bríet,“ segir Jón Björn. Hann bætir því við að Bríet eigi íbúðir sem sveitarfélagið lagði inn í félagið sem séu af mismunandi stærðum og gerðum en nauðsynlegt sé að byggja upp meira úrval. Aðspurður hvort honum finnist leiguverðið vera í takt við leiguverð á svæðinu segir Jón Björn, „ég myndi nú segja að þetta væri í hærri kantinum.“ Fjarðabyggð Húsnæðismál Verðlag Leigumarkaður Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Parhúsin sem um ræðir eru 174,3 fermetrar en frekari myndir af annarri eigninni má sjá hér. Framkvæmdastýra leigufélagsins, Drífa Valdimarsdóttir segir verð eignarinnar vera það sem þurfi til þess að kostnaður félagsins sé á núlli. Hún segist skilja að erfitt sé fyrir fólk að trúa því að félagið sé óhagnaðardrifið miðað við leiguverðið. Aðspurð hvort hún telji að eignin verði tekin á leigu segir hún það verða að koma í ljós. Myndir af parhúsinu frá leigufélaginu.Leigufélagið Bríet „Ef að það fæst ekki fólk til að leigja þetta á þessu verði þá verðum við að endurskoða það,“ segir Drífa. Hún segir verðlækkun verða til þess að eignin yrði rekin með tapi. „Venjulega erum við að kaupa minni eignir sem að við getum leigt á svona viðráðanlegra verði fyrir, skulum við segja, venjulegt fólk það er okkar markmið,“ segir Drífa. Hún útilokar ekki að verðið verði lækkað. Eignin verði ekki látin standa tóm ef leigjendur fáist ekki. Meira leiguhúsnæði vanti Aðspurður hvað honum finnist um verðlagningu eignarinnar segir Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri Fjarðabyggðar í samtali við fréttastofu að hann eigi eftir að ræða við Drífu, framkvæmdastýru leigufélagsins. „Þetta er mjög há leiga,“ segir Jón Björn. Sveitarfélagið Fjarðabyggð er hluthafi í leigufélaginu. Myndir af parhúsinu frá leigufélaginu.Leigufélagið Bríet „Okkur vantar meiri fjölbreytni og meira leiguhúsnæði og það er meðal annars það sem við erum að gera með því að fara inn í Bríet,“ segir Jón Björn. Hann bætir því við að Bríet eigi íbúðir sem sveitarfélagið lagði inn í félagið sem séu af mismunandi stærðum og gerðum en nauðsynlegt sé að byggja upp meira úrval. Aðspurður hvort honum finnist leiguverðið vera í takt við leiguverð á svæðinu segir Jón Björn, „ég myndi nú segja að þetta væri í hærri kantinum.“
Fjarðabyggð Húsnæðismál Verðlag Leigumarkaður Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent