Kvöldfréttir Stöðvar 2 Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. júlí 2022 18:09 Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld. Vísir/Vilhelm Verðbólga nálgast nú tíu prósent og hefur ekki mælst hærri í þrettán ár. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir þróunina hafa gríðarleg áhrif fyrir komandi kjaraviðræður. Það komi ekki til greina að félagsmenn beri byrðina einir. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30. Við höldum áfram að fjalla um málefni hinsegin hælisleitenda sem fréttastofan byrjaði á í gærkvöldi, en í tengslum við málið skrifaði vararíkissaksóknari umdeild ummæli á Facebook, sem dómsmálaráðherra hefur furðað sig á. Þingmaður Vinstri grænna segir galið að hinsegin hælisleitendur þurfi nokkurn tíma að færa sönnur fyrir kynhneigð sinni til að fá hæli hér á landi. Fólk sem dvalið hefur í hjólhýsabyggðinni við Laugarvatn segir það grátlegt að þurfa að pakka saman og yfirgefa svæðið. Sumir hafa varið sumartímanum þar í hátt í fjörutíu ár. Í fréttatímanum lítum við við hjá þeim og förum yfir stöðuna. Úkraínumenn og Rússar hafa gert með sér samning um að hleypa 22 milljónum tonna af korni og öðrum landbúnaðarvörum frá Úkraínu og út á heimsmarkaðinn. Vörurnar hafa setið fastar í höfnum við Svartahaf í marga mánuði vegna stríðsins. Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson syndir nú frá Vestmannaeyjum að landi á Landeyjarsöndum til styrktar samtökum Barnaheilla. Sigurgeir hefur undirbúið sig lengi fyrir sundið og safnað áheitum en allur ágóði söfnunarinnar rennur til barna sem búa á átakasvæðum. Þá kíkir Magnús Hlynur á Kidda Vídeoflugu og sjálfsala hans fyrir ferðamenn, sem er staddur á milli Egilsstaða og Borgarfjarðar eystri. Ferðamennirnir eru duglegir að skilja eftir miða og þakka Kidda fyrir framtakið. Þetta og margt fleira í fréttum okkar á Stöð 2 klukkan 18:30 en hægt er að hlusta á þær í beinni í spilaranum hér að neðan. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir „Þetta var löng nótt“ Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Sjá meira
Við höldum áfram að fjalla um málefni hinsegin hælisleitenda sem fréttastofan byrjaði á í gærkvöldi, en í tengslum við málið skrifaði vararíkissaksóknari umdeild ummæli á Facebook, sem dómsmálaráðherra hefur furðað sig á. Þingmaður Vinstri grænna segir galið að hinsegin hælisleitendur þurfi nokkurn tíma að færa sönnur fyrir kynhneigð sinni til að fá hæli hér á landi. Fólk sem dvalið hefur í hjólhýsabyggðinni við Laugarvatn segir það grátlegt að þurfa að pakka saman og yfirgefa svæðið. Sumir hafa varið sumartímanum þar í hátt í fjörutíu ár. Í fréttatímanum lítum við við hjá þeim og förum yfir stöðuna. Úkraínumenn og Rússar hafa gert með sér samning um að hleypa 22 milljónum tonna af korni og öðrum landbúnaðarvörum frá Úkraínu og út á heimsmarkaðinn. Vörurnar hafa setið fastar í höfnum við Svartahaf í marga mánuði vegna stríðsins. Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson syndir nú frá Vestmannaeyjum að landi á Landeyjarsöndum til styrktar samtökum Barnaheilla. Sigurgeir hefur undirbúið sig lengi fyrir sundið og safnað áheitum en allur ágóði söfnunarinnar rennur til barna sem búa á átakasvæðum. Þá kíkir Magnús Hlynur á Kidda Vídeoflugu og sjálfsala hans fyrir ferðamenn, sem er staddur á milli Egilsstaða og Borgarfjarðar eystri. Ferðamennirnir eru duglegir að skilja eftir miða og þakka Kidda fyrir framtakið. Þetta og margt fleira í fréttum okkar á Stöð 2 klukkan 18:30 en hægt er að hlusta á þær í beinni í spilaranum hér að neðan.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir „Þetta var löng nótt“ Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Sjá meira