„Maður grætur á kvöldin þegar maður fer að sofa“ Bjarki Sigurðsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 22. júlí 2022 22:36 Erla Sigurðardóttir, íbúi í hjólhýsabyggðinni við Laugarvatn, segir að fólk gráti sig í svefn eftir ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Stöð 2 Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur ákveðið að hjólhýsabyggðin við Laugarvatn fái ekki að vera áfram. Eigendur hýsanna eru þegar byrjaðir að pakka saman og rífa niður og tilfinningarnar eru miklar. „Bara ömurlegt, maður grætur á kvöldin þegar maður fer að sofa,“ segir Erla Sigurðardóttir. Erla hefur átt hjólhýsi í byggðinni í 37 ár. Hún segir að mikil eftirsjá verði eftir hýsinu og því sem byggt hefur verið í kringum það. „Og missa allt góða fólkið, maður á góðan félagsskap hérna. Búin að eiga það í öll þessi ár.“ Erla sér ekki fyrir sér að koma upp sams konar aðstöðu á öðrum stað. „Ég er orðin svo gömul, ég er að verða áttræð í febrúar. Ég geri það ekki, ég hætti bara. Það hlýtur að vera svolítil eftirsjá í því? „Alveg ömurlegt.“ Fleiri sem átt hafa griðarstað í hjólhýsabyggðinni taka undir sjónarmið Erlu. „Þetta er náttúrulega ömurlegt, hérna höfum haft það gott og haft afdrep. Búið að vera mjög gott að vera hérna,“ segir Agnes Jónsdóttir, íbúi í byggðinni. Málið stendur mörgum afar nærri, en eftir ákvörðun Bláskógabyggðar þarf fólk að vera farið fyrir næstu áramót. „Það er náttúrulega fólk búið að vera hér allt upp í fjörutíu ár. Hérna er fólk enn þá hér og það er bara grátandi yfir þessu,“ segir Agnes. Fólk á svæðinu er margt ósátt við sveitarstjórnina og telur hana ekki hafa sýnt vilja til viðræðna um að halda byggðinni. „Halda okkur hérna í 21 mánuð, með von um það, eða okkur fannst það öllum, að við værum að sigla þessu í land. En nei. Svo kemur þetta núna bara eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ segir Sigríður Kristín Eysteinsdóttir. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir að sveitarstjórn skilji vel að fólk sé ekki sátt með niðurstöðuna. Ákvörðunin hafi þó verið tekin fyrir tveimur árum og nokkrum sinnum verið ítrekuð. „Maður gæti hugsað sem svo að hjólhýsi séu eitthvað sem er auðvelt að fara með og flytja annað. Auðvitað eru margir sem hafa byggt miklu meira en þá fjóra fermetra sem heimilt er samkvæmt samningum. Það er auðvitað heilmikið mál að taka það upp og flytja sig eða koma því í verð. Við skiljum það alveg að fólk sé ekki alveg svona sátt með þessa niðurstöðu að hún skuli vera svona endanleg,“ segir Ásta. Upp hafa sprottið margar samsæriskenningar um hvað skuli gera við landið eftir að hjólhýsabyggðin er farin á brot. Einhverjir hafa nefnt að landið verði selt undir hótel eða til Bláa lónsins. „Það hafa gengið ótrúlegar sögur og samsæriskenningar um þetta. Ég hef líka heyrt nefnda sorpbrennslustöð að það sé búið að selja landið undir hana. Það á ekki neitt af þessu við nein rök að styðjast. Í raun er það þannig að það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um hvað verður gert við landið,“ segir Ásta. Ákvörðunin verður ekki tekin fyrr en það verður búið að rýma svæðið. „Það er búið að vera miklar samsæriskenningar og kynda undir óánægju á netinu með því sem maður getur kallað netníð. Það er bara miður en við vonum að þetta bara leysist farsællega og það verði allir sáttir þegar þar að kemur.“ Bláskógabyggð Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Tjaldsvæði Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
„Bara ömurlegt, maður grætur á kvöldin þegar maður fer að sofa,“ segir Erla Sigurðardóttir. Erla hefur átt hjólhýsi í byggðinni í 37 ár. Hún segir að mikil eftirsjá verði eftir hýsinu og því sem byggt hefur verið í kringum það. „Og missa allt góða fólkið, maður á góðan félagsskap hérna. Búin að eiga það í öll þessi ár.“ Erla sér ekki fyrir sér að koma upp sams konar aðstöðu á öðrum stað. „Ég er orðin svo gömul, ég er að verða áttræð í febrúar. Ég geri það ekki, ég hætti bara. Það hlýtur að vera svolítil eftirsjá í því? „Alveg ömurlegt.“ Fleiri sem átt hafa griðarstað í hjólhýsabyggðinni taka undir sjónarmið Erlu. „Þetta er náttúrulega ömurlegt, hérna höfum haft það gott og haft afdrep. Búið að vera mjög gott að vera hérna,“ segir Agnes Jónsdóttir, íbúi í byggðinni. Málið stendur mörgum afar nærri, en eftir ákvörðun Bláskógabyggðar þarf fólk að vera farið fyrir næstu áramót. „Það er náttúrulega fólk búið að vera hér allt upp í fjörutíu ár. Hérna er fólk enn þá hér og það er bara grátandi yfir þessu,“ segir Agnes. Fólk á svæðinu er margt ósátt við sveitarstjórnina og telur hana ekki hafa sýnt vilja til viðræðna um að halda byggðinni. „Halda okkur hérna í 21 mánuð, með von um það, eða okkur fannst það öllum, að við værum að sigla þessu í land. En nei. Svo kemur þetta núna bara eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ segir Sigríður Kristín Eysteinsdóttir. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir að sveitarstjórn skilji vel að fólk sé ekki sátt með niðurstöðuna. Ákvörðunin hafi þó verið tekin fyrir tveimur árum og nokkrum sinnum verið ítrekuð. „Maður gæti hugsað sem svo að hjólhýsi séu eitthvað sem er auðvelt að fara með og flytja annað. Auðvitað eru margir sem hafa byggt miklu meira en þá fjóra fermetra sem heimilt er samkvæmt samningum. Það er auðvitað heilmikið mál að taka það upp og flytja sig eða koma því í verð. Við skiljum það alveg að fólk sé ekki alveg svona sátt með þessa niðurstöðu að hún skuli vera svona endanleg,“ segir Ásta. Upp hafa sprottið margar samsæriskenningar um hvað skuli gera við landið eftir að hjólhýsabyggðin er farin á brot. Einhverjir hafa nefnt að landið verði selt undir hótel eða til Bláa lónsins. „Það hafa gengið ótrúlegar sögur og samsæriskenningar um þetta. Ég hef líka heyrt nefnda sorpbrennslustöð að það sé búið að selja landið undir hana. Það á ekki neitt af þessu við nein rök að styðjast. Í raun er það þannig að það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um hvað verður gert við landið,“ segir Ásta. Ákvörðunin verður ekki tekin fyrr en það verður búið að rýma svæðið. „Það er búið að vera miklar samsæriskenningar og kynda undir óánægju á netinu með því sem maður getur kallað netníð. Það er bara miður en við vonum að þetta bara leysist farsællega og það verði allir sáttir þegar þar að kemur.“
Bláskógabyggð Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Tjaldsvæði Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels