Vara við óþarfa ferðum um Krýsuvíkurbjarg í skjálftahrinum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. júlí 2022 10:39 Veðurstofan varar við óþarfa ferðum um bjargbrún Krýsuvíkurbjargs þegar jarðhræringar eru. Myndin er ekki af Krýsuvíkurbjargi. Vísir/Vilhelm Stórar sprungur eru í Krýsuvíkurbjargi vegna stöðugrar hreyfingar sem bjargið er á. Sprungurnar hafa dýpkað talsvert undanfarin ár vegna jarðskjálftahrina. Fólk er varað við því að fara út á bjargbrúnina, sérstaklega þegar jarðskjálftahrinur ganga yfir. „Það hafa verið sprungur þarna alveg lengi og sjórinn grefur undan. Þetta er bara eins og í sjávarhömrum, þá hrinur alltaf reglulega og koma sprungur í bergið. Þegar jarðskjálftahrinan var í undanfari Fagradalsgossins þá opnuðust sprungurnar mjög mikið og miklu innar, þær urðu mun greinilegri þær sem voru innar,“ sagði Esther Hlíðar Jensen landmótunarfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Greint var frá því á RÚV um helgina að djúpar sprungur hafi myndast vestan við gamla vitann á bjarginu. Þá sé stór bergfylla að klofna frá bjarginu rétt fyrir neðan vitann. „Við fengum myndir 2020 og sáum núna að hún var búin að víkka síðan þá. Það er merki um að hún sé enn á hreyfingu. Það er alveg eðlilegt þó það séu engir jarðskjálftar, þá er sjórinn að grafa undan,“ segir Esther. Veðurstofan hafi engar upplýsingar um hve margir fari um Krísuvíkurbjarg. Því hafi henni þótt rétt að bæta í skiltin og aðvaranir vegna sprunganna. „Þær eru nokkuð djúpar en við erum ekki að mæla þetta, það eru ekki nein mæligögn. Við tökum bara það sem hafði verið að hreyfast, hversu stórt svæði það var lauslega, en við höfum ekki verið að mæla það neitt.“ Skipulagsbreytingar standi yfir á svæðinu, meðal annars á gönguleiðum, eftir að eldgosið í Fagradal hófst í fyrra. „Það gæti hrunið þarna út í sjó og það gerði það 2020, þá hrundi stór spilda þarna niður og nokkrar. Við vorum með myndir, fyrir og eftir, þar sem sást að höfðu hrunið stór stykki. Þetta mun gerast áfram,“ segir Esther. „Í rauninni getum við ekkert sagt hvenær það er en ef það er jarðskjálftahrina í gangi, sérstaklega með stórum skjálftum, þá eru meiri líkur á því. Það er eina sem við höfum í höndunum. Ef við vitum að er jarðskjálftahrina þá gefum við út viðvörun um að það sé hætta á hruni úr sjávarhömrum.“ Jarðhræringar á Reykjanesi Bítið Hafnarfjörður Tengdar fréttir Skjálftahrina við Kleifarvatn gæti haft áhrif á vatnsstöðu Jarðskjálfti sem mældist 3,3 var undir Kleifarvatni á ellefta tímanum í morgun. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur segir þau hjá Veðurstofunni fylgjast grannt með gangi mála. 7. maí 2022 14:21 Nóttin sú rólegasta frá upphafi skjálftahrinu Verulega hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en nýliðin nótt var sú rólegasta frá upphafi skjálftahrinunnar 24. febrúar. 18. mars 2021 06:42 Brún Krýsuvíkurbjargs sprungin og varasöm eftir jarðskjálftana Stórar bergfyllur hrundu úr Krýsuvíkurbjargi og nýjar sprungur opnuðust á bjargbrúninni í stóra jarðskjálftanum í fyrradag. Þá hefur virkni aukist í Engjahver við Krýsuvík og sterka brennisteinslykt leggur frá Grænavatni. 22. október 2020 21:31 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
„Það hafa verið sprungur þarna alveg lengi og sjórinn grefur undan. Þetta er bara eins og í sjávarhömrum, þá hrinur alltaf reglulega og koma sprungur í bergið. Þegar jarðskjálftahrinan var í undanfari Fagradalsgossins þá opnuðust sprungurnar mjög mikið og miklu innar, þær urðu mun greinilegri þær sem voru innar,“ sagði Esther Hlíðar Jensen landmótunarfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Greint var frá því á RÚV um helgina að djúpar sprungur hafi myndast vestan við gamla vitann á bjarginu. Þá sé stór bergfylla að klofna frá bjarginu rétt fyrir neðan vitann. „Við fengum myndir 2020 og sáum núna að hún var búin að víkka síðan þá. Það er merki um að hún sé enn á hreyfingu. Það er alveg eðlilegt þó það séu engir jarðskjálftar, þá er sjórinn að grafa undan,“ segir Esther. Veðurstofan hafi engar upplýsingar um hve margir fari um Krísuvíkurbjarg. Því hafi henni þótt rétt að bæta í skiltin og aðvaranir vegna sprunganna. „Þær eru nokkuð djúpar en við erum ekki að mæla þetta, það eru ekki nein mæligögn. Við tökum bara það sem hafði verið að hreyfast, hversu stórt svæði það var lauslega, en við höfum ekki verið að mæla það neitt.“ Skipulagsbreytingar standi yfir á svæðinu, meðal annars á gönguleiðum, eftir að eldgosið í Fagradal hófst í fyrra. „Það gæti hrunið þarna út í sjó og það gerði það 2020, þá hrundi stór spilda þarna niður og nokkrar. Við vorum með myndir, fyrir og eftir, þar sem sást að höfðu hrunið stór stykki. Þetta mun gerast áfram,“ segir Esther. „Í rauninni getum við ekkert sagt hvenær það er en ef það er jarðskjálftahrina í gangi, sérstaklega með stórum skjálftum, þá eru meiri líkur á því. Það er eina sem við höfum í höndunum. Ef við vitum að er jarðskjálftahrina þá gefum við út viðvörun um að það sé hætta á hruni úr sjávarhömrum.“
Jarðhræringar á Reykjanesi Bítið Hafnarfjörður Tengdar fréttir Skjálftahrina við Kleifarvatn gæti haft áhrif á vatnsstöðu Jarðskjálfti sem mældist 3,3 var undir Kleifarvatni á ellefta tímanum í morgun. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur segir þau hjá Veðurstofunni fylgjast grannt með gangi mála. 7. maí 2022 14:21 Nóttin sú rólegasta frá upphafi skjálftahrinu Verulega hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en nýliðin nótt var sú rólegasta frá upphafi skjálftahrinunnar 24. febrúar. 18. mars 2021 06:42 Brún Krýsuvíkurbjargs sprungin og varasöm eftir jarðskjálftana Stórar bergfyllur hrundu úr Krýsuvíkurbjargi og nýjar sprungur opnuðust á bjargbrúninni í stóra jarðskjálftanum í fyrradag. Þá hefur virkni aukist í Engjahver við Krýsuvík og sterka brennisteinslykt leggur frá Grænavatni. 22. október 2020 21:31 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Skjálftahrina við Kleifarvatn gæti haft áhrif á vatnsstöðu Jarðskjálfti sem mældist 3,3 var undir Kleifarvatni á ellefta tímanum í morgun. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur segir þau hjá Veðurstofunni fylgjast grannt með gangi mála. 7. maí 2022 14:21
Nóttin sú rólegasta frá upphafi skjálftahrinu Verulega hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en nýliðin nótt var sú rólegasta frá upphafi skjálftahrinunnar 24. febrúar. 18. mars 2021 06:42
Brún Krýsuvíkurbjargs sprungin og varasöm eftir jarðskjálftana Stórar bergfyllur hrundu úr Krýsuvíkurbjargi og nýjar sprungur opnuðust á bjargbrúninni í stóra jarðskjálftanum í fyrradag. Þá hefur virkni aukist í Engjahver við Krýsuvík og sterka brennisteinslykt leggur frá Grænavatni. 22. október 2020 21:31