Ekki meiri uppbygging utan höfuðborgarinnar síðan 2008 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2022 14:15 Sérstaklega mikil húsnæðisuppbygging hefur verið á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm Fleiri íbúðir hafa ekki verið í byggingu utan höfuðborgarsvæðisins síðan árið 2008. Uppbyggingin er þar af mest á Suðurlandi þar sem meira en 1.100 íbúðir eru nú í byggingu og hafa aldrei verið fleiri. Þetta kemur fram í nýrri hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Þar kemur fram að samkvæmt tölum frá Hagstofunni virðist íbúðaverð þróast með svipuðu móti á höfuðborgarsvæðinu og utan þess, íbúðaverð utan höfuðborgarsvæðisins hafi þó hækkað enn hraðar en innan þess. Mikil eftirspurn eftir húsnæði hefur verið undanfarin misseri og segir í hagsjánni að lágir vextir í kjölfar faraldursins og breyttar neysluvenjur hafi aukið þessa eftirspurn verulega, sala hafi aukist og verð hækkað. Hækkanir einskorðist ekki við höfuðborgarsvæðið heldur megi nema þær um allt land. Vísitala markaðsverðs íbúðarhúsnæðis hafi hækkað um 22 prósent í tilviki sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu og fjölbíli um 24 prósent frá því í júlí í fyrra. Tólf mánaða breyting vísitölunnar utan höfuðborgarsvæðisins hafi hins vegar verið meiri, eða um 29 prósent. Ef miðað sé við febrúar 2020, fyrir faraldurinn, sé hækkunin nokkuð svipuð eða á bilinu 45 til 47 prósent, hvort sem litið er á sérbýli eða fjölbýli, utan höfuðborgarsvæðisins eða innan þess. Vesturland, Suðurnes og Norðurland eystra á siglingu Í lok júlí hafi þá samtals 2.672 íbúðir verið í byggingu utan höfuðborgarsvæðisins. Skipting milli fjölbýlis og sérbýlis sé þá nokkuð jöfn. Það sem af er ári hafi íbúðum í byggingu fjölgað um 12 prósent en þeim hafi þá fjölgað um rúm 33 prósent milli áramóta 2020 og 2021. Á árunum 2009 til 2016 hafi hlutfallslega fáar íbúðir komið inn á markaðinn þó að margar hafi verði í byggingu. „Ferlið virðist því vera orðið skilvirkara nú en áður og er því viðbúið að talsvert komi áfram inn af nýjum íbúðum á næstu misserum, enda mikil eftirspurn eftir íbúðum,“ segir í Hagsjánni. Eins og áður segir er uppbyggingin hlutfallslega mest á Suðurlandi og samkvæmt Hagsjánni stækkaði húsnæðisstofn svæðisins um 4 prósent milli ára í fyrra, sem gera tæplega 500 nýjar íbúðir. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs hafi húsnæðisstofninn stækkað um 1,6 prósent, sem geri rúmlega 200 nýjar íbúðir. Húsnæðisstofn Suðurnesja hafi þá vaxið um 2,5 prósent frá áramótum en hann hafi vaxið um tæp 2 prósent á öllu síðasta ári, sem sé jafn mikið og á Norðurlandi eystra þar sem 260 íbúðir voru fullbúnar á síðasta ári. Á Vesturlandi og Suðurnesjum eru tæplega 500 nýjar íbúðir í byggingu, um 350 á Norðurlandi eystra og undir 100 íbúðir á Austurlandi, Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. Húsnæðismál Tengdar fréttir Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10 Segir marga svekkta sem reyna við fasteignamarkaðinn Formaður Félags fasteignasala segir marga sitja eftir með sárt ennið sem gera tilboð í fasteignir eins og staðan er á markaðnum í dag. Þrátt fyrir yfirboð nái þeir ekki að festa kaup á húsnæði, samkeppnin sé of hörð. 20. júlí 2022 14:09 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Þar kemur fram að samkvæmt tölum frá Hagstofunni virðist íbúðaverð þróast með svipuðu móti á höfuðborgarsvæðinu og utan þess, íbúðaverð utan höfuðborgarsvæðisins hafi þó hækkað enn hraðar en innan þess. Mikil eftirspurn eftir húsnæði hefur verið undanfarin misseri og segir í hagsjánni að lágir vextir í kjölfar faraldursins og breyttar neysluvenjur hafi aukið þessa eftirspurn verulega, sala hafi aukist og verð hækkað. Hækkanir einskorðist ekki við höfuðborgarsvæðið heldur megi nema þær um allt land. Vísitala markaðsverðs íbúðarhúsnæðis hafi hækkað um 22 prósent í tilviki sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu og fjölbíli um 24 prósent frá því í júlí í fyrra. Tólf mánaða breyting vísitölunnar utan höfuðborgarsvæðisins hafi hins vegar verið meiri, eða um 29 prósent. Ef miðað sé við febrúar 2020, fyrir faraldurinn, sé hækkunin nokkuð svipuð eða á bilinu 45 til 47 prósent, hvort sem litið er á sérbýli eða fjölbýli, utan höfuðborgarsvæðisins eða innan þess. Vesturland, Suðurnes og Norðurland eystra á siglingu Í lok júlí hafi þá samtals 2.672 íbúðir verið í byggingu utan höfuðborgarsvæðisins. Skipting milli fjölbýlis og sérbýlis sé þá nokkuð jöfn. Það sem af er ári hafi íbúðum í byggingu fjölgað um 12 prósent en þeim hafi þá fjölgað um rúm 33 prósent milli áramóta 2020 og 2021. Á árunum 2009 til 2016 hafi hlutfallslega fáar íbúðir komið inn á markaðinn þó að margar hafi verði í byggingu. „Ferlið virðist því vera orðið skilvirkara nú en áður og er því viðbúið að talsvert komi áfram inn af nýjum íbúðum á næstu misserum, enda mikil eftirspurn eftir íbúðum,“ segir í Hagsjánni. Eins og áður segir er uppbyggingin hlutfallslega mest á Suðurlandi og samkvæmt Hagsjánni stækkaði húsnæðisstofn svæðisins um 4 prósent milli ára í fyrra, sem gera tæplega 500 nýjar íbúðir. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs hafi húsnæðisstofninn stækkað um 1,6 prósent, sem geri rúmlega 200 nýjar íbúðir. Húsnæðisstofn Suðurnesja hafi þá vaxið um 2,5 prósent frá áramótum en hann hafi vaxið um tæp 2 prósent á öllu síðasta ári, sem sé jafn mikið og á Norðurlandi eystra þar sem 260 íbúðir voru fullbúnar á síðasta ári. Á Vesturlandi og Suðurnesjum eru tæplega 500 nýjar íbúðir í byggingu, um 350 á Norðurlandi eystra og undir 100 íbúðir á Austurlandi, Norðurlandi vestra og Vestfjörðum.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10 Segir marga svekkta sem reyna við fasteignamarkaðinn Formaður Félags fasteignasala segir marga sitja eftir með sárt ennið sem gera tilboð í fasteignir eins og staðan er á markaðnum í dag. Þrátt fyrir yfirboð nái þeir ekki að festa kaup á húsnæði, samkeppnin sé of hörð. 20. júlí 2022 14:09 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10
Segir marga svekkta sem reyna við fasteignamarkaðinn Formaður Félags fasteignasala segir marga sitja eftir með sárt ennið sem gera tilboð í fasteignir eins og staðan er á markaðnum í dag. Þrátt fyrir yfirboð nái þeir ekki að festa kaup á húsnæði, samkeppnin sé of hörð. 20. júlí 2022 14:09