Segir þolmarkadag jarðar skuggalega framarlega á árinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júlí 2022 11:45 Yfirdráttardagur jarðar er í dag. Getty Jarðarbúar eru komnir að þolmörkum á nýtingu auðlinda jarðar. Það þýðir að frá og með deginum í dag göngum við hraðar á auðlindir jarðar en þær ná að endurnýja sig. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að dagurinn sé skuggalega framarlega á almanaksárinu og ítrekar að aðgerða sé þörf. Það má segja að eftir daginn í dag taki jarðarbúar yfirdrátt á auðlindir jarðar út árið. Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun, segir að öll auðlindanotkun verði ósjálfbær eftir daginn í dag. Ég sé hér að árið 1972 þá var dagurinn í desember, svo árið 1982 var hann í nóvember og svo koll af kolli. Dagurinn hefur verið í október, september og ágúst. Dagurinn er semsagt að færast framar og framar á árinu er það ekki rétt? „Já það er skuggalega þróunin. Þessi dagur er að færast framar. Við erum að verða ósjálfbærari með hverju árinu. Í upphafi mælingar var hann í lok desember og nú er hann kominn í júli. Það sem er okkar áskorun er að færa daginn aftur og helst að hann verði ekki á dagatalinu, það er vonandi eitthvað sem við náum.“ Jóhannes segir að til þess að ná því markmiði þurfi allir að leggjast á eitt, fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar. „Auðvitað hefur ríkisstjórnin og Ísland skuldbundið sig til þess að verða sjálfbærari. Við erum með markmið um kolefnishlutleysi, við erum búin að skrifa undir parísarsamkomulagið þannig við erum með alls konar samninga til þess að reyna að ná markmiði um sjálfbærni.“ „Svo er ýmislegt sem einstaklingar geta gert. Við getum reynt að verða sjálfbærari með því að borða minna af kjöti eða keyra minna. Það er ýmislegt sem fyrirtæki geta gert. Þau geta sett sér markmið í loftslagsmálum, sjálfbærnistefnu, reynt að menga minna þannig það er margt sem hægt er að gera.“ Sagði Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson sem hvetur alla til að prófa sjálfbæran lífsstíl. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Það má segja að eftir daginn í dag taki jarðarbúar yfirdrátt á auðlindir jarðar út árið. Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun, segir að öll auðlindanotkun verði ósjálfbær eftir daginn í dag. Ég sé hér að árið 1972 þá var dagurinn í desember, svo árið 1982 var hann í nóvember og svo koll af kolli. Dagurinn hefur verið í október, september og ágúst. Dagurinn er semsagt að færast framar og framar á árinu er það ekki rétt? „Já það er skuggalega þróunin. Þessi dagur er að færast framar. Við erum að verða ósjálfbærari með hverju árinu. Í upphafi mælingar var hann í lok desember og nú er hann kominn í júli. Það sem er okkar áskorun er að færa daginn aftur og helst að hann verði ekki á dagatalinu, það er vonandi eitthvað sem við náum.“ Jóhannes segir að til þess að ná því markmiði þurfi allir að leggjast á eitt, fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar. „Auðvitað hefur ríkisstjórnin og Ísland skuldbundið sig til þess að verða sjálfbærari. Við erum með markmið um kolefnishlutleysi, við erum búin að skrifa undir parísarsamkomulagið þannig við erum með alls konar samninga til þess að reyna að ná markmiði um sjálfbærni.“ „Svo er ýmislegt sem einstaklingar geta gert. Við getum reynt að verða sjálfbærari með því að borða minna af kjöti eða keyra minna. Það er ýmislegt sem fyrirtæki geta gert. Þau geta sett sér markmið í loftslagsmálum, sjálfbærnistefnu, reynt að menga minna þannig það er margt sem hægt er að gera.“ Sagði Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson sem hvetur alla til að prófa sjálfbæran lífsstíl.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira