Vardy tapaði knattspyrnueiginkonumálinu Árni Sæberg skrifar 29. júlí 2022 11:51 Rebekah Vardy ásamt eiginmanni sínum Jamie þegar málið var tekið fyrir í maí. EPA-EFE/NEIL HALL Knattspyrnueiginkonan Rebekah Vardy tapaði meiðyrðamáli sínu á hendur knattspyrnueiginkonunni Coleen Rooney. Konurnar tvær eru hafa tekist á í þrjú ár eftir að Rooney komst að njósnum Rebekuh um einkalíf Rooneyhjónanna. Málið hefur fengið nafnið „Wagatha Christie“ í gulu pressunni í Bretlandi en það er orðaleikur með skammstöfunina WAG (wifes and girlfriends) og þekktasta glæpasagnahöfund allra tíma, Agöthu Christie. Vardy, eiginkona knattspyrnumannsins Jamie, höfðaði mál á hendur Rooney, eiginkonu knattspyrnumannsins Wayne, eftir að hún uppljóstraði um njósnir Vardy. Það gerði hún með því að spenna gildru á samfélagsmiðlinum Instagram og bíða eftir að Vardy seldi slúðurblöðum myndir sem einungis voru henni aðgengilegar. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp árið 2019, ekki síst fyrir þær sakir hvernig Rooney afhjúpaði hin meintu svik Vardy, en leikmennirnir tveir voru á sínum tíma félagar í landsliði Englands í knattspyrnu. Almenningsálitið komið í ruslflokk Vardy tapaði málinu sem áður segir en í frétt The Guardian um málið segir að hún hefði betur sleppt því að höfða það. Mannorð hennar hafi beðið hnekki í málaferlunum vegna þess að ítarlega hafi verið farið yfir sögu hennar af viðskiptum við bresku slúðurblöðin. Í vitnaleiðslum var hún ítrekað spurð út í sölu hennar á myndum af söngvaranum Peter Andre og sögum af enskum landsliðsmönnum í knattspyrnu. Þá hefur almenningur gert stólpagrín að skýringum Vardy á því hvernig mikilvæg gögn tengd málinu hurfu. Verjendur hennar héldu því fram að gögn hefðu verið geymd á farsíma sem datt í Norðursjó skömmu eftir að óskað hafði verið eftir gögnunum. Upplýsingarnar hafi átt erindi við almenning Verjendur Rooney í málinu játuðu að hún hefði engin skotheld sönnunargögn sem sönnuðu hinar meintu njósnir Vardy. Þeir báru hins vegar fyrir sig að öll gögn bentu til þess að Vardy væri sek auk þess að það upplýsingar um Vardy hafi átt erindi við almenning og því ekki meiðyrði. Verjendur Vardy sögðu fyrir dómi að ásakanir Rooney hefðu haft slæm áhrif á líf Vardy, hún hafi mátt þola útbreitt háð almennings, svívirðingar á netinu og að níðsöngvar hafi verið sungnir um eiginmann hennar þegar hann lék knattspyrnu. Samfélagsmiðlar Bretland Deilur Coleen Rooney og Rebekah Vardy Tengdar fréttir Rebekah Vardy stefnir Coleen Rooney fyrir meiðyrði Rebekah Vardy, eiginkona enska landsliðsmannsins Jamie Vardy, hefur ákveðið að stefna Coleen Rooney, eiginkonu Wayne Rooney, fyrir meiðyrði. 23. júní 2020 15:29 Eiginkona Vardy skaut á Coleen Rooney: „Þetta er…… Jamie Vardy“ Það hefur mikið gengið á hjá eiginkonum knattspyrnumannanna Jamie Vardy og Wayne Rooney undanfarnar vikur en það má með sanni segja að þær séu í stríði. 26. október 2019 08:00 Rebekah Vardy lak öllu um persónulega hagi Rooney-fjölskyldunnar í The Sun Risamál er komið upp í breskum slúðurmiðlum og var það Coleen Rooney sem opnaði á málið með færslu á Twitter. 9. október 2019 11:30 Eiginkona Jamie Vardy óttaðist um líf sitt Laugardagskvöldið var ekki gott kvöld fyrir Vardy-hjónin. Jamie Vardy fékk ekki að spila eina einustu mínútu í fyrsta leik enska landsliðinu á móti Rússum og Rebekah, eiginkona hans, endaði í skelfilegum aðstæðum þegar hún var í hópi fjölda enska stuðningsmanna á leið á leikinn. 13. júní 2016 17:15 Lögreglan komin í mál Vardy vegna ógeðfelldra ummæla um eins árs gamla dóttur hans Vardy segir ummælin „sláandi og ógeðfelld.“ 4. apríl 2016 13:00 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Málið hefur fengið nafnið „Wagatha Christie“ í gulu pressunni í Bretlandi en það er orðaleikur með skammstöfunina WAG (wifes and girlfriends) og þekktasta glæpasagnahöfund allra tíma, Agöthu Christie. Vardy, eiginkona knattspyrnumannsins Jamie, höfðaði mál á hendur Rooney, eiginkonu knattspyrnumannsins Wayne, eftir að hún uppljóstraði um njósnir Vardy. Það gerði hún með því að spenna gildru á samfélagsmiðlinum Instagram og bíða eftir að Vardy seldi slúðurblöðum myndir sem einungis voru henni aðgengilegar. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp árið 2019, ekki síst fyrir þær sakir hvernig Rooney afhjúpaði hin meintu svik Vardy, en leikmennirnir tveir voru á sínum tíma félagar í landsliði Englands í knattspyrnu. Almenningsálitið komið í ruslflokk Vardy tapaði málinu sem áður segir en í frétt The Guardian um málið segir að hún hefði betur sleppt því að höfða það. Mannorð hennar hafi beðið hnekki í málaferlunum vegna þess að ítarlega hafi verið farið yfir sögu hennar af viðskiptum við bresku slúðurblöðin. Í vitnaleiðslum var hún ítrekað spurð út í sölu hennar á myndum af söngvaranum Peter Andre og sögum af enskum landsliðsmönnum í knattspyrnu. Þá hefur almenningur gert stólpagrín að skýringum Vardy á því hvernig mikilvæg gögn tengd málinu hurfu. Verjendur hennar héldu því fram að gögn hefðu verið geymd á farsíma sem datt í Norðursjó skömmu eftir að óskað hafði verið eftir gögnunum. Upplýsingarnar hafi átt erindi við almenning Verjendur Rooney í málinu játuðu að hún hefði engin skotheld sönnunargögn sem sönnuðu hinar meintu njósnir Vardy. Þeir báru hins vegar fyrir sig að öll gögn bentu til þess að Vardy væri sek auk þess að það upplýsingar um Vardy hafi átt erindi við almenning og því ekki meiðyrði. Verjendur Vardy sögðu fyrir dómi að ásakanir Rooney hefðu haft slæm áhrif á líf Vardy, hún hafi mátt þola útbreitt háð almennings, svívirðingar á netinu og að níðsöngvar hafi verið sungnir um eiginmann hennar þegar hann lék knattspyrnu.
Samfélagsmiðlar Bretland Deilur Coleen Rooney og Rebekah Vardy Tengdar fréttir Rebekah Vardy stefnir Coleen Rooney fyrir meiðyrði Rebekah Vardy, eiginkona enska landsliðsmannsins Jamie Vardy, hefur ákveðið að stefna Coleen Rooney, eiginkonu Wayne Rooney, fyrir meiðyrði. 23. júní 2020 15:29 Eiginkona Vardy skaut á Coleen Rooney: „Þetta er…… Jamie Vardy“ Það hefur mikið gengið á hjá eiginkonum knattspyrnumannanna Jamie Vardy og Wayne Rooney undanfarnar vikur en það má með sanni segja að þær séu í stríði. 26. október 2019 08:00 Rebekah Vardy lak öllu um persónulega hagi Rooney-fjölskyldunnar í The Sun Risamál er komið upp í breskum slúðurmiðlum og var það Coleen Rooney sem opnaði á málið með færslu á Twitter. 9. október 2019 11:30 Eiginkona Jamie Vardy óttaðist um líf sitt Laugardagskvöldið var ekki gott kvöld fyrir Vardy-hjónin. Jamie Vardy fékk ekki að spila eina einustu mínútu í fyrsta leik enska landsliðinu á móti Rússum og Rebekah, eiginkona hans, endaði í skelfilegum aðstæðum þegar hún var í hópi fjölda enska stuðningsmanna á leið á leikinn. 13. júní 2016 17:15 Lögreglan komin í mál Vardy vegna ógeðfelldra ummæla um eins árs gamla dóttur hans Vardy segir ummælin „sláandi og ógeðfelld.“ 4. apríl 2016 13:00 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Rebekah Vardy stefnir Coleen Rooney fyrir meiðyrði Rebekah Vardy, eiginkona enska landsliðsmannsins Jamie Vardy, hefur ákveðið að stefna Coleen Rooney, eiginkonu Wayne Rooney, fyrir meiðyrði. 23. júní 2020 15:29
Eiginkona Vardy skaut á Coleen Rooney: „Þetta er…… Jamie Vardy“ Það hefur mikið gengið á hjá eiginkonum knattspyrnumannanna Jamie Vardy og Wayne Rooney undanfarnar vikur en það má með sanni segja að þær séu í stríði. 26. október 2019 08:00
Rebekah Vardy lak öllu um persónulega hagi Rooney-fjölskyldunnar í The Sun Risamál er komið upp í breskum slúðurmiðlum og var það Coleen Rooney sem opnaði á málið með færslu á Twitter. 9. október 2019 11:30
Eiginkona Jamie Vardy óttaðist um líf sitt Laugardagskvöldið var ekki gott kvöld fyrir Vardy-hjónin. Jamie Vardy fékk ekki að spila eina einustu mínútu í fyrsta leik enska landsliðinu á móti Rússum og Rebekah, eiginkona hans, endaði í skelfilegum aðstæðum þegar hún var í hópi fjölda enska stuðningsmanna á leið á leikinn. 13. júní 2016 17:15
Lögreglan komin í mál Vardy vegna ógeðfelldra ummæla um eins árs gamla dóttur hans Vardy segir ummælin „sláandi og ógeðfelld.“ 4. apríl 2016 13:00