Verbúðin lifandi á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum Elísabet Hanna og Magnús Jochum Pálsson skrifa 31. júlí 2022 20:36 Þorsteinn Þór Traustason hefur endurvakið tíma verbúðarinnar í hvíta tjaldi sínu á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Skjáskot Þorsteinn Þór Traustason ákvað að endurverkja Verbúðina í hvíta tjaldi sínu á þjóðhátíð í ár. Það má líkja því við að stíga inn í tímavél að heimsækja skrautlegt tjaldið. Þorsteinn segir markmiðið að láta fólki sem heimsæki tjaldið líða eins og það sé komið heim til ömmu sinnar í kleinur. Þorsteinn Þór Traustason sem er að eigin sögn „borinn og barnfæddur Eyjamaður“ er á sinni 35. þjóðhátíð. Hann var í „fótabaði“ í skrautlegu tjaldi sínu við Sjómannasund í Vestmannaeyjum þegar fréttamaður náði af honum tali til að forvitnast út í hvíta tjaldið hans. Hugmyndina kviknaði við áhorf á Verbúðinni Aðspurður hvaðan Þorsteinn Þór Traustason fékk innblásturinn að tjaldinu sínu sagði hann hugmyndina að tjaldinu hafa kviknað við áhorf á Verbúðinni. Þorsteinn sagðist hafa átt góðar minningar frá þessum tíma og því hafi Verbúðin kveikt í honum. Hann ákvað því að hafa Verbúðarþema í hvíta tjaldinu sínu á þjóðhátíð. Í vetur hafi hann því sankað að sér hlutum sem samræmdust tíðarandanum, komið heim með nýja hluti fyrir tjaldið í hverri viku, konu sinni „til mikillar gleði, eða þannig.“ Aðspurður hvernig hann sankaði að sér hlutunum í tjaldinu sagðist Þorsteinn hafa farið reglulega í Nytjamarkaðinn í Kópavogi til að ná sér í hluti. Svo reglulega að starfsmenn Nytjamarkaðarins væru nánast orðnir vinir hans. Fólk sem kíkir í tjaldið getur gluggað í gömul tölublöð af Æskunni og Húsfreyjunni.Sjáskot Fólk eigi að líða eins og það sé í heimsókn hjá ömmu Þorsteinn segist hafa verið með ákveðna mynd af tjaldinu í huganum í upphafi og söfnunin mótast af því. Lokamynd tjaldsins hafi hins vegar ekki komið fyrr en tjaldið fór upp. Í tjaldinu má sjá ýmiss konar gömul húsgögn sem flytja mann aftur til fortíðar.Skjáskot „Guðbjörg, konan mín, var alltaf að gera grín að mér. Hvort ég ætlaði að vera með þriggja hæða tjald og hvernig ég ætlaði að koma öllu fyrir, með nýja og nýja hluti á hverjum degi.“ Þorsteinn segir að markmiðið með tjaldinu hafi verið að láta fólki líða eins og það væri komið heim til ömmu sinnar í kleinur og segir að fólk hafi akkúrat brugðist þannig við. Þá segir hann að það sé búið að vera troðið í tjaldinu alla hátíðina og fólk í geggjuðum gír. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Þorsteinn Þór Traustason sem er að eigin sögn „borinn og barnfæddur Eyjamaður“ er á sinni 35. þjóðhátíð. Hann var í „fótabaði“ í skrautlegu tjaldi sínu við Sjómannasund í Vestmannaeyjum þegar fréttamaður náði af honum tali til að forvitnast út í hvíta tjaldið hans. Hugmyndina kviknaði við áhorf á Verbúðinni Aðspurður hvaðan Þorsteinn Þór Traustason fékk innblásturinn að tjaldinu sínu sagði hann hugmyndina að tjaldinu hafa kviknað við áhorf á Verbúðinni. Þorsteinn sagðist hafa átt góðar minningar frá þessum tíma og því hafi Verbúðin kveikt í honum. Hann ákvað því að hafa Verbúðarþema í hvíta tjaldinu sínu á þjóðhátíð. Í vetur hafi hann því sankað að sér hlutum sem samræmdust tíðarandanum, komið heim með nýja hluti fyrir tjaldið í hverri viku, konu sinni „til mikillar gleði, eða þannig.“ Aðspurður hvernig hann sankaði að sér hlutunum í tjaldinu sagðist Þorsteinn hafa farið reglulega í Nytjamarkaðinn í Kópavogi til að ná sér í hluti. Svo reglulega að starfsmenn Nytjamarkaðarins væru nánast orðnir vinir hans. Fólk sem kíkir í tjaldið getur gluggað í gömul tölublöð af Æskunni og Húsfreyjunni.Sjáskot Fólk eigi að líða eins og það sé í heimsókn hjá ömmu Þorsteinn segist hafa verið með ákveðna mynd af tjaldinu í huganum í upphafi og söfnunin mótast af því. Lokamynd tjaldsins hafi hins vegar ekki komið fyrr en tjaldið fór upp. Í tjaldinu má sjá ýmiss konar gömul húsgögn sem flytja mann aftur til fortíðar.Skjáskot „Guðbjörg, konan mín, var alltaf að gera grín að mér. Hvort ég ætlaði að vera með þriggja hæða tjald og hvernig ég ætlaði að koma öllu fyrir, með nýja og nýja hluti á hverjum degi.“ Þorsteinn segir að markmiðið með tjaldinu hafi verið að láta fólki líða eins og það væri komið heim til ömmu sinnar í kleinur og segir að fólk hafi akkúrat brugðist þannig við. Þá segir hann að það sé búið að vera troðið í tjaldinu alla hátíðina og fólk í geggjuðum gír.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira