Stórt bjarg hrunið úr Gálgaklettum norður af Grindavík Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. ágúst 2022 22:54 Til vinstri má sjá bjargið sem hrundi úr Gálgaklettum og hægra megin má sjá hvar Gálgaklettar eru staðsettir á korti, merktir með bláu. Skjáskot/Samsett Stórt bjarg hefur hrunið úr Gálgaklettum í Sundhnúk, norðan við Grindavík og skammt austan við fjallið Þorbjörn. Bjargið hefur mögulega hrunið vegna stóra skjálftans sem reið yfir í gærkvöldi og Grindvíkingar segja að sé sá stærsti á undanförnum árum. Gunnlaugur Viðar Viðarsson vekur athygli á grjóthruninu í færslu á Facebook-hópnum Jarðsöguvinir þar sem hann birtir myndir frá Gálgaklettum frá því í dag. Bjargið sem hrundi úr Gálgaklettum stendur upp úr miðri moldarskriðunni í brekkunni við klettana.Skjáskot/Facebook Í færslunni segist Gunnlaugur hafa hjólað upp að Gálgaklettum sem séu í Sundhnúk, rétt norðan við Grindavík og að þar hafi „stórt og mikið bjarg“ hrunið úr klettunum og lægi það „í miðri brekkunni.“ Grjóthnullungur hefur oltið niður fjallshlíðina við Þorbjörn.Facebook Þá segist Gunnlaugur í færslunni hafa gætt þess sérstaklega að vera langt frá klettunum ef eitthvað meira skyldi hrynja. Neðar í þræðinum birtir hann svo mynd af grjóthnullungi sem hefur oltið niður fjallshlíð vestan við Þorbjörn. Veðurstofa Íslands hefur einmitt varað fólk við því að fara of nálægt fjöllum og fjallshlíðum vegna hættu á grjóthruni og skriðum. Stærsti skjálftinn á undanförnum árum Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga frá því um hádegisbilið á laugardag og í gærkvöldi átti sér stað stór skjálfti að stærð 5,5 sem olli miklu tjóni í Grindavík. Þar hrundu matvörur úr hillum verslana, myndir og speglar af veggjum á heimilum fólks og leirtau brotnaði um alla Grindavík. Auk þess rofnaði kaldavatnslögn inn í bæinn. Þá funduðu bæjaryfirvöld Grindavíkur með lögreglunni á Suðurnesjum og Almannavörnum til að fara yfir stöðu mála og taka ákvarðanir um viðbúnað og viðbrögð en talið er að ný innskotavirkni sé hafin við ganginn sem myndaðist við eldgosið í Geldingadölum. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Íbúar Grindavíkur undirbúnir fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra Almannavarnir funduðu í hádeginu vegna jarðskjálftahrinu sem hófst á Reykjanesi um helgina. Skjálftahrinan hefur valdið nokkru tjóni á munum í Grindavík og segir íbúi að fólk sé undirbúið fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra. 1. ágúst 2022 21:04 Upplifun íbúa að skjálftinn í gær hafi verið sá kröftugasti á síðustu árum Skjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var einn sá kröftugasti á þeim rúmum tveimur árum sem skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á Reykjanesi, að mati margra Grindvíkinga. Innanstokksmunir féllu úr hillum og eitthvað var um smávægilegar skemmdir. Almannavarnanefnd fundar í hádeginu um skjálftana og bæjarstjóri segir vel fylgst með stöðunni. 1. ágúst 2022 14:01 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Gunnlaugur Viðar Viðarsson vekur athygli á grjóthruninu í færslu á Facebook-hópnum Jarðsöguvinir þar sem hann birtir myndir frá Gálgaklettum frá því í dag. Bjargið sem hrundi úr Gálgaklettum stendur upp úr miðri moldarskriðunni í brekkunni við klettana.Skjáskot/Facebook Í færslunni segist Gunnlaugur hafa hjólað upp að Gálgaklettum sem séu í Sundhnúk, rétt norðan við Grindavík og að þar hafi „stórt og mikið bjarg“ hrunið úr klettunum og lægi það „í miðri brekkunni.“ Grjóthnullungur hefur oltið niður fjallshlíðina við Þorbjörn.Facebook Þá segist Gunnlaugur í færslunni hafa gætt þess sérstaklega að vera langt frá klettunum ef eitthvað meira skyldi hrynja. Neðar í þræðinum birtir hann svo mynd af grjóthnullungi sem hefur oltið niður fjallshlíð vestan við Þorbjörn. Veðurstofa Íslands hefur einmitt varað fólk við því að fara of nálægt fjöllum og fjallshlíðum vegna hættu á grjóthruni og skriðum. Stærsti skjálftinn á undanförnum árum Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga frá því um hádegisbilið á laugardag og í gærkvöldi átti sér stað stór skjálfti að stærð 5,5 sem olli miklu tjóni í Grindavík. Þar hrundu matvörur úr hillum verslana, myndir og speglar af veggjum á heimilum fólks og leirtau brotnaði um alla Grindavík. Auk þess rofnaði kaldavatnslögn inn í bæinn. Þá funduðu bæjaryfirvöld Grindavíkur með lögreglunni á Suðurnesjum og Almannavörnum til að fara yfir stöðu mála og taka ákvarðanir um viðbúnað og viðbrögð en talið er að ný innskotavirkni sé hafin við ganginn sem myndaðist við eldgosið í Geldingadölum.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Íbúar Grindavíkur undirbúnir fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra Almannavarnir funduðu í hádeginu vegna jarðskjálftahrinu sem hófst á Reykjanesi um helgina. Skjálftahrinan hefur valdið nokkru tjóni á munum í Grindavík og segir íbúi að fólk sé undirbúið fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra. 1. ágúst 2022 21:04 Upplifun íbúa að skjálftinn í gær hafi verið sá kröftugasti á síðustu árum Skjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var einn sá kröftugasti á þeim rúmum tveimur árum sem skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á Reykjanesi, að mati margra Grindvíkinga. Innanstokksmunir féllu úr hillum og eitthvað var um smávægilegar skemmdir. Almannavarnanefnd fundar í hádeginu um skjálftana og bæjarstjóri segir vel fylgst með stöðunni. 1. ágúst 2022 14:01 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Íbúar Grindavíkur undirbúnir fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra Almannavarnir funduðu í hádeginu vegna jarðskjálftahrinu sem hófst á Reykjanesi um helgina. Skjálftahrinan hefur valdið nokkru tjóni á munum í Grindavík og segir íbúi að fólk sé undirbúið fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra. 1. ágúst 2022 21:04
Upplifun íbúa að skjálftinn í gær hafi verið sá kröftugasti á síðustu árum Skjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var einn sá kröftugasti á þeim rúmum tveimur árum sem skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á Reykjanesi, að mati margra Grindvíkinga. Innanstokksmunir féllu úr hillum og eitthvað var um smávægilegar skemmdir. Almannavarnanefnd fundar í hádeginu um skjálftana og bæjarstjóri segir vel fylgst með stöðunni. 1. ágúst 2022 14:01