Umfjöllun og viðtöl: Fram-Stjarnan | Annað fjögurra marka jafntefli Stjörnunnar í röð Andri Már Eggertsson skrifar 3. ágúst 2022 21:53 Fram rúllaði yfir ÍA í síðasta leik. Vísir/Diego Fram og Stjarnan skildu jöfn í hörkuleik. Leikurinn byrjaði með látum og eftir fimmtán mínútur var staðan 2-1 fyrir heimamönnum. Allt stemmdi í Fram sigur en á 83. mínútu jafnaði Guðmundur Baldvin Nökkvason með skalla eftir hornspyrnu og annað 2-2 jafntefli Stjörnunnar í röð niðurstaðan. Leikurinn byrjaði með látum. Á fyrstu fimmtán mínútunum komu þrjú mörk í leikinn. Fyrstur á stokk var Emil Atlason sem stangaði fyrirgjöf Ísaks Andra Sigurgeirssonar í netið af stuttu færi. Þetta var tíunda mark Emils í fimmtán leikjum í deildinni. Tiago Fernandes náði síðan í rafmagnsgítarinn og gerði næstu tvö mörk heimamanna. Tiago jafnaði leikinn tæplega tveimur mínútum eftir mark Emils. Tiago og Indriði Áki Þorláksson fóru illa með varnarmenn Stjörnunnar í einnar snertinga fótbolta. Tiago þrumaði síðan boltanum í nærhornið. Þórarinn Ingi Valdimarsson tapaði boltanum á afar óheppilegum stað þar sem Tiago pressaði hann og lét síðan vaða á vítateigslínunni og átti Haraldur Björnsson ekki möguleika á að verja þennan þrumufleyg. Eðli málsins samkvæmt datt leikurinn niður miðað við hvernig hann byrjaði. Bæði lið fengu færi til að bæta við marki en nýttu þau ekki og var Fram yfir í hálfleik 2-1. Á fyrstu tuttugu mínútum síðari hálfleiks var Jesus Natividad Yendis Gomez hættulegasti maður vallarins. Jesus fékk gott færi þar sem hann fór illa með varnarmenn Stjörnunnar og kom sér í góða stöðu vinstra megin í teignum en Haraldur Björnsson gerði vel í að verja frá honum. Jesus var nálægt því að leggja upp mark skömmu síðar eftir laglegan einleik en Stjarnan bjargaði á ögurstundu. Guðmundur Baldvin Nökkvason jafnaði metin á 83. mínútu með laglegum skalla. Óskar Örn Hauksson kom inn á sem varamaður og tók hornspyrnu sem Guðmundur skallaði í netið. Eftir að Stjarnan jafnaði reyndu gestirnir hvað þeir gátu að koma inn sigurmarki en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan 2-2 jafntefli. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Jón Sveinsson hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði í viðtali eftir leikinn að mæta Stjörnunni væri eins og að mæta sjálfum sér þar sem bæði lið vilja sækja og skora mörk. Framarar geta verið töluvert svekktari með að hafa ekki unnið leikinn þar sem þeir voru með yfirhöndina lengst af en sofnuðu á verðinum undir lok leiks og fengu á sig mark upp úr hornspyrnu. Hverjir stóðu upp úr? Tiago Fernandes mætti tilbúinn til leiks og skoraði tvö afar hugguleg mörk á tæplega tíu mínútna kafla. Ólafur Íshólm, markmaður Fram, var einnig afar öflugur milli stanganna og varði oft á tíðum afar vel þegar boltinn kom á markið. Ísak Andri Sigurgeirsson var afar sprækur á vinstri kantinum og lét mikið til sín taka. Ísak lagði upp fyrsta mark Stjörnunnar þar sem hann kom með hnitmiðaðan bolta fyrir markið sem Emil Atlason skallaði í markið. Hvað gekk illa? Þórarinn Ingi Valdimarsson gerði sig sekan um afar klaufaleg mistök þar sem hann missti boltann á slæmum stað eftir pressu frá Tiago Fernandes sem refsaði með marki. Það hefði verið auðvelt að koma í veg fyrir jöfnunarmark Stjörnunnar ef Framarar hefðu verið á tánum en leikurinn var að líða undir lok og þreytan farinn að segja til sín. Hvað gerist næst? Á sunnudaginn mætast Stjarnan og Breiðablik klukkan 19:15 á Samsung-vellinum. Á sama tíma eigast við Fram og Víkingur Reykjavík í Úlfarsárdal. Ágúst: Verðum að fara snúa jafntefli yfir í sigur Jökull Elísabetarson og Ágúst Gylfason, þjálfarateymi Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét Stjarnan gerði sitt sjöunda jafntefli á tímabilinu gegn Fram í kvöld og viðurkenndi Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, að hann væri orðinn hundleiður á jafnteflum. „Verður maður ekki að virða stigið en við verðum að fara snúa þessu þar sem við höfum gert sjö jafntefli í deildinni. Við fengum góða byrjun með laglegu marki en Framarar komu sterkir til baka sem setti okkur í vandræði í rúmlega klukkutíma en á síðustu fimmtán mínútunum náðum við að spila vel og jöfnuðum leikinn,“ sagði Ágúst Gylfason eftir leik. Þórarinn Ingi gerði sig sekan um klaufaleg mistök í öðru marki Fram og taldi Ágúst leikstíl Stjörnunnar spila þar inn í. „Við viljum spila boltanum út frá marki og það er stutt í markið okkar þegar það kemur ein léleg sending getur það endað með marki sem gerðist í dag því miður. Framarar voru góðir í kvöld, þeir héldu boltanum vel en Fram gaf eftir undir lokin og við gengum á lagið,“ sagði Ágúst Gylfason að lokum. Besta deild karla Fram Stjarnan
Fram og Stjarnan skildu jöfn í hörkuleik. Leikurinn byrjaði með látum og eftir fimmtán mínútur var staðan 2-1 fyrir heimamönnum. Allt stemmdi í Fram sigur en á 83. mínútu jafnaði Guðmundur Baldvin Nökkvason með skalla eftir hornspyrnu og annað 2-2 jafntefli Stjörnunnar í röð niðurstaðan. Leikurinn byrjaði með látum. Á fyrstu fimmtán mínútunum komu þrjú mörk í leikinn. Fyrstur á stokk var Emil Atlason sem stangaði fyrirgjöf Ísaks Andra Sigurgeirssonar í netið af stuttu færi. Þetta var tíunda mark Emils í fimmtán leikjum í deildinni. Tiago Fernandes náði síðan í rafmagnsgítarinn og gerði næstu tvö mörk heimamanna. Tiago jafnaði leikinn tæplega tveimur mínútum eftir mark Emils. Tiago og Indriði Áki Þorláksson fóru illa með varnarmenn Stjörnunnar í einnar snertinga fótbolta. Tiago þrumaði síðan boltanum í nærhornið. Þórarinn Ingi Valdimarsson tapaði boltanum á afar óheppilegum stað þar sem Tiago pressaði hann og lét síðan vaða á vítateigslínunni og átti Haraldur Björnsson ekki möguleika á að verja þennan þrumufleyg. Eðli málsins samkvæmt datt leikurinn niður miðað við hvernig hann byrjaði. Bæði lið fengu færi til að bæta við marki en nýttu þau ekki og var Fram yfir í hálfleik 2-1. Á fyrstu tuttugu mínútum síðari hálfleiks var Jesus Natividad Yendis Gomez hættulegasti maður vallarins. Jesus fékk gott færi þar sem hann fór illa með varnarmenn Stjörnunnar og kom sér í góða stöðu vinstra megin í teignum en Haraldur Björnsson gerði vel í að verja frá honum. Jesus var nálægt því að leggja upp mark skömmu síðar eftir laglegan einleik en Stjarnan bjargaði á ögurstundu. Guðmundur Baldvin Nökkvason jafnaði metin á 83. mínútu með laglegum skalla. Óskar Örn Hauksson kom inn á sem varamaður og tók hornspyrnu sem Guðmundur skallaði í netið. Eftir að Stjarnan jafnaði reyndu gestirnir hvað þeir gátu að koma inn sigurmarki en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan 2-2 jafntefli. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Jón Sveinsson hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði í viðtali eftir leikinn að mæta Stjörnunni væri eins og að mæta sjálfum sér þar sem bæði lið vilja sækja og skora mörk. Framarar geta verið töluvert svekktari með að hafa ekki unnið leikinn þar sem þeir voru með yfirhöndina lengst af en sofnuðu á verðinum undir lok leiks og fengu á sig mark upp úr hornspyrnu. Hverjir stóðu upp úr? Tiago Fernandes mætti tilbúinn til leiks og skoraði tvö afar hugguleg mörk á tæplega tíu mínútna kafla. Ólafur Íshólm, markmaður Fram, var einnig afar öflugur milli stanganna og varði oft á tíðum afar vel þegar boltinn kom á markið. Ísak Andri Sigurgeirsson var afar sprækur á vinstri kantinum og lét mikið til sín taka. Ísak lagði upp fyrsta mark Stjörnunnar þar sem hann kom með hnitmiðaðan bolta fyrir markið sem Emil Atlason skallaði í markið. Hvað gekk illa? Þórarinn Ingi Valdimarsson gerði sig sekan um afar klaufaleg mistök þar sem hann missti boltann á slæmum stað eftir pressu frá Tiago Fernandes sem refsaði með marki. Það hefði verið auðvelt að koma í veg fyrir jöfnunarmark Stjörnunnar ef Framarar hefðu verið á tánum en leikurinn var að líða undir lok og þreytan farinn að segja til sín. Hvað gerist næst? Á sunnudaginn mætast Stjarnan og Breiðablik klukkan 19:15 á Samsung-vellinum. Á sama tíma eigast við Fram og Víkingur Reykjavík í Úlfarsárdal. Ágúst: Verðum að fara snúa jafntefli yfir í sigur Jökull Elísabetarson og Ágúst Gylfason, þjálfarateymi Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét Stjarnan gerði sitt sjöunda jafntefli á tímabilinu gegn Fram í kvöld og viðurkenndi Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, að hann væri orðinn hundleiður á jafnteflum. „Verður maður ekki að virða stigið en við verðum að fara snúa þessu þar sem við höfum gert sjö jafntefli í deildinni. Við fengum góða byrjun með laglegu marki en Framarar komu sterkir til baka sem setti okkur í vandræði í rúmlega klukkutíma en á síðustu fimmtán mínútunum náðum við að spila vel og jöfnuðum leikinn,“ sagði Ágúst Gylfason eftir leik. Þórarinn Ingi gerði sig sekan um klaufaleg mistök í öðru marki Fram og taldi Ágúst leikstíl Stjörnunnar spila þar inn í. „Við viljum spila boltanum út frá marki og það er stutt í markið okkar þegar það kemur ein léleg sending getur það endað með marki sem gerðist í dag því miður. Framarar voru góðir í kvöld, þeir héldu boltanum vel en Fram gaf eftir undir lokin og við gengum á lagið,“ sagði Ágúst Gylfason að lokum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti