Náttúruvársérfræðingar kanna nú hvort ný sprunga hafi myndast við Fagradalsfjall. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni virðist vefmyndavél mbl.is nema hita frá svæðinu fremur en gasuppstreymi. Mælitæki sýni ekki að kvika nálgist yfirborðið.
Veðurstofan gaf út fyrr í dag að verulegar líkur væru taldar á því að gos gæti hafist á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum og vikum. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýrra aflögunarlíkana en líkt og staðan er núna virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni við Fagradalsfjall. Á seinasta ári var það einn af forboðunum fyrir eldgosið.
Fréttin hefur verið uppfærð.