Enn engin merki um gosóróa á Reykjanesi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. ágúst 2022 12:46 Enn eru engin merki um gosóróa á Reykjanesi þó jarðskjálftar séu stöðugir. Vísir/RAX Mikil skjálftavirkni er enn á Reykjanesskaga en engin merki um gosóróa. Búast má við að skjálftavirkni komi í hviðum næstu daga og vikur. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi síðustu daga og var óvissustigi almannavarna lýst yfir á laugardag vegna þess. Þá eru verulegar líkur taldar á eldgosi á svæðinu á næstu dögum eða vikum. „Það er áframhaldandi skjálftavirkni og það eru rúmlega þúsund skjálftar komnir inn síðan á miðnætti. Stærsti skjálftinn kom núna í morgun, 4,6 að stærð, Það er bara áframhaldandi hristingur þarna,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Engin merki séu um gosóróa en samkvæmt niðurstöðum aflögunarlíkana sem gerð voru í gær bendir allt til að kvikugangurinnn undir Fagradalsfjalli liggi mjög grunnt, eða í kring um einn kílómetra undir yfirborðinu. Örlítið færri skjálftar hafi mælst, og fundist, undanfarinn sólarhring en dagana á undan. „Það er örlítið búið að hægja en þetta kemur í svona hviðum: Það koma margir skjálftar og svo hægist aðeins á því og svo eykst það aftur. Þannig að þetta er svona hviðukennt,“ segir Lovísa. Reykur sást rjúka upp við Fagradalsfjall í gærkvöldi, sem vakti upp áhyggjur að gos væri hafið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna þessa en reykurinn reyndist vera vegna elds í mosa. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum er ekki ljóst hvað olli eldinum en að hann hafi verið lítill og slokknað fljótlega. Engir fleiri skjálftar í Grímsvötnum Auk óróans á Reykjanesi hefur aukin skjálftavirkni mælst við Grímsvötn og breytti Veðurstofan litakóða fyrir Grímsvötn í gult í gær. „Það hafa engir skjálftar komið síðan það kom þarna um daginn þannig að virknin virðist vera að fara niður en við höldum áfram að fylgjast með,“ segir Lovísa. Grímsvötn hafa ekki gosið síðan 2011 og segir Lovísa því tímabært að þau gjósi, þó náttúran fylgi ekki reglum mannanna. Eldgos í Grímsvötnum yrði þá talsvert meiri hasar en eldgos á borð við það sem var í Fagradalsfjalli. „Í Grímsvötnum þá er kvikan að fara í gegn um jökulinn og þá verður sprengigos, þannig að það verður mjög mikið öskugos. Þau eru yfirleitt styttri, taka kannski tíu daga eða tvær vikur og er mjög öflugt og svo klárast það. Þannig það er töluvert ólíkt því sem er á Reykjanesi, þar sem er stöðugt hraunflæði, en þarna eru sprengingar og mikil aska,“ segir Lovísa. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Næstu kynslóðir þurfi að búa sig undir tíð eldgos Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að næstu kynslóðir landsmanna þurfi að búa sig undir tíð eldgos á Reykjanesskaganum. 3. ágúst 2022 10:56 „Ég var dálítið stressaður og var farinn að leita að dyrunum“ Þó Íslendingar séu margir orðnir vanir jarðskjálftum, líkt og þeim sem riðið hafa yfir á Reykjanesskaga og víðar að undanförnu, þá eru það ekki allir. Nokkrir erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti höfðu aldrei upplifað jarðskjálfta fyrr en á mánudagskvöld. 3. ágúst 2022 07:00 Óútskýrður eldur í mosa en engin kvika sjáanleg Ljósblossar í Fagradalsfjalli sem Landhelgisgæslan var send að kanna nú eftir miðnætti reyndust vera vegna elds í mosa. Engin merki eru um kviku á svæðinu. 3. ágúst 2022 01:26 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi síðustu daga og var óvissustigi almannavarna lýst yfir á laugardag vegna þess. Þá eru verulegar líkur taldar á eldgosi á svæðinu á næstu dögum eða vikum. „Það er áframhaldandi skjálftavirkni og það eru rúmlega þúsund skjálftar komnir inn síðan á miðnætti. Stærsti skjálftinn kom núna í morgun, 4,6 að stærð, Það er bara áframhaldandi hristingur þarna,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Engin merki séu um gosóróa en samkvæmt niðurstöðum aflögunarlíkana sem gerð voru í gær bendir allt til að kvikugangurinnn undir Fagradalsfjalli liggi mjög grunnt, eða í kring um einn kílómetra undir yfirborðinu. Örlítið færri skjálftar hafi mælst, og fundist, undanfarinn sólarhring en dagana á undan. „Það er örlítið búið að hægja en þetta kemur í svona hviðum: Það koma margir skjálftar og svo hægist aðeins á því og svo eykst það aftur. Þannig að þetta er svona hviðukennt,“ segir Lovísa. Reykur sást rjúka upp við Fagradalsfjall í gærkvöldi, sem vakti upp áhyggjur að gos væri hafið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna þessa en reykurinn reyndist vera vegna elds í mosa. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum er ekki ljóst hvað olli eldinum en að hann hafi verið lítill og slokknað fljótlega. Engir fleiri skjálftar í Grímsvötnum Auk óróans á Reykjanesi hefur aukin skjálftavirkni mælst við Grímsvötn og breytti Veðurstofan litakóða fyrir Grímsvötn í gult í gær. „Það hafa engir skjálftar komið síðan það kom þarna um daginn þannig að virknin virðist vera að fara niður en við höldum áfram að fylgjast með,“ segir Lovísa. Grímsvötn hafa ekki gosið síðan 2011 og segir Lovísa því tímabært að þau gjósi, þó náttúran fylgi ekki reglum mannanna. Eldgos í Grímsvötnum yrði þá talsvert meiri hasar en eldgos á borð við það sem var í Fagradalsfjalli. „Í Grímsvötnum þá er kvikan að fara í gegn um jökulinn og þá verður sprengigos, þannig að það verður mjög mikið öskugos. Þau eru yfirleitt styttri, taka kannski tíu daga eða tvær vikur og er mjög öflugt og svo klárast það. Þannig það er töluvert ólíkt því sem er á Reykjanesi, þar sem er stöðugt hraunflæði, en þarna eru sprengingar og mikil aska,“ segir Lovísa.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Næstu kynslóðir þurfi að búa sig undir tíð eldgos Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að næstu kynslóðir landsmanna þurfi að búa sig undir tíð eldgos á Reykjanesskaganum. 3. ágúst 2022 10:56 „Ég var dálítið stressaður og var farinn að leita að dyrunum“ Þó Íslendingar séu margir orðnir vanir jarðskjálftum, líkt og þeim sem riðið hafa yfir á Reykjanesskaga og víðar að undanförnu, þá eru það ekki allir. Nokkrir erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti höfðu aldrei upplifað jarðskjálfta fyrr en á mánudagskvöld. 3. ágúst 2022 07:00 Óútskýrður eldur í mosa en engin kvika sjáanleg Ljósblossar í Fagradalsfjalli sem Landhelgisgæslan var send að kanna nú eftir miðnætti reyndust vera vegna elds í mosa. Engin merki eru um kviku á svæðinu. 3. ágúst 2022 01:26 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Næstu kynslóðir þurfi að búa sig undir tíð eldgos Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að næstu kynslóðir landsmanna þurfi að búa sig undir tíð eldgos á Reykjanesskaganum. 3. ágúst 2022 10:56
„Ég var dálítið stressaður og var farinn að leita að dyrunum“ Þó Íslendingar séu margir orðnir vanir jarðskjálftum, líkt og þeim sem riðið hafa yfir á Reykjanesskaga og víðar að undanförnu, þá eru það ekki allir. Nokkrir erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti höfðu aldrei upplifað jarðskjálfta fyrr en á mánudagskvöld. 3. ágúst 2022 07:00
Óútskýrður eldur í mosa en engin kvika sjáanleg Ljósblossar í Fagradalsfjalli sem Landhelgisgæslan var send að kanna nú eftir miðnætti reyndust vera vegna elds í mosa. Engin merki eru um kviku á svæðinu. 3. ágúst 2022 01:26