Léttir að fá gosið Lillý Valgerður Pétursdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 3. ágúst 2022 23:27 Sólný Pálsdóttir, íbúi í Grindavík, segir auðveldara að lifa með eldgosi en tíðum jarðskjálftum. Vísir Eldgosið í Meradölum virðist leggjast vel í Grindvíkinga sem hafa þurft að bíða milli vonar og ótta eftir fregnum af jarðhræringum í bakgarðinum síðustu daga. Flestir fagna endalokum jarðskjálftanna og vonast til að eiga rólegri nætur fram undan. Sólný Pálsdóttir, íbúi í Grindavík, segir gosið leggjast vel í sig og það hafi verið skrautlegt ástand í bænum seinustu daga þar sem íbúar hafi fundið vel fyrir ítrekuðum jarðskjálftum. „Kannski jafn skrítið og manni finnst það þá er þetta léttir. Það er ólíkt þægilegra að vera með gos heldur en skjálfta.“ Hún hafi ekki miklar áhyggjur af eldsumbrotunum. „Ég bara treysti þessum vísindamönnum. Þetta fór allt vel síðast og ég held að þetta lagist ekkert við það þó að ég fari að hafa einhverjar rosalegar áhyggjur.“ Ekki fyrir fótfúna Theodór Vilbergsson segir gosið vera hið besta mál ef það feli í sér að jarðskjálftarnir hætti. „Það eru ekki miklar áhyggjur af þessu.“ Aðspurður um hvernig það leggist í hann að ferðamannastraumur komi til með að aukast með tilkomu gossins bendir hann á að það verði ekki fyrir fótfúna að komast að því. Gönguleiðin að gosstöðvunum og aftur til baka er nú heldur lengri en í fyrra og telur nærri sautján kílómetra.“ Hallfríður Guðný Hólmgrímsdóttir, íbúi í Grindavík, hlakkar til þess að geta aftur átt rólegar nætur. „Ég er bara geggjað peppuð í þetta. Það er bara búið að vera ótrúlegur ófriður hérna undanfarnar vikur og reynslan sýnir okkur það að þegar það byrjar að gjósa þá eru rólegheit hjá okkur, þannig við horfum bara fram á svefnmiklar nætur.” „Síðast þegar það gaus þá var auðvitað Covid þannig það var ekki mikið um ferðamanninn. Núna eigum við bara von á því að það verði svolítill straumur og vonandi verður bara stríður straumur af ferðamönnum hérna í gegn, þó þannig að þeir fari sér nú ekki að voða og að það þurfi ekki að vera í einhverjum björgunaraðgerðum.“ Endaði vel síðast Kári Freyr Grettisson segir að gosið leggist vel í sig og að skjálftarnir hafi ekki síður haft neikvæð áhrif á sálarlíf dýranna. „Það er þægilegt að jarðskjálftarnir hættu, það er fullt af dýrum í götunni þar sem ég er og þau voru öll að verða brjáluð.” Þú hefur engar á hyggjur af þ essu gosi? „Nei ekki eins og stendur. Maður er bara búinn að sjá að þetta er einhver lítil sprunga en maður veit aldrei, hitt endaði bara vel þannig að við vonum bara það sama.” Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingar vonuðust eftir eldgosi og á góðum stað Grindvíkingar eru rólegir yfir eldgosi við Geldingadali. Eldgos þýðir færri jarðskjálftar og svo virðist sem það hafi komið upp á góðum stað. Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir mikilvægt að tryggja öryggi þeirra sem vilji skoða eldstöðvarnar en fólk verði að fylgja fyrirmælum. 3. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Sólný Pálsdóttir, íbúi í Grindavík, segir gosið leggjast vel í sig og það hafi verið skrautlegt ástand í bænum seinustu daga þar sem íbúar hafi fundið vel fyrir ítrekuðum jarðskjálftum. „Kannski jafn skrítið og manni finnst það þá er þetta léttir. Það er ólíkt þægilegra að vera með gos heldur en skjálfta.“ Hún hafi ekki miklar áhyggjur af eldsumbrotunum. „Ég bara treysti þessum vísindamönnum. Þetta fór allt vel síðast og ég held að þetta lagist ekkert við það þó að ég fari að hafa einhverjar rosalegar áhyggjur.“ Ekki fyrir fótfúna Theodór Vilbergsson segir gosið vera hið besta mál ef það feli í sér að jarðskjálftarnir hætti. „Það eru ekki miklar áhyggjur af þessu.“ Aðspurður um hvernig það leggist í hann að ferðamannastraumur komi til með að aukast með tilkomu gossins bendir hann á að það verði ekki fyrir fótfúna að komast að því. Gönguleiðin að gosstöðvunum og aftur til baka er nú heldur lengri en í fyrra og telur nærri sautján kílómetra.“ Hallfríður Guðný Hólmgrímsdóttir, íbúi í Grindavík, hlakkar til þess að geta aftur átt rólegar nætur. „Ég er bara geggjað peppuð í þetta. Það er bara búið að vera ótrúlegur ófriður hérna undanfarnar vikur og reynslan sýnir okkur það að þegar það byrjar að gjósa þá eru rólegheit hjá okkur, þannig við horfum bara fram á svefnmiklar nætur.” „Síðast þegar það gaus þá var auðvitað Covid þannig það var ekki mikið um ferðamanninn. Núna eigum við bara von á því að það verði svolítill straumur og vonandi verður bara stríður straumur af ferðamönnum hérna í gegn, þó þannig að þeir fari sér nú ekki að voða og að það þurfi ekki að vera í einhverjum björgunaraðgerðum.“ Endaði vel síðast Kári Freyr Grettisson segir að gosið leggist vel í sig og að skjálftarnir hafi ekki síður haft neikvæð áhrif á sálarlíf dýranna. „Það er þægilegt að jarðskjálftarnir hættu, það er fullt af dýrum í götunni þar sem ég er og þau voru öll að verða brjáluð.” Þú hefur engar á hyggjur af þ essu gosi? „Nei ekki eins og stendur. Maður er bara búinn að sjá að þetta er einhver lítil sprunga en maður veit aldrei, hitt endaði bara vel þannig að við vonum bara það sama.”
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingar vonuðust eftir eldgosi og á góðum stað Grindvíkingar eru rólegir yfir eldgosi við Geldingadali. Eldgos þýðir færri jarðskjálftar og svo virðist sem það hafi komið upp á góðum stað. Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir mikilvægt að tryggja öryggi þeirra sem vilji skoða eldstöðvarnar en fólk verði að fylgja fyrirmælum. 3. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Grindvíkingar vonuðust eftir eldgosi og á góðum stað Grindvíkingar eru rólegir yfir eldgosi við Geldingadali. Eldgos þýðir færri jarðskjálftar og svo virðist sem það hafi komið upp á góðum stað. Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir mikilvægt að tryggja öryggi þeirra sem vilji skoða eldstöðvarnar en fólk verði að fylgja fyrirmælum. 3. ágúst 2022 21:30