Upphitun fyrir elleftu umferð: „Þetta var svolítið dýrt þarna fyrir norðan“ Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2022 12:01 Helena Ólafsdóttir fékk til sín góða gesti í fyrsta upphitunarþátt eftir EM-hléið. Stöð 2 Sport Helena Ólafsdóttir hitaði upp fyrir 11. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta með EM-förunum Söndru Sigurðardóttur og Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur. Besta deildin er hafin að nýju eftir EM-hléið langa og þær Sandra og Áslaug Munda rýndu með Helenu í komandi leiki auk þess að spjalla um Evrópumótið og gengi Íslands þar. 11. umferð Bestu deildar kvenna Fimmtudagur: 17.30 Valur - Þór/KA 17.30 Selfoss - ÍBV (Stöð 2 Sport 2) 19.15 KR - Stjarnan 20.00 Afturelding - Þróttur Föstudagur: 19.15 Breiðablik - Keflavík (Stöð 2 Sport) 21.15 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport) Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan en leikir Selfoss og ÍBV, og Breiðabliks og Keflavíkur, verða í beinum útsendingum á sportrásum Stöðvar 2 auk þess sem streymi frá öðrum leikjum eru á Bestu deildar rásunum. Umferðin verður svo gerð upp í Bestu mörkunum annað kvöld. Á meðal leikja í umferðinni er viðureign Vals og Þórs/KA en Akureyringar eru með eina liðið sem tekist hefur að vinna Valskonur á þessari leiktíð. Sandra tók undir að Valur hefði því harma að hefna í dag. „Þetta var svolítið dýrt þarna fyrir norðan,“ sagði Sandra sem er þó enn á toppi Bestu deildarinnar með Val, tveimur stigum fyrir ofan Breiðablik. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Upphitun fyrir 11. umferð í Bestu deild kvenna Umræða um EM var auðvitað fyrirferðarmikil í upphitunarþætti dagsins enda stutt síðan að þjóðin fylgdist spennt með frammistöðu Söndru, Mundu og annarra leikmanna íslenska liðsins sem gerði 1-1 jafntefli í öllum þremur leikjum sínum en féll þó úr keppni. Erfitt að yfirgefa mótið „Við vorum með markmið sem við því miður náðum ekki að þessu sinni, þannig að það var svolítið erfitt að yfirgefa mótið. Það er frábær árangur að tapa ekki leik en markmiðinu var ekki náð og þá er það svekkjandi,“ sagði Áslaug Munda en þær Sandra eru staðráðnar í að komast með Íslandi á HM á næsta ári. Áslaug Munda á aðeins tvo deildarleiki og einn bikarleik eftir með Blikum áður en hún heldur út til Bandaríkjanna vegna háskólanáms síns í Harvard. Hún segir það ekki mikið síðra að spila leiki í Bestu deildinni en á EM: „Það er auðvitað tilbreyting að vera ekki með fulla stúku af ættmennum og íslensku stuðningsfólki, syngjandi og trallandi, en það er alltaf gott að koma á Kópavogsvöll og spila sinn leik,“ sagði Áslaug Munda. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Besta deildin er hafin að nýju eftir EM-hléið langa og þær Sandra og Áslaug Munda rýndu með Helenu í komandi leiki auk þess að spjalla um Evrópumótið og gengi Íslands þar. 11. umferð Bestu deildar kvenna Fimmtudagur: 17.30 Valur - Þór/KA 17.30 Selfoss - ÍBV (Stöð 2 Sport 2) 19.15 KR - Stjarnan 20.00 Afturelding - Þróttur Föstudagur: 19.15 Breiðablik - Keflavík (Stöð 2 Sport) 21.15 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport) Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan en leikir Selfoss og ÍBV, og Breiðabliks og Keflavíkur, verða í beinum útsendingum á sportrásum Stöðvar 2 auk þess sem streymi frá öðrum leikjum eru á Bestu deildar rásunum. Umferðin verður svo gerð upp í Bestu mörkunum annað kvöld. Á meðal leikja í umferðinni er viðureign Vals og Þórs/KA en Akureyringar eru með eina liðið sem tekist hefur að vinna Valskonur á þessari leiktíð. Sandra tók undir að Valur hefði því harma að hefna í dag. „Þetta var svolítið dýrt þarna fyrir norðan,“ sagði Sandra sem er þó enn á toppi Bestu deildarinnar með Val, tveimur stigum fyrir ofan Breiðablik. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Upphitun fyrir 11. umferð í Bestu deild kvenna Umræða um EM var auðvitað fyrirferðarmikil í upphitunarþætti dagsins enda stutt síðan að þjóðin fylgdist spennt með frammistöðu Söndru, Mundu og annarra leikmanna íslenska liðsins sem gerði 1-1 jafntefli í öllum þremur leikjum sínum en féll þó úr keppni. Erfitt að yfirgefa mótið „Við vorum með markmið sem við því miður náðum ekki að þessu sinni, þannig að það var svolítið erfitt að yfirgefa mótið. Það er frábær árangur að tapa ekki leik en markmiðinu var ekki náð og þá er það svekkjandi,“ sagði Áslaug Munda en þær Sandra eru staðráðnar í að komast með Íslandi á HM á næsta ári. Áslaug Munda á aðeins tvo deildarleiki og einn bikarleik eftir með Blikum áður en hún heldur út til Bandaríkjanna vegna háskólanáms síns í Harvard. Hún segir það ekki mikið síðra að spila leiki í Bestu deildinni en á EM: „Það er auðvitað tilbreyting að vera ekki með fulla stúku af ættmennum og íslensku stuðningsfólki, syngjandi og trallandi, en það er alltaf gott að koma á Kópavogsvöll og spila sinn leik,“ sagði Áslaug Munda. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
11. umferð Bestu deildar kvenna Fimmtudagur: 17.30 Valur - Þór/KA 17.30 Selfoss - ÍBV (Stöð 2 Sport 2) 19.15 KR - Stjarnan 20.00 Afturelding - Þróttur Föstudagur: 19.15 Breiðablik - Keflavík (Stöð 2 Sport) 21.15 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport)
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira