„Þetta er í fyrsta sinn sem þessi trukkur kemur til Íslands, stærsta gerð af vörubíl með tengivagn. Bíllinn opnast í báðar áttir og þegar öllu er til tjaldað þekur sýningarsvæðið allt að fimmhundruð fermetra. Í bílnum er allt sem DeWALT býður upp á,“ segir Hákon Ingi Jörundsson, viðskiptastjóri hjá Sindra.
- Fyrsta stopp verður eins og fyrr segir á Reyðarfirði á morgun 5. ágúst, milli klukkan 10 og 14 við verslun Johan Rönning.
- 6. ágúst verður trukkurinn á Húsavík á planinu hjá Bílaleigu Húsavíkur
- 8. ágúst á Akureyri við Johan Rönning
- 9. ágúst í Varmahlíð við Vélaval
- 10. ágúst í Reykjanesbæ við verslun Sindra
- 11. ágúst á Selfossi við verslun Sindra
- 12. 13. Og 15 ágúst við verslun Sindra að Smiðjuvegi 11 Kópavogi.
Tveir sérfræðingar frá DeWALT í Danmörku ferðast með bílnum auk tveggja sérfræðinga frá Sindra. Hákon segir hægt að gera frábær kaup á verkfærum í bílnum.
„Við höfum gefið út tilboðsbækling í tilefni komu trukksins þar sem er að finna verð sem ekki hefur sést í langan tíma.“
Skrúfumeistari Íslands
Á hverjum stað verður haldin skrúfukeppni þar sem skrúfa á fimm skrúfur í timburstand á sem stystum tíma. Sigurvegari á hverjum stað hlýtur DeWALT borvél. Í lok ferðalagsins verður svo Skrúfumeistari Íslands krýndur og fær meistarinn fjögurra véla sett frá DeWALT.
„Föstudaginn 12. ágúst verður trukkurinn kominn á Smiðjuveg þar sem verður heilmikið húllumhæ. Útvarpsmaðurinn Ómar Úlfur verður með okkur og bein útsending á X977. Við stefnum á að tilkynna í beinni hver verður Skrúfumeistari Íslands og hlýtur sá eða sú fjögurra véla sett frá DeWalt. Á laugardaginn verður síðasti sýningardagurinn og svo slúttum við dagskránni á mánudag 15. ágúst og seljum þá verkfærin sem hafa verið í notkun á ferðalaginu og verðum einnig með útsölu á fleiri vörum,“ segir Hákon og hvetur fólk til þess að líta við þar sem trukkurinn verður á ferðinni.
„Mér vitandi hefur svona stór trukkur, fullur af verkfærum aldrei komið hingað til lands áður og því heilmikið að sjá og upplifa.“