Hraunflæði virðist stöðugt Árni Sæberg skrifar 5. ágúst 2022 06:42 Nokkuð hefur dregið úr hraunflæði í Meradölum síðan RAX tók þessa ljósmynd þegar hann flaug yfir gosið í fyrradag. Vísir/RAX Engar breytingar hafa orðið á hraunflæði í gosinu í Meradölum síðan í gær að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Þegar hraunflæði var mælt í gær hafði það minnkað um nær helming frá fyrstu mælingu í fyrradag. Til stendur að fljúga yfir gosstöðvarnar á ný í dag og mæla flæði. Fyrstu flugmælingar sýndu að meðalhraunflæði gossins fyrstu klukkutímana var 32 rúmmetrar á sekúndu en þetta er fjórum til fimm sinnum meira en í byrjun gossins í fyrra. Önnur mæling í gær sýndi hins vegar fram á að hraunflæði væri komið niður í átján rúmmetra á sekúndu. Að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni, bendir ekkert til þess að hraunflæði hafi breyst frá því í gær. Til standi að fljúga yfir svæðið snemma í dag ef veður leyfir og mæla á ný. Þá segir hún að gossprungan virðist enn um eitt hundrað metrar að lengd og magn gass frá gosinu mælist óbreytt. Að lokum segir Sigríður að lítil skjálftavirkni hafi verið á svæðinu undanfarið en samkvæmt vef Veðurstofunnar hafa aðeins 567 skjálftar mælst á öllu landinu síðastliðnar 48 klukkustundir. Eldgosið er í vestanverðum Meradölum um 1,5 km norður af Stóra-Hrút. Jarðeldurinn virðist koma upp um norðuraustur-suðvestur sprungu á þeim stað. Núverandi gönguleið er minnst 14 kílómetrar fram og til baka og krefst göngu upp á Fagradalsfjall í sveig utan um eldri hraunbreiðuna. Samkvæmt björgunarsveitinni Þorbirni má gera ráð fyrir að slík ganga taki 5 til 6 klukkustundir hið minnsta, en liðsmenn sveitarinnar kláruðu í gærkvöldi að stika gönguleiðina.Vísir Vísir var í beinni útsendingu frá eldgosinu í gærkvöldi og má horfa á hluta hennar í spilaranum hér að neðan. Fylgst verður með stöðunni á eldgosinu í Meradal í allan dag í vaktinni hér að neðan.
Fyrstu flugmælingar sýndu að meðalhraunflæði gossins fyrstu klukkutímana var 32 rúmmetrar á sekúndu en þetta er fjórum til fimm sinnum meira en í byrjun gossins í fyrra. Önnur mæling í gær sýndi hins vegar fram á að hraunflæði væri komið niður í átján rúmmetra á sekúndu. Að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni, bendir ekkert til þess að hraunflæði hafi breyst frá því í gær. Til standi að fljúga yfir svæðið snemma í dag ef veður leyfir og mæla á ný. Þá segir hún að gossprungan virðist enn um eitt hundrað metrar að lengd og magn gass frá gosinu mælist óbreytt. Að lokum segir Sigríður að lítil skjálftavirkni hafi verið á svæðinu undanfarið en samkvæmt vef Veðurstofunnar hafa aðeins 567 skjálftar mælst á öllu landinu síðastliðnar 48 klukkustundir. Eldgosið er í vestanverðum Meradölum um 1,5 km norður af Stóra-Hrút. Jarðeldurinn virðist koma upp um norðuraustur-suðvestur sprungu á þeim stað. Núverandi gönguleið er minnst 14 kílómetrar fram og til baka og krefst göngu upp á Fagradalsfjall í sveig utan um eldri hraunbreiðuna. Samkvæmt björgunarsveitinni Þorbirni má gera ráð fyrir að slík ganga taki 5 til 6 klukkustundir hið minnsta, en liðsmenn sveitarinnar kláruðu í gærkvöldi að stika gönguleiðina.Vísir Vísir var í beinni útsendingu frá eldgosinu í gærkvöldi og má horfa á hluta hennar í spilaranum hér að neðan. Fylgst verður með stöðunni á eldgosinu í Meradal í allan dag í vaktinni hér að neðan.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira