OxyContin-faraldur og innlögnum á Vog fjölgar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. ágúst 2022 14:46 Ópíóðufaraldur virðist hafa gripið um sig hér á landi, framboð eykst og enn er miklu magni ávísað á sjúklinga. Vísir/Vilhelm Stöðug fjölgun hefur verið á innlögnum inn á Vog vegna ópíóíða en verðkönnun SÁÁ gefur til kynna að framboð á opíóíðum hér á landi hafi aukist síðustu ár. Lögreglan hefur haldlagt mikið af ópíóðanum OxyContin síðustu misseri og læknar á Vogi hafa áhyggjur af þróuninni. Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, gæðastýra og aðstoðarmaður forstjóra Vogs, segir að stöðug aukning hafi verið á hlutfalli þeirra sjúklinga inni á Vogi sem nota ópíóíða síðustu ár. Á síðustu þremur árum hefur hlutfall sjúklinga sem nota ópíóíða farið úr 22,5 prósentum í 27,3 prósent. Á árinu 2011 var þetta sama hlutfall 10,3 prósent. Línurit sem sýnir hlutfall sjúklinga á Vogi sem nota ópíóíða.SÁÁ Greint var frá því í Kompás í byrjun þessa árs að um 3500 manns séu nú skráðir neytendur ópíóíðans Oxycontin. Þeir voru um 500 fyrir áratug og er það sjöföldun á tíu ára tímabili. Fyrir skömmu ákærði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fimm pólska karlmenn fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni með því að hafa flutt inn mikið magn af OxyContin. Er það aðeins brot af því sem lögreglan hefur haldlagt á síðustu misserum en greinileg aukning hefur orðið á innflutningi lyfsins. Úr verðkönnun SÁÁ, þar sem verð á ýmsum fíkniefnum eru könnuð ár frá ári, hefur til að mynda ekki orðið nein merkjanleg hækkun á verði OxyContin síðustu 5 ár. Bendir það til þess að framboðið sé tiltölulega stöðugt og hafi aukist síðustu ár. Sjá einnig: Gripinn með tvö þúsund töflur af Oxycontin en finnst ekki Sjá einnig: Smyglaði 643 OxyContin töflum til landsins Þá hefur mikil aukning orðið á ávísunum OxyContin lyfsins, þrátt fyrir aukna meðvitund meðal lækna. Ragnheiður Hulda segir heilmargt búið að gera til að draga úr ávísunum. „Það er auðvitað fullt af fólki sem þarf á þessum lyfjum að halda, svo er alveg vitað að fólk selur þau lyf sem það þarf ekki á að halda. Ég veit að Lyfjastofnun og embætti Landlæknis hafa verið í ýmsum aðgerðum til að draga úr þessu.“ Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, gæðastýra og aðstoðarmaður forstjóra Vogs Hún segist sjá stöðuga fjölgun á þeim sem fá lyfjameðferð inni á Vogi vegna ópíóíða. „Aðgengi að meðferð er það sem skiptir mestu máli. Það er bæði takmörkun á aðgengi að lyfjunum, þannig að það sé einungis ávísað þegar það er brýn nauðsyn. Svo skiptir máli að það sé hugað að því hvernig trappað verði niður og úr lyfjanotkuninni þegar þessu er ávísað.“ Hún bætir við að þörf sé fyrir meira framlagi frá Sjúkratryggingum Íslands til þess að sinna öllum þeim sem þurfa meðferð við ópíóíðafíkn. Núgildandi samningur dugir fyrir 90 sjúklinga að jafnaði. Fjöldi einstaklinga sem fengu lyfjameðferð við ópíóðafíkn á hverju ári frá 2014.SÁÁ Fíkniefnabrot Meðferðarheimili Lyf Fíkn SÁÁ Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, gæðastýra og aðstoðarmaður forstjóra Vogs, segir að stöðug aukning hafi verið á hlutfalli þeirra sjúklinga inni á Vogi sem nota ópíóíða síðustu ár. Á síðustu þremur árum hefur hlutfall sjúklinga sem nota ópíóíða farið úr 22,5 prósentum í 27,3 prósent. Á árinu 2011 var þetta sama hlutfall 10,3 prósent. Línurit sem sýnir hlutfall sjúklinga á Vogi sem nota ópíóíða.SÁÁ Greint var frá því í Kompás í byrjun þessa árs að um 3500 manns séu nú skráðir neytendur ópíóíðans Oxycontin. Þeir voru um 500 fyrir áratug og er það sjöföldun á tíu ára tímabili. Fyrir skömmu ákærði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fimm pólska karlmenn fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni með því að hafa flutt inn mikið magn af OxyContin. Er það aðeins brot af því sem lögreglan hefur haldlagt á síðustu misserum en greinileg aukning hefur orðið á innflutningi lyfsins. Úr verðkönnun SÁÁ, þar sem verð á ýmsum fíkniefnum eru könnuð ár frá ári, hefur til að mynda ekki orðið nein merkjanleg hækkun á verði OxyContin síðustu 5 ár. Bendir það til þess að framboðið sé tiltölulega stöðugt og hafi aukist síðustu ár. Sjá einnig: Gripinn með tvö þúsund töflur af Oxycontin en finnst ekki Sjá einnig: Smyglaði 643 OxyContin töflum til landsins Þá hefur mikil aukning orðið á ávísunum OxyContin lyfsins, þrátt fyrir aukna meðvitund meðal lækna. Ragnheiður Hulda segir heilmargt búið að gera til að draga úr ávísunum. „Það er auðvitað fullt af fólki sem þarf á þessum lyfjum að halda, svo er alveg vitað að fólk selur þau lyf sem það þarf ekki á að halda. Ég veit að Lyfjastofnun og embætti Landlæknis hafa verið í ýmsum aðgerðum til að draga úr þessu.“ Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, gæðastýra og aðstoðarmaður forstjóra Vogs Hún segist sjá stöðuga fjölgun á þeim sem fá lyfjameðferð inni á Vogi vegna ópíóíða. „Aðgengi að meðferð er það sem skiptir mestu máli. Það er bæði takmörkun á aðgengi að lyfjunum, þannig að það sé einungis ávísað þegar það er brýn nauðsyn. Svo skiptir máli að það sé hugað að því hvernig trappað verði niður og úr lyfjanotkuninni þegar þessu er ávísað.“ Hún bætir við að þörf sé fyrir meira framlagi frá Sjúkratryggingum Íslands til þess að sinna öllum þeim sem þurfa meðferð við ópíóíðafíkn. Núgildandi samningur dugir fyrir 90 sjúklinga að jafnaði. Fjöldi einstaklinga sem fengu lyfjameðferð við ópíóðafíkn á hverju ári frá 2014.SÁÁ
Fíkniefnabrot Meðferðarheimili Lyf Fíkn SÁÁ Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira