Gas leggur yfir Voga í kvöld og gæti náð í höfuðborgina á morgun Árni Sæberg skrifar 5. ágúst 2022 11:17 Reykurinn sem stígur upp frá eldgosinu hefur bláleitan blæ. Það er merki um hið skaðlega brennisteinstvíoxíð. Vísir/Vilhelm Vindátt snýst í Suðaustanátt síðdegis í dag og gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands spáir því að gas frá eldgosinu í Meradölum muni berast í nokkru magni yfir Voga á Vatnsleysuströnd. Líkanið gerir ráð fyrir að styrkur brennisteinstvíoxíðs í andrúmslofti við yfirborð verði á bilinu 2.600 til 9.000 míkrógrömm í rúmmetra. Gasið tekur svo stefnu aðeins vestur á bóginn þegar líða fer á kvöldið og nær yfir Garð og hugsanlega Reykjanesbæ, þó í minna magni en í Vogum. Samkvæmt töflu á loftgæðavef Umhverfisstofnunar er svo mikið magn brennisteinstvíoxíðs í andrúmslofti óhollt fólki. Fólk, sér í lagi viðkvæmir, geti upplifað hósta, höfuðverk og ertingu í augum, nefi og koki. Fólk er beðið um að forðast áreynslu utandyra, þeir sem hafi tök á haldi sig innandyra, reyni að anda eingöngu gegnum nef, loki gluggum og slökkvi á loftræstingu. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að líkanið eigi það til að ofmeta magn koltvísýrings við yfirborð og því sé best að fylgjast með loftgæðum í rauntíma á vef Umhverfisstofnunar. Gæti lagt yfir borgina Í nótt og í fyrramálið verður suðvestanátt og því er höfuðborgarsvæði neðan vinds frá gosstöðvunum. Spálíkanið gerir ekki ráð fyrir að gas nái til jarðar en Elín Björk segir ekki ótilokað að það nái í borgina. Í versta falli yrði magnið þó langt undir heilsuverndarmörkum. Þegar líða fer á daginn snýst vindur í hreina vestanátt og þá verða Þorlákshöfn, Eyrarbakki, Stokkseyri og Selfoss í hættu á að fá yfir sig gas. Í Þorlákshöfn eru 350 til 600 míkrógrömmum í rúmmetra spáð annað kvöld en annars staðar undir 350 míkrógrömmum. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Líkanið gerir ráð fyrir að styrkur brennisteinstvíoxíðs í andrúmslofti við yfirborð verði á bilinu 2.600 til 9.000 míkrógrömm í rúmmetra. Gasið tekur svo stefnu aðeins vestur á bóginn þegar líða fer á kvöldið og nær yfir Garð og hugsanlega Reykjanesbæ, þó í minna magni en í Vogum. Samkvæmt töflu á loftgæðavef Umhverfisstofnunar er svo mikið magn brennisteinstvíoxíðs í andrúmslofti óhollt fólki. Fólk, sér í lagi viðkvæmir, geti upplifað hósta, höfuðverk og ertingu í augum, nefi og koki. Fólk er beðið um að forðast áreynslu utandyra, þeir sem hafi tök á haldi sig innandyra, reyni að anda eingöngu gegnum nef, loki gluggum og slökkvi á loftræstingu. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að líkanið eigi það til að ofmeta magn koltvísýrings við yfirborð og því sé best að fylgjast með loftgæðum í rauntíma á vef Umhverfisstofnunar. Gæti lagt yfir borgina Í nótt og í fyrramálið verður suðvestanátt og því er höfuðborgarsvæði neðan vinds frá gosstöðvunum. Spálíkanið gerir ekki ráð fyrir að gas nái til jarðar en Elín Björk segir ekki ótilokað að það nái í borgina. Í versta falli yrði magnið þó langt undir heilsuverndarmörkum. Þegar líða fer á daginn snýst vindur í hreina vestanátt og þá verða Þorlákshöfn, Eyrarbakki, Stokkseyri og Selfoss í hættu á að fá yfir sig gas. Í Þorlákshöfn eru 350 til 600 míkrógrömmum í rúmmetra spáð annað kvöld en annars staðar undir 350 míkrógrömmum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira