Þoka gert hreindýraveiðimönnum erfitt fyrir Jakob Bjarnar skrifar 5. ágúst 2022 15:09 Hreindýraveiðimenn á ferð. Tímabilið hefur farið rólega af stað, þokubakkar hafa sett strik í reikninginn en Jóhann G. Gunnarsson sérfræðingur hjá umhverfisstofnun segir að veiðarnar séu nokkurn veginn á pari við það sem verið hefur. Kvótinn er minni nú en var í fyrra. vísir/jakob Jóhann G. Gunnarsson, sérfræðingur hjá umhverfisstofnun á Egilsstöðum, segir að hreindýraveiðarnar fari rólega af stað. „Jú, það hefur verið eitthvað um að menn hafi verið að koma veiðilausir til byggða. Það hefur verið þokusælt hér fyrir austan í júlímánuði,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hreindýraveiðarnar eru hafnar. Tarfatímabilið hófst 15. júlí og nýlega hófust veiðar á hreindýrakúm. Á þessu ári er heimilt að veiða allt að 1021 hreindýr árið 2022, 546 kýr og 475 tarfa. Veiðitími tarfa er frá 15. júlí til og með 15. september. Veiðitími kúa er frá 1. ágúst til og með 20. september. „Þær eru rétt að hefjast. Fjórði dagurinn í því núna. Ekki er búið að veiða nema einhverjar sjö kýr þessa fyrstu daga. Þetta fer allt rólega af stað. Áður en dagurinn í dag hófst þá var búið að fella 90 dýr alls,“ segir Jóhann. Hann bendir þó á að nú horfi þau fyrir austan á betri tíð. Svona hljóða veiðifréttirnar á vef umhverfisstofnunar: „5. ágúst 2022. Arnar Þór með einn að veiða tarf og annan að veiða kú á sv. 1, Pétur í Teigi með einn að veiða tarf á sv. 1, Grétar með einn að veiða tarf á sv. 1, Siggi Aðalsteins með einn að veiða tarf og tvo að veiða kýr á sv. 1, Reimar með tvo að veiða tarfa á sv. 2, Stebbi Kristm. með einn að veiða tarf á sv. 3 …“ Og þannig gengur dælan. Þetta segir ókunnugum kannski ekki mikið en þeim sem til þekkja allt. Veður hefur mikil áhrif á veiðarnar og þokan fyrir austan getur hreinlega komið í veg fyrir að dýrin finnist. „Þegar hæðarhryggur leggst uppað landinu er bjart á öllum svæðum. Þannig að menn ættu að geta veitt vel þessa helgi. Það ætti í það minnsta ekki að vera veðrið sem plagar,“ segir Jóhann. Hann segir að veiðimönnum ætti ekki að vera neitt að vanbúnaði þó bleyta sé eftir rigningar víða fyrir austan svo sem hjá Bakkafirði og á því svæði. En ekki sé á vísan að róa með veður ef menn draga að mæta í veiðina þar til í september. Dýr Múlaþing Vopnafjörður Stjórnsýsla Skotveiði Tengdar fréttir Hreindýraveiðar ganga vel Hreindýraveiðar hafa gengið vel enda hefur viðrað vel til veiða á austurlandi og dýrin virðast vel á sig komin. 24. ágúst 2021 08:25 Hreindýraveiðar með besta móti þetta árið Kvótinn gekk svo til allur út. 22. september 2020 16:11 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
„Jú, það hefur verið eitthvað um að menn hafi verið að koma veiðilausir til byggða. Það hefur verið þokusælt hér fyrir austan í júlímánuði,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hreindýraveiðarnar eru hafnar. Tarfatímabilið hófst 15. júlí og nýlega hófust veiðar á hreindýrakúm. Á þessu ári er heimilt að veiða allt að 1021 hreindýr árið 2022, 546 kýr og 475 tarfa. Veiðitími tarfa er frá 15. júlí til og með 15. september. Veiðitími kúa er frá 1. ágúst til og með 20. september. „Þær eru rétt að hefjast. Fjórði dagurinn í því núna. Ekki er búið að veiða nema einhverjar sjö kýr þessa fyrstu daga. Þetta fer allt rólega af stað. Áður en dagurinn í dag hófst þá var búið að fella 90 dýr alls,“ segir Jóhann. Hann bendir þó á að nú horfi þau fyrir austan á betri tíð. Svona hljóða veiðifréttirnar á vef umhverfisstofnunar: „5. ágúst 2022. Arnar Þór með einn að veiða tarf og annan að veiða kú á sv. 1, Pétur í Teigi með einn að veiða tarf á sv. 1, Grétar með einn að veiða tarf á sv. 1, Siggi Aðalsteins með einn að veiða tarf og tvo að veiða kýr á sv. 1, Reimar með tvo að veiða tarfa á sv. 2, Stebbi Kristm. með einn að veiða tarf á sv. 3 …“ Og þannig gengur dælan. Þetta segir ókunnugum kannski ekki mikið en þeim sem til þekkja allt. Veður hefur mikil áhrif á veiðarnar og þokan fyrir austan getur hreinlega komið í veg fyrir að dýrin finnist. „Þegar hæðarhryggur leggst uppað landinu er bjart á öllum svæðum. Þannig að menn ættu að geta veitt vel þessa helgi. Það ætti í það minnsta ekki að vera veðrið sem plagar,“ segir Jóhann. Hann segir að veiðimönnum ætti ekki að vera neitt að vanbúnaði þó bleyta sé eftir rigningar víða fyrir austan svo sem hjá Bakkafirði og á því svæði. En ekki sé á vísan að róa með veður ef menn draga að mæta í veiðina þar til í september.
Dýr Múlaþing Vopnafjörður Stjórnsýsla Skotveiði Tengdar fréttir Hreindýraveiðar ganga vel Hreindýraveiðar hafa gengið vel enda hefur viðrað vel til veiða á austurlandi og dýrin virðast vel á sig komin. 24. ágúst 2021 08:25 Hreindýraveiðar með besta móti þetta árið Kvótinn gekk svo til allur út. 22. september 2020 16:11 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Hreindýraveiðar ganga vel Hreindýraveiðar hafa gengið vel enda hefur viðrað vel til veiða á austurlandi og dýrin virðast vel á sig komin. 24. ágúst 2021 08:25