Lítið skyggni við gosið sem mallar áfram Árni Sæberg skrifar 6. ágúst 2022 07:47 Ægifegurð gossins mun sennilega ekki sjást mikið í dag. Vísir/Vilhelm Lítil sem engin breyting hefur orðið á eldgosinu í Meradölum í nótt. Ekki viðrar vel til gönguferða að gosstöðvunum í dag enda er mikil þoka á svæðinu og skyggni lítið sem ekkert. „Það hafa ekki orðið neinar breytingar í nótt, þetta mallar bara áfram,“ segir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Mælingar gærdagsins benda til þess að hraunflæði í gosinu sé um tíu til fimmtán rúmmetrar á sekúndu. Þegar mest lét var flæðið 32 rúmmetrar á sekúndu. Eldgosið heldur sig enn við sömu sprunguna sem er orðin um eitt hundrað metrar að lengd. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að engin merki séu um að nýjar sprungur séu byrjaðar að myndast við gosstöðvarnar. Líklegast sé að slík sprunga myndi opnast til norðausturs þar sem kvikugangurinn liggur og fjarri þeirri hefðbundnu gönguleið sem fólk fari nú að svæðinu. Lítið skyggni í dag og ekkert ferðaveður á morgun Hæg sunnan- og suðvestanátt verður í dag á gosstöðvunum og súld og þoka. „Það gæti rofað aðeins til seinna í dag en það er hætt við að skyggnið verði ekki skemmtilegt,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir að lítið muni sjást til gossins frá hnjúkunum í kringum gosið þar sem fólk hefur horft á gosið. „Þannig að ég veit ekki hvað fólk sér,“ segir Elín Björk. Þá segir hún að strax í fyrramálið muni hvessa mikið á svæðinu og rigna hressilega. Ekkert ferðaveður verði á morgun. „Ekki nema mögulega annað kvöld en það er samt hvasst þá. Þannið það er sennilega skynsamlegast að gera eitthvað annað á morgun,“ segir Elín Björk. Veður var ekki gott við gosstöðvarnar í gær en fólk lét það lítið á sig fá og gekk að Meradölum í stríðum straumi. Elín Björk segir að unnið sé að því að uppfæra gasmengunarspá Veðurstofunnar en nýjustu upplýsingar þaðan benda til þess að nokkuð gas muni fara yfir Þorlákshöfn og nágrenni til austurs í dag. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Veður Tengdar fréttir Gasmengun getur verið alvarlegt mál Líkur eru á töluverðri gasmengun í Vogum og í Reykjanesbæ í sunnanáttinni í kvöld og íbúar þar eru ekki ólíklegir til að finna gaslykt í bænum. Starfandi sóttvarnalæknir segir gasmengun alvarlegt mál, sem hefur áhrif á heilsu fólks. Í fréttabrotinu hér að ofan er útlistað hvernig forðast megi gasmengun við gosstöðvarnar. 5. ágúst 2022 19:41 Fjöldi á leið að gosinu þrátt fyrir veðuraðstæður Töluverður straumur fólks er að eldgosinu í Meradölum þrátt fyrir að veðuraðstæður sé ekki upp á marga fiska. Lítið skyggni hefur verið við eldgosið í dag og mengun frá gosinu liggur yfir gígunum. 5. ágúst 2022 14:44 Gas leggur yfir Voga í kvöld og gæti náð í höfuðborgina á morgun Vindátt snýst í Suðaustanátt síðdegis í dag og gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands spáir því að gas frá eldgosinu í Meradölum muni berast í nokkru magni yfir Voga á Vatnsleysuströnd. 5. ágúst 2022 11:17 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
„Það hafa ekki orðið neinar breytingar í nótt, þetta mallar bara áfram,“ segir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Mælingar gærdagsins benda til þess að hraunflæði í gosinu sé um tíu til fimmtán rúmmetrar á sekúndu. Þegar mest lét var flæðið 32 rúmmetrar á sekúndu. Eldgosið heldur sig enn við sömu sprunguna sem er orðin um eitt hundrað metrar að lengd. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að engin merki séu um að nýjar sprungur séu byrjaðar að myndast við gosstöðvarnar. Líklegast sé að slík sprunga myndi opnast til norðausturs þar sem kvikugangurinn liggur og fjarri þeirri hefðbundnu gönguleið sem fólk fari nú að svæðinu. Lítið skyggni í dag og ekkert ferðaveður á morgun Hæg sunnan- og suðvestanátt verður í dag á gosstöðvunum og súld og þoka. „Það gæti rofað aðeins til seinna í dag en það er hætt við að skyggnið verði ekki skemmtilegt,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir að lítið muni sjást til gossins frá hnjúkunum í kringum gosið þar sem fólk hefur horft á gosið. „Þannig að ég veit ekki hvað fólk sér,“ segir Elín Björk. Þá segir hún að strax í fyrramálið muni hvessa mikið á svæðinu og rigna hressilega. Ekkert ferðaveður verði á morgun. „Ekki nema mögulega annað kvöld en það er samt hvasst þá. Þannið það er sennilega skynsamlegast að gera eitthvað annað á morgun,“ segir Elín Björk. Veður var ekki gott við gosstöðvarnar í gær en fólk lét það lítið á sig fá og gekk að Meradölum í stríðum straumi. Elín Björk segir að unnið sé að því að uppfæra gasmengunarspá Veðurstofunnar en nýjustu upplýsingar þaðan benda til þess að nokkuð gas muni fara yfir Þorlákshöfn og nágrenni til austurs í dag.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Veður Tengdar fréttir Gasmengun getur verið alvarlegt mál Líkur eru á töluverðri gasmengun í Vogum og í Reykjanesbæ í sunnanáttinni í kvöld og íbúar þar eru ekki ólíklegir til að finna gaslykt í bænum. Starfandi sóttvarnalæknir segir gasmengun alvarlegt mál, sem hefur áhrif á heilsu fólks. Í fréttabrotinu hér að ofan er útlistað hvernig forðast megi gasmengun við gosstöðvarnar. 5. ágúst 2022 19:41 Fjöldi á leið að gosinu þrátt fyrir veðuraðstæður Töluverður straumur fólks er að eldgosinu í Meradölum þrátt fyrir að veðuraðstæður sé ekki upp á marga fiska. Lítið skyggni hefur verið við eldgosið í dag og mengun frá gosinu liggur yfir gígunum. 5. ágúst 2022 14:44 Gas leggur yfir Voga í kvöld og gæti náð í höfuðborgina á morgun Vindátt snýst í Suðaustanátt síðdegis í dag og gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands spáir því að gas frá eldgosinu í Meradölum muni berast í nokkru magni yfir Voga á Vatnsleysuströnd. 5. ágúst 2022 11:17 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Gasmengun getur verið alvarlegt mál Líkur eru á töluverðri gasmengun í Vogum og í Reykjanesbæ í sunnanáttinni í kvöld og íbúar þar eru ekki ólíklegir til að finna gaslykt í bænum. Starfandi sóttvarnalæknir segir gasmengun alvarlegt mál, sem hefur áhrif á heilsu fólks. Í fréttabrotinu hér að ofan er útlistað hvernig forðast megi gasmengun við gosstöðvarnar. 5. ágúst 2022 19:41
Fjöldi á leið að gosinu þrátt fyrir veðuraðstæður Töluverður straumur fólks er að eldgosinu í Meradölum þrátt fyrir að veðuraðstæður sé ekki upp á marga fiska. Lítið skyggni hefur verið við eldgosið í dag og mengun frá gosinu liggur yfir gígunum. 5. ágúst 2022 14:44
Gas leggur yfir Voga í kvöld og gæti náð í höfuðborgina á morgun Vindátt snýst í Suðaustanátt síðdegis í dag og gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands spáir því að gas frá eldgosinu í Meradölum muni berast í nokkru magni yfir Voga á Vatnsleysuströnd. 5. ágúst 2022 11:17