Gasmökkur á leið yfir borgina en óþarfi að óttast Árni Sæberg skrifar 6. ágúst 2022 10:37 Reykurinn sem stígur upp frá eldgosinu hefur bláleitan blæ. Það er merki um hið skaðlega brennisteinstvíoxíð. Vísir/Vilhelm Samkvæmt spálíkani Veðurstofunnar mun nokkuð magn gass frá eldgosinu í Meradölum leggja yfir höfuðborgarsvæðið á morgun. Veðurfræðingur segir þó að líkanið eigi það til að ofmeta magn gass sem kemst niður á yfirborð. Því sé engin ástæða til að örvænta. Skaðlegt brennisteinstvíoxíð stígur upp frá eldgosinu í Meradölum. Það hefur ertandi áhrif á fólk og sér í lagi þá sem glíma við veikindi í öndunarfærum. Því hefur Veðurstofa Íslands sett á fótt gasmengunarspá sem sýnir dreifingu gassins. Miðað við spánna mun gas koma yfir höfuðborgarsvæðið um klukkan 4 á morgun og annað kvöld er spáð mengun upp á 2.600 til 9.000 míkrógrömm í einum rúmmetra andrúmslofts við yfirborð, í efri byggðum Reykjavíkur og Mosfellsbæ. Svona lítur spáin út klukkan 21 á morgun en um miðnætti verður rauði liturinn yfir Mosfellsbæ.Veðurstofa Íslands Samkvæmt töflu á loftgæðavef Umhverfisstofnunar er svo mikið magn brennisteinstvíoxíðs í andrúmslofti óhollt fólki. Fólk, sér í lagi viðkvæmir, geti upplifað hósta, höfuðverk og ertingu í augum, nefi og koki. Gasið helst uppi í loftinu Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að líkanið eigi það til að ofmeta magn koltvísýrings við yfirborð og því sé best að fylgjast með loftgæðum í rauntíma á vef Umhverfisstofnunar. „Við lærðum það síðast að það er helst þegar það er hvass vindur sem nær að berja plómuna niður á yfirborðið, sem við sjáum tölur eitthvað líkar því sem í líkaninu,“ segir hún. Ekki er spáð miklum vindi á morgun svo ósennilegt er að gasið nái til jarðar. Ekkert varð úr spáðri mengun í Vogum „Það var gert ráð fyrir talsvert háum styrk í Vogum í nótt og það mældist ekkert og ekki í Garði heldur. Við sáum plúmuna, hún bara náði ekki til yfirborðs,“ segir Elín Björk. Áfram er spáð nokkurri mengun í Vogum í dag og í Þorlákshöfn og nágrenni seinna í dag. Hún segir erfitt að gera nákvæma spá um gasmengun við yfirborð vegna þessa. „Þetta er erfið míkróeðlisfræði og við erum ekki með reikniafl til þess að fara í mjög fína möskvastærð,“ segir Elín Björk. Þess vegna sé betra skoða áhrifasvæðakort Veðurstofunnar, sem sýna dreifingu gass á sex og 24 klukkustunda tímabili, og loftgæðakort Umhverfisstofnunar. Hér má sjá hvar gas mun hafa áhrif frá hádegi í dag til hádegis á morgun.Veðurstofa Íslands „Það er alveg óþarfi að örvænta og ef fólk er viðkvæmt fyrir er gott að forðast áreynslu utandyra og loka gluggum,“ segir Elín Björk og bætir við að eðlilegt sé að einhver loftmengun komi frá eldgosi í nágrenni við byggð. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gasmengun getur verið alvarlegt mál Líkur eru á töluverðri gasmengun í Vogum og í Reykjanesbæ í sunnanáttinni í kvöld og íbúar þar eru ekki ólíklegir til að finna gaslykt í bænum. Starfandi sóttvarnalæknir segir gasmengun alvarlegt mál, sem hefur áhrif á heilsu fólks. Í fréttabrotinu hér að ofan er útlistað hvernig forðast megi gasmengun við gosstöðvarnar. 5. ágúst 2022 19:41 Gas leggur yfir Voga í kvöld og gæti náð í höfuðborgina á morgun Vindátt snýst í Suðaustanátt síðdegis í dag og gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands spáir því að gas frá eldgosinu í Meradölum muni berast í nokkru magni yfir Voga á Vatnsleysuströnd. 5. ágúst 2022 11:17 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira
Skaðlegt brennisteinstvíoxíð stígur upp frá eldgosinu í Meradölum. Það hefur ertandi áhrif á fólk og sér í lagi þá sem glíma við veikindi í öndunarfærum. Því hefur Veðurstofa Íslands sett á fótt gasmengunarspá sem sýnir dreifingu gassins. Miðað við spánna mun gas koma yfir höfuðborgarsvæðið um klukkan 4 á morgun og annað kvöld er spáð mengun upp á 2.600 til 9.000 míkrógrömm í einum rúmmetra andrúmslofts við yfirborð, í efri byggðum Reykjavíkur og Mosfellsbæ. Svona lítur spáin út klukkan 21 á morgun en um miðnætti verður rauði liturinn yfir Mosfellsbæ.Veðurstofa Íslands Samkvæmt töflu á loftgæðavef Umhverfisstofnunar er svo mikið magn brennisteinstvíoxíðs í andrúmslofti óhollt fólki. Fólk, sér í lagi viðkvæmir, geti upplifað hósta, höfuðverk og ertingu í augum, nefi og koki. Gasið helst uppi í loftinu Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að líkanið eigi það til að ofmeta magn koltvísýrings við yfirborð og því sé best að fylgjast með loftgæðum í rauntíma á vef Umhverfisstofnunar. „Við lærðum það síðast að það er helst þegar það er hvass vindur sem nær að berja plómuna niður á yfirborðið, sem við sjáum tölur eitthvað líkar því sem í líkaninu,“ segir hún. Ekki er spáð miklum vindi á morgun svo ósennilegt er að gasið nái til jarðar. Ekkert varð úr spáðri mengun í Vogum „Það var gert ráð fyrir talsvert háum styrk í Vogum í nótt og það mældist ekkert og ekki í Garði heldur. Við sáum plúmuna, hún bara náði ekki til yfirborðs,“ segir Elín Björk. Áfram er spáð nokkurri mengun í Vogum í dag og í Þorlákshöfn og nágrenni seinna í dag. Hún segir erfitt að gera nákvæma spá um gasmengun við yfirborð vegna þessa. „Þetta er erfið míkróeðlisfræði og við erum ekki með reikniafl til þess að fara í mjög fína möskvastærð,“ segir Elín Björk. Þess vegna sé betra skoða áhrifasvæðakort Veðurstofunnar, sem sýna dreifingu gass á sex og 24 klukkustunda tímabili, og loftgæðakort Umhverfisstofnunar. Hér má sjá hvar gas mun hafa áhrif frá hádegi í dag til hádegis á morgun.Veðurstofa Íslands „Það er alveg óþarfi að örvænta og ef fólk er viðkvæmt fyrir er gott að forðast áreynslu utandyra og loka gluggum,“ segir Elín Björk og bætir við að eðlilegt sé að einhver loftmengun komi frá eldgosi í nágrenni við byggð.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gasmengun getur verið alvarlegt mál Líkur eru á töluverðri gasmengun í Vogum og í Reykjanesbæ í sunnanáttinni í kvöld og íbúar þar eru ekki ólíklegir til að finna gaslykt í bænum. Starfandi sóttvarnalæknir segir gasmengun alvarlegt mál, sem hefur áhrif á heilsu fólks. Í fréttabrotinu hér að ofan er útlistað hvernig forðast megi gasmengun við gosstöðvarnar. 5. ágúst 2022 19:41 Gas leggur yfir Voga í kvöld og gæti náð í höfuðborgina á morgun Vindátt snýst í Suðaustanátt síðdegis í dag og gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands spáir því að gas frá eldgosinu í Meradölum muni berast í nokkru magni yfir Voga á Vatnsleysuströnd. 5. ágúst 2022 11:17 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira
Gasmengun getur verið alvarlegt mál Líkur eru á töluverðri gasmengun í Vogum og í Reykjanesbæ í sunnanáttinni í kvöld og íbúar þar eru ekki ólíklegir til að finna gaslykt í bænum. Starfandi sóttvarnalæknir segir gasmengun alvarlegt mál, sem hefur áhrif á heilsu fólks. Í fréttabrotinu hér að ofan er útlistað hvernig forðast megi gasmengun við gosstöðvarnar. 5. ágúst 2022 19:41
Gas leggur yfir Voga í kvöld og gæti náð í höfuðborgina á morgun Vindátt snýst í Suðaustanátt síðdegis í dag og gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands spáir því að gas frá eldgosinu í Meradölum muni berast í nokkru magni yfir Voga á Vatnsleysuströnd. 5. ágúst 2022 11:17