Ekki útilokað að fleiri skjálftar verði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2022 19:01 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Vísir/Egill Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að fleiri skjálftar, svipaðir þeim sem reið yfir í dag, verði á næstunni þó að spenna hafi að miklu leyti losnað á svæðinu. Skjálfti af stærðinni 4,1 reið yfir suðvesturhorn landsins rétt fyrir hádegi í dag og er stærsti skjálftinn frá upphafi gossins í Meradölum á miðvikudag. Margir furðuðu sig á stærð skjálftans og að hann hefði riðið yfir eftir upphaf eldgossins. „Þessi skjálfti sem kom núna kom mörgum svolítið á óvart vegna þess að það er búið að tala um það að skjálftavirkni hafi minnkað mikið. Hún gerði það, skjálftavirknin snarminnkaði sem hafði verið síðustu vikuna á undan,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Líta megi á skjálftann í morgun sem eftirþanka á flekaskilunum. Hann falli í hóp gikkskjálfta. Ekki sé hægt að útiloka að fleiri skjálftar sem þessir verði á næstunni en að megninu til hafi verið losað um þá spennu sem myndaðist á svæðinu. „Gangurinn, sem fóðraði gosið, hann hefur hleypt af stað skjálftavirkni eftir flekaskilunum og það eymir enn eftir af þessari virkni svolítið þó að langmestu hætti hún eftir að gosið kom upp,“ segir Páll. Kristján Jónsson Skjálftinn í morgun átti upptök um 5 kílómetra norðnorðaustur af Krísuvík en minnst hafa 110 skjálftar yfir þremur að stærð riðið yfir Suðvesturhornið undanfarna viku. Vegna veðurs ákvað lögreglan á Suðurnesjum að loka svæðinu við gosstöðvarnar klukkan fimm í morgun. Nú hefur hún ákveðið að lokunin gildi þar til í fyrramálið. Nokkrir ferðamenn, íslenskir og erlendir, lögðu leið sína að gosstöðvunum í dag en var snúið við af björgunarsveitarmönnum sem stóðu vörð við svæðið. Að sögn formanns björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík jókst umferð göngumanna síðdegis en þeim hafi öllum verið vísað frá. Hann gerir ráð fyrir að björgunarsveitarmenn muni standa vaktina við gosstöðvarnar í nótt. Samkvæmt gasdreifingarspá Veðurstofunnar mun gas frá eldgosinu berast yfir höfuðborgarsvæðið um klukkan níu í kvöld og blása yfir svæðið þar til í fyrramálið. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45 Nokkrum ferðamönnum snúið við á gosstöðvunum í morgun Vonskuveður er við gosstöðvarnar í Meradölum í dag og svæðið lokað almenningi. Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu að ganga upp að eldgosinu í morgun. 7. ágúst 2022 12:30 Stór skjálfti á Reykjanesskaga Stór skjálfti varð rétt í þessu á Reykjanesi og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 4,1 að stærð. 7. ágúst 2022 11:53 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Skjálfti af stærðinni 4,1 reið yfir suðvesturhorn landsins rétt fyrir hádegi í dag og er stærsti skjálftinn frá upphafi gossins í Meradölum á miðvikudag. Margir furðuðu sig á stærð skjálftans og að hann hefði riðið yfir eftir upphaf eldgossins. „Þessi skjálfti sem kom núna kom mörgum svolítið á óvart vegna þess að það er búið að tala um það að skjálftavirkni hafi minnkað mikið. Hún gerði það, skjálftavirknin snarminnkaði sem hafði verið síðustu vikuna á undan,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Líta megi á skjálftann í morgun sem eftirþanka á flekaskilunum. Hann falli í hóp gikkskjálfta. Ekki sé hægt að útiloka að fleiri skjálftar sem þessir verði á næstunni en að megninu til hafi verið losað um þá spennu sem myndaðist á svæðinu. „Gangurinn, sem fóðraði gosið, hann hefur hleypt af stað skjálftavirkni eftir flekaskilunum og það eymir enn eftir af þessari virkni svolítið þó að langmestu hætti hún eftir að gosið kom upp,“ segir Páll. Kristján Jónsson Skjálftinn í morgun átti upptök um 5 kílómetra norðnorðaustur af Krísuvík en minnst hafa 110 skjálftar yfir þremur að stærð riðið yfir Suðvesturhornið undanfarna viku. Vegna veðurs ákvað lögreglan á Suðurnesjum að loka svæðinu við gosstöðvarnar klukkan fimm í morgun. Nú hefur hún ákveðið að lokunin gildi þar til í fyrramálið. Nokkrir ferðamenn, íslenskir og erlendir, lögðu leið sína að gosstöðvunum í dag en var snúið við af björgunarsveitarmönnum sem stóðu vörð við svæðið. Að sögn formanns björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík jókst umferð göngumanna síðdegis en þeim hafi öllum verið vísað frá. Hann gerir ráð fyrir að björgunarsveitarmenn muni standa vaktina við gosstöðvarnar í nótt. Samkvæmt gasdreifingarspá Veðurstofunnar mun gas frá eldgosinu berast yfir höfuðborgarsvæðið um klukkan níu í kvöld og blása yfir svæðið þar til í fyrramálið.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45 Nokkrum ferðamönnum snúið við á gosstöðvunum í morgun Vonskuveður er við gosstöðvarnar í Meradölum í dag og svæðið lokað almenningi. Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu að ganga upp að eldgosinu í morgun. 7. ágúst 2022 12:30 Stór skjálfti á Reykjanesskaga Stór skjálfti varð rétt í þessu á Reykjanesi og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 4,1 að stærð. 7. ágúst 2022 11:53 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45
Nokkrum ferðamönnum snúið við á gosstöðvunum í morgun Vonskuveður er við gosstöðvarnar í Meradölum í dag og svæðið lokað almenningi. Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu að ganga upp að eldgosinu í morgun. 7. ágúst 2022 12:30
Stór skjálfti á Reykjanesskaga Stór skjálfti varð rétt í þessu á Reykjanesi og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 4,1 að stærð. 7. ágúst 2022 11:53