Tesla Model Y að verða mest seldi bíll heims Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. ágúst 2022 07:00 Séð framan á Model Y. Vilhelm Gunnarsson Rafjepplingurinn Tesla Model Y er á hraðri leið með að vera mest seldi bíll ársins 2022 þegar horft er til tekna af sölu. Á næsta ári er útlit fyrir að Model Y verði mest seldi bíll heims þegar kemur að seldum eintökum. Það verður að teljast merkilegur árangur fyrir stóran rafbíl. Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla hélt þessu fram á hluthafafundi Tesla sem fram fór á dögunum. Eins og staðan er núna er Toyota Corolla mest seldi bíll heims, um 1.150.000 eintök voru seld á síðasta ári. Til samanburðar seldi Tesla 936.222 bíla samtals á síðasta ári, þar eru taldar með allar undirtegundir framleiðandans. Innra rýmið í Tesla Model Y er minimalískt.Vilhelm Gunnarsson Tesla er stöðugt að auka sölu á sínum bílum og spár gera ráð fyrir að Tesla selji um 1,3 milljón eintaka á þessu ári. Þrátt fyrir erfiðleika með að skaffa íhluti vega innrásar Rússlands í Úkraínu og faraldur kórónaveirunnar. Eins og er gefur Tesla einungis upp opinberlega samanlagðar sölutölur Model 3 og Model Y sem gerir erfitt fyrir að rýna í nákvæmar tölur. En með Gígaverksmiðjunni í Berlín er Tesla að auka framleiðslugetu til muna. Sú verksmiðja mun eingöngu framleiða Model Y. Evrópskar pantanir munu því verða afgreiddar hraðar en áður. Það er því útlit fyrir að Model Y gæti orðið söluhæsta bifreiðin í heiminum á næsta ári. Tesla Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent
Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla hélt þessu fram á hluthafafundi Tesla sem fram fór á dögunum. Eins og staðan er núna er Toyota Corolla mest seldi bíll heims, um 1.150.000 eintök voru seld á síðasta ári. Til samanburðar seldi Tesla 936.222 bíla samtals á síðasta ári, þar eru taldar með allar undirtegundir framleiðandans. Innra rýmið í Tesla Model Y er minimalískt.Vilhelm Gunnarsson Tesla er stöðugt að auka sölu á sínum bílum og spár gera ráð fyrir að Tesla selji um 1,3 milljón eintaka á þessu ári. Þrátt fyrir erfiðleika með að skaffa íhluti vega innrásar Rússlands í Úkraínu og faraldur kórónaveirunnar. Eins og er gefur Tesla einungis upp opinberlega samanlagðar sölutölur Model 3 og Model Y sem gerir erfitt fyrir að rýna í nákvæmar tölur. En með Gígaverksmiðjunni í Berlín er Tesla að auka framleiðslugetu til muna. Sú verksmiðja mun eingöngu framleiða Model Y. Evrópskar pantanir munu því verða afgreiddar hraðar en áður. Það er því útlit fyrir að Model Y gæti orðið söluhæsta bifreiðin í heiminum á næsta ári.
Tesla Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent