Einbeitir sér að leiklistinni
„Í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ætlum ég og Jói að halda okkar síðustu tónleika (í bili). Ég er á leiðinni í skóla þar sem mig langar að beita mér að fullu og Jói er að leggja lokahönd á frábæra sóló plötu,“ segir Króli í tilkynningunni en hann er að hefja nám á Leikarabraut LHÍ í haust líkt og hann tilkynnti fyrir nokkrum vikum á miðli sínum:
„ÉG KOMST INN Í LEIKARANN Í LHÍ!?!? Ég sest á skólabekk í haust ég get ekki beðið og ég lofa að klára í þetta skipti!“ Sagði hann en nýverið hefur hann farið með hlutverk í barnasöngleikjunum Benedikt Búálfi og Ávaxtakörfunni.
Besta sem hann gerir
„Það besta sem ég geri er að spila á tónleikum með mínum bestu vinum. Núna verður Sinfóníuhljómsveit líka með sem er bara gaman,“ segir Króli sem ætlar að njóta þess að stíga á svið með JóaPé.
„Ekki missa af því að sjá JóaPé og Króla í seinasta sinn (í bili),“ segir hann að lokum ásamt því að senda fylgjendum sínum mikla ást.