Björgunarsveitarmenn fái illt í hjartað þegar börn eru dregin að gosinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. ágúst 2022 11:37 Steinar Þór Kristinsson er í svæðisstjórn björgunarsveitarinnar í Grindavík. Arnar Halldórsson Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim. Svæðið við gosstöðvarnar hefur verið lokað síðan klukkan 5 í gærmorgun vegna veðurs og tekin var ákvörðun um að framlengja lokuninni þar til í fyrramálið. Unnið verður að því að bæta aðgengi upp að gosstöðvunum í dag en á meðan verður björgunarsveitarfólk í hvíld eftir margra daga törn. „Það var ákveðið að nota tækifærið fyrst það er lokað vegna veðurs og reyna að laga gönguleiðina þarna áfram upp,“ segir Steinar Þór Kristinsson björgunarsveitarmaður hjá Þorbirni í Grindavík og fulltrúi í svæðisstjórn. „Það er mjög erfitt aðgengi fyrir okkur þarna upp á fjallið og það er eiginlega mjög illfært og erfitt við að eiga. Það tekur mikinn tíma og er mikil áníðsla á tækjum.“ Nokkur fjöldi ferðamanna, aðallega erlendra, lagði leið sína að gosstöðvunum í gær þrátt fyrir lokanir en var snúið við af björgunarsveitarfólki. „Einhverjir virðast hafa farið einhvers staðar fram hjá og sloppið í gegn en það er alveg sáralítil umferð,“ segir Steinar. Veðrið uppi á fjallinu sé vont og von á enn verra veðri þegar líður á daginn. „Það er bara frekar skítt þarna uppi skilst mér núna og getur verið að aðeins dúri en það er bara svo stuttur tími og svo verður mikið slagveður og læti með kvöldinu og í nótt.“ Fólk fari enn með börn upp að gosstöðvunum þrátt fyrir aðvaranir. „Stundum fær maður hálfillt í hjartað þegar maður sér þetta fólk koma niður og börnin hálfpartinn dregin áfram vegna þess að þau eru alveg uppgefin eftir þetta,“ segir Steinar. Björgunarsveitir Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vinna við erfiðasta kaflann á vinsælustu gönguleiðinni hefst í dag Í dag er áætlað að unnið verði að því að lagfæra erfiðasta kaflann á svokallaðri A-gönguleið að eldgosinu í Meradölum. 8. ágúst 2022 09:14 Ekki útilokað að fleiri skjálftar verði Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að fleiri skjálftar, svipaðir þeim sem reið yfir í dag, verði á næstunni þó að spenna hafi að miklu leyti losnað á svæðinu. 7. ágúst 2022 19:01 Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Svæðið við gosstöðvarnar hefur verið lokað síðan klukkan 5 í gærmorgun vegna veðurs og tekin var ákvörðun um að framlengja lokuninni þar til í fyrramálið. Unnið verður að því að bæta aðgengi upp að gosstöðvunum í dag en á meðan verður björgunarsveitarfólk í hvíld eftir margra daga törn. „Það var ákveðið að nota tækifærið fyrst það er lokað vegna veðurs og reyna að laga gönguleiðina þarna áfram upp,“ segir Steinar Þór Kristinsson björgunarsveitarmaður hjá Þorbirni í Grindavík og fulltrúi í svæðisstjórn. „Það er mjög erfitt aðgengi fyrir okkur þarna upp á fjallið og það er eiginlega mjög illfært og erfitt við að eiga. Það tekur mikinn tíma og er mikil áníðsla á tækjum.“ Nokkur fjöldi ferðamanna, aðallega erlendra, lagði leið sína að gosstöðvunum í gær þrátt fyrir lokanir en var snúið við af björgunarsveitarfólki. „Einhverjir virðast hafa farið einhvers staðar fram hjá og sloppið í gegn en það er alveg sáralítil umferð,“ segir Steinar. Veðrið uppi á fjallinu sé vont og von á enn verra veðri þegar líður á daginn. „Það er bara frekar skítt þarna uppi skilst mér núna og getur verið að aðeins dúri en það er bara svo stuttur tími og svo verður mikið slagveður og læti með kvöldinu og í nótt.“ Fólk fari enn með börn upp að gosstöðvunum þrátt fyrir aðvaranir. „Stundum fær maður hálfillt í hjartað þegar maður sér þetta fólk koma niður og börnin hálfpartinn dregin áfram vegna þess að þau eru alveg uppgefin eftir þetta,“ segir Steinar.
Björgunarsveitir Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vinna við erfiðasta kaflann á vinsælustu gönguleiðinni hefst í dag Í dag er áætlað að unnið verði að því að lagfæra erfiðasta kaflann á svokallaðri A-gönguleið að eldgosinu í Meradölum. 8. ágúst 2022 09:14 Ekki útilokað að fleiri skjálftar verði Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að fleiri skjálftar, svipaðir þeim sem reið yfir í dag, verði á næstunni þó að spenna hafi að miklu leyti losnað á svæðinu. 7. ágúst 2022 19:01 Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Vinna við erfiðasta kaflann á vinsælustu gönguleiðinni hefst í dag Í dag er áætlað að unnið verði að því að lagfæra erfiðasta kaflann á svokallaðri A-gönguleið að eldgosinu í Meradölum. 8. ágúst 2022 09:14
Ekki útilokað að fleiri skjálftar verði Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að fleiri skjálftar, svipaðir þeim sem reið yfir í dag, verði á næstunni þó að spenna hafi að miklu leyti losnað á svæðinu. 7. ágúst 2022 19:01
Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45