Eiríkur Guðmundsson látinn Jakob Bjarnar skrifar 9. ágúst 2022 12:36 Útvarpsmaðurinn og rithöfundurinn Eiríkur Guðmundsson er látinn, aðeins 52 ára að aldri. Vísir/Vilhelm Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður og rithöfundur er látinn aðeins 52 ára að aldri, hann fæddist þann 28. september 1969 í Bolungarvík. Eiríkur starfaði árum saman sem þáttastjórnandi á Rás eitt og stýrði þar meðal annars menningarþáttunum Víðsjá og Lestinni. Hann gat sér orð fyrir skapandi og vönduð efnistök, pistlar hans um menningar- og þjóðmál vöktu athygli og viðtöl hans við bókmenntafólk og aðra voru ígrunduð þannig að eftir var tekið. Reyndar er óhætt að fullyrða að Eiríkur hafi um árabil verið einn eftirtektarverðasti útvarpsmaður landsins. Eiríkur útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund árið 1988, lauk B.A. prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og M.A. prófi í íslenskum bókmenntum frá sama skóla. Eiríkur var áhugamaður um tónlist, fékkst sjálfur við að leika á píanó og semja lög. Þá lét hann sé ekki nægja að fjalla um bókmenntir, sjálfur sendi hann frá sér skáldsögur. Sú fyrsta ber titilinn 39 þrep til glötunar, hún kom út árið 2004 og vakti þá þegar verulega athygli. Enginn byrjendabragur var á verkinu en seinna komu út bækurnar Undir himninum, 1983 og Ritgerð mín um sársaukann. Þá sendi Eiríkur frá sér bók sem fjallar um skáldskap Steinars Sigurjónssonar og ritstýrði heildarútgáfu á verkum hans. Vísir ræddi við Eirík í tilefni af útkomu bókar hans Ritgerð mín um sársaukann og birtist viðtalið í október 2018. Þar segir Eiríkur meðal annars: „Ég veit ekki hver ég er, og þess vegna skrifa ég. Þegar ég kemst að því hver ég er, hætti ég að skrifa og fer að semja tónlist, dægurlög. Það er mér ekki nóg að tala í útvarpið, jafn gaman og mér finnst að tala í útvarpið, ég elska það, en það er ýmislegt sem maður getur ekki sagt í útvarp, og maður færir það í skáldskap, ég skálda auðvitað í útvarpið, en svo er annað sem er hættulegra og það á ekki heima í útvarpi, heldur skáldskap.“ Er skáldskapur hættulegri en útvarpið? Býr meiri háski í því að sitja við skriftir en vera í beinni útsendingu? „Skáldskapur er hættulegasti hlutur í heimi. Hann er svo hættulegur að það ætti enginn að koma nálægt honum, og helst ekki lesa alvöru skáldskap. Það er ávísun á glötun. Beinar útsendingar eru hressandi, en fara sannarlega illa með mann, fari þær margar saman í röð eins og í mínu tilfelli, jafnvel lífshættulegar, eins og dæmin sanna. Ég hef upplifað það og gæti sagt af því langa sögu. En það er skáldskapurinn sem brjóst vor brennir, svo ég vitni í Stein sem kemur því miður mjög við sögu í minni bók.“ Eiríkur lætur eftir sig einn son, Kolbein Orfeus og stjúpdóttur, Vöku Blöndal. Andlát Bókmenntir Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Sjá meira
Eiríkur starfaði árum saman sem þáttastjórnandi á Rás eitt og stýrði þar meðal annars menningarþáttunum Víðsjá og Lestinni. Hann gat sér orð fyrir skapandi og vönduð efnistök, pistlar hans um menningar- og þjóðmál vöktu athygli og viðtöl hans við bókmenntafólk og aðra voru ígrunduð þannig að eftir var tekið. Reyndar er óhætt að fullyrða að Eiríkur hafi um árabil verið einn eftirtektarverðasti útvarpsmaður landsins. Eiríkur útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund árið 1988, lauk B.A. prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og M.A. prófi í íslenskum bókmenntum frá sama skóla. Eiríkur var áhugamaður um tónlist, fékkst sjálfur við að leika á píanó og semja lög. Þá lét hann sé ekki nægja að fjalla um bókmenntir, sjálfur sendi hann frá sér skáldsögur. Sú fyrsta ber titilinn 39 þrep til glötunar, hún kom út árið 2004 og vakti þá þegar verulega athygli. Enginn byrjendabragur var á verkinu en seinna komu út bækurnar Undir himninum, 1983 og Ritgerð mín um sársaukann. Þá sendi Eiríkur frá sér bók sem fjallar um skáldskap Steinars Sigurjónssonar og ritstýrði heildarútgáfu á verkum hans. Vísir ræddi við Eirík í tilefni af útkomu bókar hans Ritgerð mín um sársaukann og birtist viðtalið í október 2018. Þar segir Eiríkur meðal annars: „Ég veit ekki hver ég er, og þess vegna skrifa ég. Þegar ég kemst að því hver ég er, hætti ég að skrifa og fer að semja tónlist, dægurlög. Það er mér ekki nóg að tala í útvarpið, jafn gaman og mér finnst að tala í útvarpið, ég elska það, en það er ýmislegt sem maður getur ekki sagt í útvarp, og maður færir það í skáldskap, ég skálda auðvitað í útvarpið, en svo er annað sem er hættulegra og það á ekki heima í útvarpi, heldur skáldskap.“ Er skáldskapur hættulegri en útvarpið? Býr meiri háski í því að sitja við skriftir en vera í beinni útsendingu? „Skáldskapur er hættulegasti hlutur í heimi. Hann er svo hættulegur að það ætti enginn að koma nálægt honum, og helst ekki lesa alvöru skáldskap. Það er ávísun á glötun. Beinar útsendingar eru hressandi, en fara sannarlega illa með mann, fari þær margar saman í röð eins og í mínu tilfelli, jafnvel lífshættulegar, eins og dæmin sanna. Ég hef upplifað það og gæti sagt af því langa sögu. En það er skáldskapurinn sem brjóst vor brennir, svo ég vitni í Stein sem kemur því miður mjög við sögu í minni bók.“ Eiríkur lætur eftir sig einn son, Kolbein Orfeus og stjúpdóttur, Vöku Blöndal.
Andlát Bókmenntir Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Sjá meira