Við kíkjum einnig á gosstöðvar en fjöldi fólks lagði leið sína þangað í dag eftir þriggja daga lokun. Ekki voru allir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við meðvitaðir um að börn undir tólf ára aldri megi ekki vera á svæðinu.
Það styttist í að hraun renni úr Meradölum – við ræðum við sérfræðing í beinni sem telur styttast í að hraun nálgist Suðurstrandaveg.
Þá kíkjum við í Garðabæinn þar sem íbúar kvarta sáran undan ágangi máva. Fuglarnir eru sagðir trufla svefnfrið og jafnvel ráðast á fólk – auk þess sem við kynnum okkur þjálfun smalahunda.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.