Hvalreki fyrir tónlistarunnendur að fá Aldous Harding til landsins Steinar Fjeldsted skrifar 10. ágúst 2022 18:46 Það styttist í komu Aldous Harding en hún spilar á tónleikum í Hljómahöllinni þann 15. ágúst nk. Miðasala er í fullum gangi tix.is og fer hver að verða síðastur að ná sér í miða en rétt um 100 miðar eru eftir. H. Hawkline (Huw Evans) hitar upp fyrir Aldous Harding. Hann er velskur tónlistar- og fjölmiðlamaður sem hóf sólóferil sinn árið 2010 og hefur gefið út fjórar plötur frá þeim tíma. Hann hefur unnið með Cate Le Bon og Kevin Morby og síðustu árin með Aldous Harding en þau eru jafnframt par. Í fjölmiðlaheimum hefur hann m.a. unnið með samlanda sínum Huw Stephens sem er tónlistar áhugafólki hér á landi sem víðar að góðu kunnur. Það verður að teljast sannkallaður hvalreki fyrir tónlistarunnendur á Íslandi að Aldous Harding leggi lykkju á leið sína til að halda tónleika hér á landi. Hún gaf út sína fyrstu plötu Aldous Harding árið 2014 og hefur síðan þá vakið athygli fyrir lagasmíðar og ekki síður flutning. Plöturnar Party (2017) og Disigner (2019) hlutu einróma lof gagnrýnenda og tónlistarunnenda um allan heim. Þannig fékk hún 5 stjörnur af fimm mögulegum í Q tímaritinu og í The Independant fyrir Designer. Lagið Barrel af plötunni náði talsverðri spilun á Íslandi þegar það kom út í febrúar 2019. Dómar um nýju plötuna Warm Chris hafa verið frábærir og þannig gaf Clash plötunni 9 einkunn og Mojo og Uncut 8. Lögin Fewer og Lawn af Warm Chris hafa heyrst á öldum ljósvakans síðustu vikur. Aldous Harding hefur unnið síðustu þrjár plötur (Party, Designer og Warm Chris) með tónlistarmanninum John Parish sem er þekktur m.a. fyrir samstarf sitt með PJ Harvey, Eels og Tracy Chapman. Húsið opnar kl. 19 og tónleikar hefjast kl. 20. Miðasala er í fullum gangi á tix.is Rútuferðir eru í boði á milli Reykjavíkur og Hljómahallar. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is. Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist
H. Hawkline (Huw Evans) hitar upp fyrir Aldous Harding. Hann er velskur tónlistar- og fjölmiðlamaður sem hóf sólóferil sinn árið 2010 og hefur gefið út fjórar plötur frá þeim tíma. Hann hefur unnið með Cate Le Bon og Kevin Morby og síðustu árin með Aldous Harding en þau eru jafnframt par. Í fjölmiðlaheimum hefur hann m.a. unnið með samlanda sínum Huw Stephens sem er tónlistar áhugafólki hér á landi sem víðar að góðu kunnur. Það verður að teljast sannkallaður hvalreki fyrir tónlistarunnendur á Íslandi að Aldous Harding leggi lykkju á leið sína til að halda tónleika hér á landi. Hún gaf út sína fyrstu plötu Aldous Harding árið 2014 og hefur síðan þá vakið athygli fyrir lagasmíðar og ekki síður flutning. Plöturnar Party (2017) og Disigner (2019) hlutu einróma lof gagnrýnenda og tónlistarunnenda um allan heim. Þannig fékk hún 5 stjörnur af fimm mögulegum í Q tímaritinu og í The Independant fyrir Designer. Lagið Barrel af plötunni náði talsverðri spilun á Íslandi þegar það kom út í febrúar 2019. Dómar um nýju plötuna Warm Chris hafa verið frábærir og þannig gaf Clash plötunni 9 einkunn og Mojo og Uncut 8. Lögin Fewer og Lawn af Warm Chris hafa heyrst á öldum ljósvakans síðustu vikur. Aldous Harding hefur unnið síðustu þrjár plötur (Party, Designer og Warm Chris) með tónlistarmanninum John Parish sem er þekktur m.a. fyrir samstarf sitt með PJ Harvey, Eels og Tracy Chapman. Húsið opnar kl. 19 og tónleikar hefjast kl. 20. Miðasala er í fullum gangi á tix.is Rútuferðir eru í boði á milli Reykjavíkur og Hljómahallar. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög