Krakkar ósáttir með bann á gosstöðvum: „Mér finnst það ekki í lagi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2022 22:01 Krakkar segja bann lögreglustjórans á Suðurnesjum við að börn yngri en 12 ára gangi að eldgosinu í Meradölum ósanngjarnt. Vísir Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum um ákvörðun hans um að takmarka aðgengi barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum. Börn segja ósanngjarnt að sumir megi ekki skoða gosið. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum boðaði fyrr í vikunni bann við því að börn undir 12 ára gengju upp að eldgosinu. Gagnrýnisraddir hafa víða heyrst og nú í dag óskaði umboðsmaður Alþingis eftir skýringum á þessari ákvörðun lögreglustjórans. Ósk umboðsmanns er þrískipt; ósk eftir upplýsingum um hvort og hvenær þessi ákvörðun hafi tekið gildi og hvort gildistíminn sé takmarkaður; að lögreglustjóri skýri nánar á hvaða lagagrundvelli ákvörðunin er reist og hvað hafi orðið til að miðað væri við 12 ára aldur; og síðast hvort og með hvaða hætti ákvörðunin hafi verið kynnt almenningi. En hvað finnst þeim sem bannið hefur áhrif á? Finnst þér að allir krakkar ættu að fá að fara upp að eldgosinu? „Nei ekki algjörlega,“ segir hinn átta ára gamli Pétur en sagði þó að það væri ekki gaman að krökkum væri bannað að fara. Arnaldur Kári, sem er 11 ára, er ósammála Pétri. „Mér finnst það allt í lagi á meðan það er enn verið að rannsaka gosið,“ segir Arnaldur. Hann segist hafa farið að skoða eldgosið í fyrra, sem hafi verið mjög flott. Hann langi að skoða gosið í Meradölum en er þó hikandi. „Já og nei, af því kannski getur það verið smá hættulegt.“ Bríet og Hrafntinna Kristín, sem eru níu ára gamlar, segjast vilja sjá eldgosið „geðveikt mikið.“ Þær fóru báðar að skoða síðasta eldgos, sem þeim fannst mjög gaman. Hrafntinna setti þann skilmála við foreldra sína að hún fengi sælgæti ef hún gengi að eldgosinu í Geldingadölum, sem hún og fékk. Um barnabannið við gosstöðvarnar hafa þær þetta að segja: „Þau geta kannski sett hlið eða eitthvað, sem má ekki fara nálægt. Ég veit það ekki.“ Hin átta ára gamla Hera Rut hefur ekki séð eldgosið en segist langa svolítið að fara. Hvað finnst þér um bannið? „Ekki gaman,“ segir Hera og bætir við að henni finnist að allir krakkar eigi að fá að skoða gosið. Ásdís, sem er ellefu ára, hefur ekki farið að eldgosinu í Meradölum en fékk þó að fara í fyrra. Hana langar að skoða eldgosið en hefur ekki náð aldri, samkvæmt ákvörðun lögreglunnar. „Mér finnst það leiðinlegt en ég veit það ekki alveg,“ segir Ásdís. Hinn tólf ára gamli Sæmundur er alls ekki sáttur. „Mér finnst það bara ekki í lagi,“ segir hann. Finnst þér að allir krakkar eigi að fá að skoða eldgosið? „Já, allir eiga að fá rétt á að skoða eldgosið.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Börn og uppeldi Réttindi barna Tengdar fréttir Umboðsmaður vill skýringar á barnabanni Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum og skýringum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum vegna ákvörðunar hans um að takmarka aðgengi barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum. 11. ágúst 2022 13:57 Tímaspursmál hvenær hraun rennur suður úr Meradölum Hraun er enn ekki farið að flæða úr Meradölum en jarðeðlisfræðingur segir tímaspursmál hvenær það gerist. Þá muni hraunið renna í átt að Suðurstrandavegi, rúmlega fjögurra kílómetra leið. 11. ágúst 2022 11:40 Telur mörg þúsund hafa gengið að gosinu í dag Svæðið við gosstöðvarnar í Meradölum var opnað aftur í morgun eftir þriggja daga lokun. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum og telur björgunarsveitarmaður að þúsundir hafi farið um svæðið í dag. 10. ágúst 2022 19:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum boðaði fyrr í vikunni bann við því að börn undir 12 ára gengju upp að eldgosinu. Gagnrýnisraddir hafa víða heyrst og nú í dag óskaði umboðsmaður Alþingis eftir skýringum á þessari ákvörðun lögreglustjórans. Ósk umboðsmanns er þrískipt; ósk eftir upplýsingum um hvort og hvenær þessi ákvörðun hafi tekið gildi og hvort gildistíminn sé takmarkaður; að lögreglustjóri skýri nánar á hvaða lagagrundvelli ákvörðunin er reist og hvað hafi orðið til að miðað væri við 12 ára aldur; og síðast hvort og með hvaða hætti ákvörðunin hafi verið kynnt almenningi. En hvað finnst þeim sem bannið hefur áhrif á? Finnst þér að allir krakkar ættu að fá að fara upp að eldgosinu? „Nei ekki algjörlega,“ segir hinn átta ára gamli Pétur en sagði þó að það væri ekki gaman að krökkum væri bannað að fara. Arnaldur Kári, sem er 11 ára, er ósammála Pétri. „Mér finnst það allt í lagi á meðan það er enn verið að rannsaka gosið,“ segir Arnaldur. Hann segist hafa farið að skoða eldgosið í fyrra, sem hafi verið mjög flott. Hann langi að skoða gosið í Meradölum en er þó hikandi. „Já og nei, af því kannski getur það verið smá hættulegt.“ Bríet og Hrafntinna Kristín, sem eru níu ára gamlar, segjast vilja sjá eldgosið „geðveikt mikið.“ Þær fóru báðar að skoða síðasta eldgos, sem þeim fannst mjög gaman. Hrafntinna setti þann skilmála við foreldra sína að hún fengi sælgæti ef hún gengi að eldgosinu í Geldingadölum, sem hún og fékk. Um barnabannið við gosstöðvarnar hafa þær þetta að segja: „Þau geta kannski sett hlið eða eitthvað, sem má ekki fara nálægt. Ég veit það ekki.“ Hin átta ára gamla Hera Rut hefur ekki séð eldgosið en segist langa svolítið að fara. Hvað finnst þér um bannið? „Ekki gaman,“ segir Hera og bætir við að henni finnist að allir krakkar eigi að fá að skoða gosið. Ásdís, sem er ellefu ára, hefur ekki farið að eldgosinu í Meradölum en fékk þó að fara í fyrra. Hana langar að skoða eldgosið en hefur ekki náð aldri, samkvæmt ákvörðun lögreglunnar. „Mér finnst það leiðinlegt en ég veit það ekki alveg,“ segir Ásdís. Hinn tólf ára gamli Sæmundur er alls ekki sáttur. „Mér finnst það bara ekki í lagi,“ segir hann. Finnst þér að allir krakkar eigi að fá að skoða eldgosið? „Já, allir eiga að fá rétt á að skoða eldgosið.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Börn og uppeldi Réttindi barna Tengdar fréttir Umboðsmaður vill skýringar á barnabanni Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum og skýringum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum vegna ákvörðunar hans um að takmarka aðgengi barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum. 11. ágúst 2022 13:57 Tímaspursmál hvenær hraun rennur suður úr Meradölum Hraun er enn ekki farið að flæða úr Meradölum en jarðeðlisfræðingur segir tímaspursmál hvenær það gerist. Þá muni hraunið renna í átt að Suðurstrandavegi, rúmlega fjögurra kílómetra leið. 11. ágúst 2022 11:40 Telur mörg þúsund hafa gengið að gosinu í dag Svæðið við gosstöðvarnar í Meradölum var opnað aftur í morgun eftir þriggja daga lokun. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum og telur björgunarsveitarmaður að þúsundir hafi farið um svæðið í dag. 10. ágúst 2022 19:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Umboðsmaður vill skýringar á barnabanni Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum og skýringum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum vegna ákvörðunar hans um að takmarka aðgengi barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum. 11. ágúst 2022 13:57
Tímaspursmál hvenær hraun rennur suður úr Meradölum Hraun er enn ekki farið að flæða úr Meradölum en jarðeðlisfræðingur segir tímaspursmál hvenær það gerist. Þá muni hraunið renna í átt að Suðurstrandavegi, rúmlega fjögurra kílómetra leið. 11. ágúst 2022 11:40
Telur mörg þúsund hafa gengið að gosinu í dag Svæðið við gosstöðvarnar í Meradölum var opnað aftur í morgun eftir þriggja daga lokun. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum og telur björgunarsveitarmaður að þúsundir hafi farið um svæðið í dag. 10. ágúst 2022 19:31
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent