Áframhaldandi sáttaviðræður milli Ardian og Samkeppniseftirlitsins Bjarki Sigurðsson skrifar 11. ágúst 2022 19:33 Rannsóknarfrestur Samkeppniseftirlitsins á kaupum Ardian á Mílu hefur verið framlengdur. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið (SKE) hefur fallist á ósk Ardian um framlengdan frest á rannsókn samruna Ardian og Mílu. Fresturinn var framlengdur um tuttugu daga og rennur því út þann 15. september næstkomandi. Í frétt á vef Samkeppniseftirlitsins segir að með framlengingunni sé verið skapa ráðrúm fyrir frekari viðræður milli Ardian og eftirlitsins. Á þriðjudaginn í þessari viku funduðu SKE og Ardian en á þeim fundi var Ardian upplýst um stöðu athugunar eftirlitsins á framkomnum umsögnum Fjarskiptastofu og fjarskiptafyrirtækja sem og viðbrögðum Ardian og Símans við þeim. Flestir umsagnaraðilar töldu að tillögur Ardian væru ekki fullnægjandi en bæði Síminn og Ardian hafa mótmælt því. „Á fundinum kom jafnframt fram að Samkeppniseftirlitið hefði fullan hug á áframhaldandi sáttaviðræðum með það að markmiði að finna ásættanlega lausn á þeim samkeppnisvandamálum sem eftirlitið hefði komið auga á,“ segir í bréfi sem Samkeppniseftirlitið sendi frá sér í dag. Á fundinum var einnig ítrekað að rof á eignatengslum Símans og Mílu væri jákvætt. Þó sé það verkefni eftirlitsins að tryggja virka samkeppni á fjarskiptamarkaði. „Einnig væri það frummat eftirlitsins, á þessu stigi rannsóknar, að framboðin skilyrði væru ekki fullnægjandi. Var þá á fundinum rætt um önnur möguleg skilyrði. Sú umræða hélt áfram á fundi Samkeppniseftirlitsins og Ardian í morgun,“ segir í bréfinu en niðurstaða fundarins var að ástæða væri til að halda viðræðum áfram. Salan á Mílu Samkeppnismál Fjarskipti Síminn Mest lesið Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Sjá meira
Í frétt á vef Samkeppniseftirlitsins segir að með framlengingunni sé verið skapa ráðrúm fyrir frekari viðræður milli Ardian og eftirlitsins. Á þriðjudaginn í þessari viku funduðu SKE og Ardian en á þeim fundi var Ardian upplýst um stöðu athugunar eftirlitsins á framkomnum umsögnum Fjarskiptastofu og fjarskiptafyrirtækja sem og viðbrögðum Ardian og Símans við þeim. Flestir umsagnaraðilar töldu að tillögur Ardian væru ekki fullnægjandi en bæði Síminn og Ardian hafa mótmælt því. „Á fundinum kom jafnframt fram að Samkeppniseftirlitið hefði fullan hug á áframhaldandi sáttaviðræðum með það að markmiði að finna ásættanlega lausn á þeim samkeppnisvandamálum sem eftirlitið hefði komið auga á,“ segir í bréfi sem Samkeppniseftirlitið sendi frá sér í dag. Á fundinum var einnig ítrekað að rof á eignatengslum Símans og Mílu væri jákvætt. Þó sé það verkefni eftirlitsins að tryggja virka samkeppni á fjarskiptamarkaði. „Einnig væri það frummat eftirlitsins, á þessu stigi rannsóknar, að framboðin skilyrði væru ekki fullnægjandi. Var þá á fundinum rætt um önnur möguleg skilyrði. Sú umræða hélt áfram á fundi Samkeppniseftirlitsins og Ardian í morgun,“ segir í bréfinu en niðurstaða fundarins var að ástæða væri til að halda viðræðum áfram.
Salan á Mílu Samkeppnismál Fjarskipti Síminn Mest lesið Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Sjá meira