Kvöldfréttir Stöðvar 2 Snorri Másson skrifar 13. ágúst 2022 18:38 Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö. Vísir/Vilhelm Móðir sautján mánaða gamals barns sem ekki fær leikskólapláss í borginni ætlar að setja upp hústökuleikskóla í Ráðhúsi Reykjavíkur í næstu viku. Hún segir algjört neyðarástand ríkja meðal foreldra barna á leikskólaaldri. Svör borgarinnar til foreldra séu kæruleysisleg. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þrír unglingspiltar eru í haldi lögreglu eftir að hafa stungið þann fjórða í bakið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um alvarlega árás að ræða og var blæðingin veruleg. Fórnarlambið, sextán ára gamall piltur, gisti á Barnaspítala Hringsins í nótt en hefur verið útskrifaður. Líðan hans er stöðug. Árásin var við Ingólfstorg eftir átök á milli tveggja hópa. Lögreglan leitaði árásarmannanna í nótt og bar sú leit árangur í morgun. Hinir handteknu eru sautján og átján ára gamlir. Rannsókn málsins er á frumstigi en lögreglan hefur lýst yfir áhyggjum af auknum vopnaburði í Reykjavík. Börn koma reglulega inn á bráðamóttöku vegna nikótíneitrunar segir yfirlæknir en notkun nikótínpúða færist í aukana hér á landi. Hann segir yfirvöld vera of treg að bregðast við nýjum tegundum sem geta reynst hættulegar. Gerhard Schröder, fyrrverandi Þýskalandskanslari, hefur kært þýska þingið fyrir að svipta hann embættisfríðindum vegna tengsla hans við Rússland. Schröder krefst þess að fá aftur skrifstofu í þinginu með tilheyrandi starfsliði. Það kenndi ýmissa grasa í menningarlífinu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Við kíkjum á það. "Það eru fleiri barir hérna en börn í skólanum", segir sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi en þá á hann við þorpið á Borgarfirði eystri. Mikil uppbygging er á staðnum, ekki síst í ferðaþjónustu og nú hafa fyrstu nýju íbúðarhúsin í fjörutíu ár verið byggð í þorpinu. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þrír unglingspiltar eru í haldi lögreglu eftir að hafa stungið þann fjórða í bakið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um alvarlega árás að ræða og var blæðingin veruleg. Fórnarlambið, sextán ára gamall piltur, gisti á Barnaspítala Hringsins í nótt en hefur verið útskrifaður. Líðan hans er stöðug. Árásin var við Ingólfstorg eftir átök á milli tveggja hópa. Lögreglan leitaði árásarmannanna í nótt og bar sú leit árangur í morgun. Hinir handteknu eru sautján og átján ára gamlir. Rannsókn málsins er á frumstigi en lögreglan hefur lýst yfir áhyggjum af auknum vopnaburði í Reykjavík. Börn koma reglulega inn á bráðamóttöku vegna nikótíneitrunar segir yfirlæknir en notkun nikótínpúða færist í aukana hér á landi. Hann segir yfirvöld vera of treg að bregðast við nýjum tegundum sem geta reynst hættulegar. Gerhard Schröder, fyrrverandi Þýskalandskanslari, hefur kært þýska þingið fyrir að svipta hann embættisfríðindum vegna tengsla hans við Rússland. Schröder krefst þess að fá aftur skrifstofu í þinginu með tilheyrandi starfsliði. Það kenndi ýmissa grasa í menningarlífinu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Við kíkjum á það. "Það eru fleiri barir hérna en börn í skólanum", segir sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi en þá á hann við þorpið á Borgarfirði eystri. Mikil uppbygging er á staðnum, ekki síst í ferðaþjónustu og nú hafa fyrstu nýju íbúðarhúsin í fjörutíu ár verið byggð í þorpinu.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira