Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Sindri Sindrason segir kvöldfréttir klukkan hálf sjö.
Sindri Sindrason segir kvöldfréttir klukkan hálf sjö. Vísir/Vilhelm

Í kvöldfréttum okkar klukkan hálf sjö segjum við frá því að ferðamenn stofnuðu sér í voða þegar þeir stóðu á nýju hrauni við eldgíg í gær. Við ræðum við fulltrúa lögreglunnar en að sögn hans fara viðbragðsaðilar ekki á slíkt svæði ef eitthvað kemur upp.

Þetta og margt fleira er að finna á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.

Lögregla rannsakar árás í miðbænum í fyrrinótt þar sem unglingspiltur var stunginn með hnífi. Slíkum málum hefur fjölgað. Við fáum sérfræðing frá greiningardeild Ríkislögreglustjóra til að fara yfir málið með okkur í fréttatímanum. 

Við ræðum einnig við formann BHM sem segir mikilvægt að vera samstíga í næstu kjaraviðræðum.  Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið. 

Við hittum krakka frá Úkraínu sem tóku þátt í fótboltanámskeiði hjá Þrótti í vikunni. Þau sakna heimahaganna en segja gott að vera hér á landi. 

Þá ræðum við einnig við yngsta meðhjálpara landsins en hann er aðeins fjórtán ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×