Atli Viðar kallar eftir símtali í einn mann: Það lélegasta hjá FH í tuttugu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2022 12:30 Markhæsti leikmaðurinn í sögu FH í efstu deild vill að Forsvarsmenn FH hringi neyðarkall í Pétur Viðarsson. Vísir/Hulda Margrét Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar á Stöð 2 Sport, spilaði með FH-liðinu í næstum því tuttugu ár og er markahæsti og næstleikjahæsti leikmaður félagsins í efstu deild frá upphafi. Atli þekkir því FH út og inn og hann bauð upp á sannkallaða eldræðu eftir enn eitt tap FH-liðins í Bestu deildinni, nú 4-1 tap á móti ÍBV í Vestmannaeyjum. „Ég er búinn að hugsa þetta svolítið mikið í dag og ég held að mér sé alveg óhætt að segja að fyrri hálfleikurinn sé það lélegasta sem FH hefur í sýnt í tuttugu ár,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „Á þessari öld síðan FH kom aftur upp þá fann ég ekki lélegri frammistöðu hjá FH heldur en þennan fyrri hálfleik. Ég hef séð býsna marga af þessum leikjum,“ sagði Atli Viðar. „ÍBV var komið í 2-0 eftir tólf mínútur. Áður en þeir skora fyrsta markið sitt á níundu mínútu þá eru þeir búnir að fá tvö dauðafæri. Þjálfararnir hjá FH lýstu því yfir fyrir leikinn að þeir væru að fara til Eyja í stríð. Fyrir mér eru það mistök því þú skorar ekki á Eyjamenn í stríð,“ sagði Atli Viðar. „Þú verður einhvern veginn að nálgast þennan leik aðeins öðruvísi því þú sást langar leiðir hvað þeir voru gíraðir og tilbúnir í þetta. Þessi yfirlýsing að FH ætluðu að koma til Vestmannaeyja til að fara í stríð gerði ekkert annað en að vera bensín á það bál að þeir yrðu gíraðir í þennan leik,“ sagði Atli Viðar eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Atli Viðar: Þú skorar ekki á Eyjamenn í stríð Atli Viðar skoðaði einnig slæma líkamstjáningu leikmanna FH-liðsins og fór yfir það sérstaklega þegar Stúkan ræddi það hvort Hafnfirðingar séu á heljarþröm. „Ég sé vandamál í hverju horni en þegar maður rýndi í leikinn í gær þá horfði ég mikið í líkamstjáningu leikmanna. Mér finnst eldri menn, svona fimm leikmenn í byrjunarliðinu á móti ÍBV, vera leikmenn sem þurfa að axla meiri ábyrgð en þeir eru að gera. Mér finnst þeir allir bera sig eins og þeir séu með allar heimsins áhyggjur á herðunum. Það er enginn þeirra sem er líklegur til að stíga upp og bera liðið í gegnum þennan skafl sem þeir eru í,“ sagði Atli Viðar. Hann er þar að tala um reynsluboltana Steven Lennon, Kristinn Freyr Sigurðsson, Matthías Vilhjálmsson, Björn Daníel Sverrisson og Guðmundur Kristjánsson. „Þessir leikmenn verða að breyta líkamstjáningu og hvernig þeir koma fram ef þeir ætla að ná að snúa þessu við. Ég hef pínulítið á tilfinningunni að þeir séu búnir að gefast upp sjálfir. Þeir hafa ekki trú á því að þeir geti snúið þessu við og erum að bíða eftir utanaðkomandi hjálp,“ sagði Atli Viðar. „Forsvarsmenn FH ættu að leggja allt stolt til hliðar núna. Það er bara massíft björgunarstarf fram undan í tvo mánuði við að bjarga félaginu frá falli. Partur af því er að hringja í Pétur Viðarsson. Pétur hefur þá eiginleika sem vantar í FH-liðið í dag. Hann sýnir stolt, hann mun berja inn liðsheild og hann mun koma inn með baráttu og sýna að honum er ekki sama. Það eru atriði sem vantar í FH-liðið í dag,“ sagði Atli Viðar en það má sjá allt innslagið um stöðu FH hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Hafnfirðingar á heljarþröm Besta deild karla FH Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Bein útsending: Spáin fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Sjá meira
Atli þekkir því FH út og inn og hann bauð upp á sannkallaða eldræðu eftir enn eitt tap FH-liðins í Bestu deildinni, nú 4-1 tap á móti ÍBV í Vestmannaeyjum. „Ég er búinn að hugsa þetta svolítið mikið í dag og ég held að mér sé alveg óhætt að segja að fyrri hálfleikurinn sé það lélegasta sem FH hefur í sýnt í tuttugu ár,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „Á þessari öld síðan FH kom aftur upp þá fann ég ekki lélegri frammistöðu hjá FH heldur en þennan fyrri hálfleik. Ég hef séð býsna marga af þessum leikjum,“ sagði Atli Viðar. „ÍBV var komið í 2-0 eftir tólf mínútur. Áður en þeir skora fyrsta markið sitt á níundu mínútu þá eru þeir búnir að fá tvö dauðafæri. Þjálfararnir hjá FH lýstu því yfir fyrir leikinn að þeir væru að fara til Eyja í stríð. Fyrir mér eru það mistök því þú skorar ekki á Eyjamenn í stríð,“ sagði Atli Viðar. „Þú verður einhvern veginn að nálgast þennan leik aðeins öðruvísi því þú sást langar leiðir hvað þeir voru gíraðir og tilbúnir í þetta. Þessi yfirlýsing að FH ætluðu að koma til Vestmannaeyja til að fara í stríð gerði ekkert annað en að vera bensín á það bál að þeir yrðu gíraðir í þennan leik,“ sagði Atli Viðar eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Atli Viðar: Þú skorar ekki á Eyjamenn í stríð Atli Viðar skoðaði einnig slæma líkamstjáningu leikmanna FH-liðsins og fór yfir það sérstaklega þegar Stúkan ræddi það hvort Hafnfirðingar séu á heljarþröm. „Ég sé vandamál í hverju horni en þegar maður rýndi í leikinn í gær þá horfði ég mikið í líkamstjáningu leikmanna. Mér finnst eldri menn, svona fimm leikmenn í byrjunarliðinu á móti ÍBV, vera leikmenn sem þurfa að axla meiri ábyrgð en þeir eru að gera. Mér finnst þeir allir bera sig eins og þeir séu með allar heimsins áhyggjur á herðunum. Það er enginn þeirra sem er líklegur til að stíga upp og bera liðið í gegnum þennan skafl sem þeir eru í,“ sagði Atli Viðar. Hann er þar að tala um reynsluboltana Steven Lennon, Kristinn Freyr Sigurðsson, Matthías Vilhjálmsson, Björn Daníel Sverrisson og Guðmundur Kristjánsson. „Þessir leikmenn verða að breyta líkamstjáningu og hvernig þeir koma fram ef þeir ætla að ná að snúa þessu við. Ég hef pínulítið á tilfinningunni að þeir séu búnir að gefast upp sjálfir. Þeir hafa ekki trú á því að þeir geti snúið þessu við og erum að bíða eftir utanaðkomandi hjálp,“ sagði Atli Viðar. „Forsvarsmenn FH ættu að leggja allt stolt til hliðar núna. Það er bara massíft björgunarstarf fram undan í tvo mánuði við að bjarga félaginu frá falli. Partur af því er að hringja í Pétur Viðarsson. Pétur hefur þá eiginleika sem vantar í FH-liðið í dag. Hann sýnir stolt, hann mun berja inn liðsheild og hann mun koma inn með baráttu og sýna að honum er ekki sama. Það eru atriði sem vantar í FH-liðið í dag,“ sagði Atli Viðar en það má sjá allt innslagið um stöðu FH hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Hafnfirðingar á heljarþröm
Besta deild karla FH Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Bein útsending: Spáin fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Sjá meira