Íbúar áhyggjufullir vegna mögulegrar efnistöku Bjarki Sigurðsson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 16. ágúst 2022 15:20 Bragi Bjarnason, formaður bæjarráðs Árborgar, segir að það þurfi að ræða almennilega hver heildarávinningur efnistökunnar sé. Vísir/Egill Formaður bæjarráðs Árborgar er hræddur um að vegakerfið í sveitarfélaginu þoli ekki þann þungaflutning sem fyrirhugaður er um Suðurland vegna efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey. Hann segir að það þurfi í mörg horn að líta. Í gær var sagt frá fyrirhugaðri efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey en flytja á vikurinn úr landi til Evrópu og nota sem íblöndunarefni í sement. Miðað er við að flutningur á vikrinum verði stundaður 280 daga á ári og að farnar verði 107 ferðir yfir sólarhringinn. Að meðaltali er það ný ferð á korters fresti, allan sólarhringinn. Samkvæmt Braga Bjarnasyni, formanni bæjarráðs Árborgar, hafa íbúar áhyggjur af þessum fyrirætlunum og þá sérstaklega vegna umferðarþungans sem ferðirnar gætu skapað. „Við erum að tala um að þetta séu 107 ferðir á sólarhring. Hvaða leið á að velja af þessum valmöguleikum sem settir voru settir upp í gegnum sveitarfélagið Árborg, framhjá Stokkseyri, Eyrarbakka og Selfoss? Íbúar eru strax farnir að hugsa, fer þetta fram hjá mínum íbúðarhúsum með tilheyrandi hljóðmengun og þunga á vegakerfið,“ segir Bragi í samtali við fréttastofu. Hann segir umferðarþunga á Suðurlandsvegi nú þegar vera mikinn og að það þurfi að skoða hvort vegurinn þoli þetta álag. Spurning hvort kerfið þoli meira álag Hann segir þessa flutninga hafa kosti og galla sem þurfi að vega og meta. Hann segist hafa smá áhyggjur af því að gatnakerfið í Árborg þoli ekki meira álag. „Auðvitað er frábært að það sé verið að reyna að bæta kolefnisspor af sementsgerð í heiminum en við þurfum að vega kostina á móti hjá okkur með auknu kolefnisspori í þessum flutningum og öðru sem því fylgir,“ segir Bragi. Hann minnir á að málið sé enn á frumstigi og því sé mikilvægt að ræða almennilega um hver heildarávinningurinn sé. Þó ákvörðunarvaldið liggi hjá ríkinu skipti máli að láta í sér heyra. „Við höfum eitthvað um það að segja og það skiptir miklu máli sérstaklega þegar það er verið að fara í gegnum vegi sem eru innan sveitarfélaga og ekki skilgreindir sem þjóðvegur eitt,“ segir Bragi. Mýrdalshreppur Samgöngur Árborg Jarðakaup útlendinga Námuvinnsla Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Ekki búið að kostnaðarmeta samningana að fullu Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Sjá meira
Í gær var sagt frá fyrirhugaðri efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey en flytja á vikurinn úr landi til Evrópu og nota sem íblöndunarefni í sement. Miðað er við að flutningur á vikrinum verði stundaður 280 daga á ári og að farnar verði 107 ferðir yfir sólarhringinn. Að meðaltali er það ný ferð á korters fresti, allan sólarhringinn. Samkvæmt Braga Bjarnasyni, formanni bæjarráðs Árborgar, hafa íbúar áhyggjur af þessum fyrirætlunum og þá sérstaklega vegna umferðarþungans sem ferðirnar gætu skapað. „Við erum að tala um að þetta séu 107 ferðir á sólarhring. Hvaða leið á að velja af þessum valmöguleikum sem settir voru settir upp í gegnum sveitarfélagið Árborg, framhjá Stokkseyri, Eyrarbakka og Selfoss? Íbúar eru strax farnir að hugsa, fer þetta fram hjá mínum íbúðarhúsum með tilheyrandi hljóðmengun og þunga á vegakerfið,“ segir Bragi í samtali við fréttastofu. Hann segir umferðarþunga á Suðurlandsvegi nú þegar vera mikinn og að það þurfi að skoða hvort vegurinn þoli þetta álag. Spurning hvort kerfið þoli meira álag Hann segir þessa flutninga hafa kosti og galla sem þurfi að vega og meta. Hann segist hafa smá áhyggjur af því að gatnakerfið í Árborg þoli ekki meira álag. „Auðvitað er frábært að það sé verið að reyna að bæta kolefnisspor af sementsgerð í heiminum en við þurfum að vega kostina á móti hjá okkur með auknu kolefnisspori í þessum flutningum og öðru sem því fylgir,“ segir Bragi. Hann minnir á að málið sé enn á frumstigi og því sé mikilvægt að ræða almennilega um hver heildarávinningurinn sé. Þó ákvörðunarvaldið liggi hjá ríkinu skipti máli að láta í sér heyra. „Við höfum eitthvað um það að segja og það skiptir miklu máli sérstaklega þegar það er verið að fara í gegnum vegi sem eru innan sveitarfélaga og ekki skilgreindir sem þjóðvegur eitt,“ segir Bragi.
Mýrdalshreppur Samgöngur Árborg Jarðakaup útlendinga Námuvinnsla Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Ekki búið að kostnaðarmeta samningana að fullu Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent