Mýrdalshreppur

Fréttamynd

Fresta leitinni að Illes

Lögreglan á Suðurlandi og björgunarsveitir af Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu hafa frá því í gærkvöld leitað af Illes Benedek Incze, ungverskum ríkisborgara á stóru svæði í kringum Vík í Mýrdal. Þeirri leit hefur nú verið frestað.

Innlent
Fréttamynd

Leita að Illes Benedek Incze í leiðindaveðri í Vík

Maðurinn sem leitað er að í Vík og nágrenni heitir Illes Benedek Incze og er búsettur í bænum. Síðast sást til Illes klukkan þrjú síðastliðna nótt en lögreglan á Suðurlandi leggur mikla áherslu á leitina vegna leiðindaveðurs sem er á svæðinu. 

Innlent
Fréttamynd

Leita manns við Vík í Mýr­dal

Björgunarsveitir eru að hefja leit að manni við Vík í Mýrdal. Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Ó­sáttur með mis­vísandi svör um 400 þúsund króna reikning

Bóndi á Vatnsskarðshólum segir farir sínar hreint ekki sléttar eftir að hann ákvað að taka til á landareign sinni. Eftir að hafa fyllt gám að ýmsu tilfallandi og látið fjarlægja hann fékk hann reikning upp á tæplega 400 hundruð þúsund krónur. Hann hefur fengið misvísandi svör um verðið frá sveitarstjórn, og fyrirtækinu sem sér um úrvinnslu úrgangsins.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa yfir óvissustigi

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jökulhlaups úr Mýrdalsjökli.

Innlent
Fréttamynd

Hlaup hafið að nýju í Skálm

Lítið jökulhlaup er hafið í ánni Skálm. Innviði eru ekki talin í hættu að svo stöddu en ekki er talið útilokað að rennslu og vatnshæð í ánni aukist.

Innlent
Fréttamynd

Jarð­göng í gegnum Reynis­fjall á dag­skrá - Tökum höndum saman!

Nú liggur fyrir álit Skipulagsstofnunnar um umhverfismat vegna uppbyggingar hringvegar um Mýrdal. Þar leggur stofnunin til að áfram verði notast við sömu veglínu og nú er. Áður hafði Vegagerðin lagt til að veglínan yrði færð upp fyrir þéttbýlið í Vík, þessir tveir kostir tala engan veginn saman við Aðalskipulag Mýrdalshrepps. Árið 2013 var samþykkt Aðalskipulag þar sem gert er ráð fyrir nýjum láglendisvegi um Mýrdal og jarðgöngum í gegnum Reynisfjall. Vegagerðin og Skipulagsstofnun hafa beint allri athygli frá þeirri leið sem er á Aðalskipulagi.

Skoðun
Fréttamynd

Raf­leiðni og vatns­hæð aftur lækkandi í ánni Skálm

Rafleiðni og vatnshæð hefur farið lækkandi í ánni Skálm síðustu klukkustundir. Áfram mælast hækkuð gildi brennisteinsvetnis nærri upptökum Múlakvíslar og er ferðafólk á svæðinu beðið um að sýna aðgát við upptök ánna og nærri árfarvegunum þar sem gasmengun gæti verið á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

„Hugsuðum hver and­skotinn væri í gangi“

Eftir langan undirbúning og mikla eftirvæntingu var senn komið að því. Ladislav Carda og Lucie Surovcova komu til landsins frá Tékklandi á föstudag og ætluðu að gifta sig í Reynisfjöru tveimur dögum síðar.

Lífið
Fréttamynd

Hlaupið marki lík­lega upp­haf á aukinni virkni í Kötlu

Hlaupið í Mýrdalsjökli er í rénum og rafleiðni í Skálm hefur minnkað verulega. Unnið er að viðgerðum á þjóðveginum austan árinnar en hann varð fyrir verulegu tjóni. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands segir hlaupið líklega fyrirboða aukinnar virkni í Kötlu. 

Innlent
Fréttamynd

Engin merki um hlaupóróa lengur

Dregið hefur úr virkni í Mýrdalsjökli og hafa engin merki um hlaupóróa mælst síðasta sólarhringinn. Enn er þó sögð innistæða fyrir venjubundnum hlaupum sem verða úr jöklinum á sumrin.

Innlent
Fréttamynd

Hringvegurinn opnaður en öku­menn beðnir um að sýna til­lits­semi

Hringvegurinn við Skálmarbrú var opnaður á ellefta tímanum í gærkvöldi, en með þeim takmörkunum að vegurinn er einbreiður. Umferð var stýrt með ljósum yfir brúna í nótt, eftir því sem kemur fram á vef Vegagerðarinnar, en fjöldi ökumanna beið eftir að komast leiðar sinnar í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Hlaupið minnkað veru­lega en jökullinn skelfur enn

Hlaupvatn er ennþá í ánni Skálm og jökulhlaupið er ekki búið, en dregið hefur verulega úr rennsli og vatnshæðin er komin undir það sem hún var fyrir hlaup. Nokkurrar jarðskjálftavirkni hefur orðið vart í vestanverðum Mýrdalsjökli og í Sólheimajökli, sem telst eðlilegt eftir hlaup.

Innlent