Gæti liðið að goslokum á næstu dögum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. ágúst 2022 12:01 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Vilhelm Dregið gæti að goslokum á næstu dögum að mati eldfjallafræðings þar sem hraunflæðið nálgast lágmarksþröskuld. Lokað er inn á svæðið í dag vegna veðurs Gul viðvörun er í gildi á Reykjanesi líkt og víðar. Þar með er ekkert útivistarveður á gosslóðum í Meradölum og hefur svæðinu verið lokað á meðan veðrið gengur yfir. Á meðan mallar gosið í einrúmi. Dregið hefur verulega úr hraunflæði sem mælist í besta falli þriðjungur af því sem var. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir flæðið þó virðast nokkuð stöðugt. „Framleiðnin virðist vera að haldast á þessu bili og ef við horfum á það sem gerðist í nótt var það heldur meiri drifkraftur en var í gær í til dæmis,“ segir Þrovaldur. Framleiðni í gosinu er rétt ofan við krítísk mörk og því gæti senn liðið að goslokum.vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að framleiðnin sé stöðug er hún við ákveðinn lágmarksþröskuld. „Ef framleiðni fer mikið niður fyrir þrjá rúmmetra á sekúndu er orðið mjög erfitt að halda gosopinu opnu. Og framleiðnin, eins og hún er í dag, er að nálgast þessi krítísku mörk.“ Líkt og oft áður ríkir óvissa um framhaldið en Þorvaldur segir goslok þó mögulega nærri. „Ef ég á að giska þykir mér líklegra að það dragi að lokum fljótlega, kannski eftir einhverja daga eða viku. Eitthvað svoleiðis. En hinn möguleikinn er líka alveg til staðar. Að gosið haldi áfram í einhverjar vikur eða mánuði.“ Bráð úr hrauninu sem rann úr gosinu í fyrra hefur verið að kreistast út vegna þunga frá nýja hrauninu, sem þekur nú ríflega einn ferkílómeter. Þorvaldur bendir á að hraunið sem myndaðist í fyrra sé um fjörutíu metra þykkt og því mjög lengi að kólna. „Kjarninn í því hrauni er enn bráðinn og það tekur áratugi að kæla slíkt hraun niður. Þessi þyngsli voru bara nægilega mikil til þess að brjóta gat á skropuna á hrauninu í suðaustanverðum Meradölum og þrýsta þessari bráðnu kviku upp,“ segir Þorvaldur sem því mælir alfarið gegn göngu á gamla hrauninu. Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Vísindi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Gul viðvörun er í gildi á Reykjanesi líkt og víðar. Þar með er ekkert útivistarveður á gosslóðum í Meradölum og hefur svæðinu verið lokað á meðan veðrið gengur yfir. Á meðan mallar gosið í einrúmi. Dregið hefur verulega úr hraunflæði sem mælist í besta falli þriðjungur af því sem var. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir flæðið þó virðast nokkuð stöðugt. „Framleiðnin virðist vera að haldast á þessu bili og ef við horfum á það sem gerðist í nótt var það heldur meiri drifkraftur en var í gær í til dæmis,“ segir Þrovaldur. Framleiðni í gosinu er rétt ofan við krítísk mörk og því gæti senn liðið að goslokum.vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að framleiðnin sé stöðug er hún við ákveðinn lágmarksþröskuld. „Ef framleiðni fer mikið niður fyrir þrjá rúmmetra á sekúndu er orðið mjög erfitt að halda gosopinu opnu. Og framleiðnin, eins og hún er í dag, er að nálgast þessi krítísku mörk.“ Líkt og oft áður ríkir óvissa um framhaldið en Þorvaldur segir goslok þó mögulega nærri. „Ef ég á að giska þykir mér líklegra að það dragi að lokum fljótlega, kannski eftir einhverja daga eða viku. Eitthvað svoleiðis. En hinn möguleikinn er líka alveg til staðar. Að gosið haldi áfram í einhverjar vikur eða mánuði.“ Bráð úr hrauninu sem rann úr gosinu í fyrra hefur verið að kreistast út vegna þunga frá nýja hrauninu, sem þekur nú ríflega einn ferkílómeter. Þorvaldur bendir á að hraunið sem myndaðist í fyrra sé um fjörutíu metra þykkt og því mjög lengi að kólna. „Kjarninn í því hrauni er enn bráðinn og það tekur áratugi að kæla slíkt hraun niður. Þessi þyngsli voru bara nægilega mikil til þess að brjóta gat á skropuna á hrauninu í suðaustanverðum Meradölum og þrýsta þessari bráðnu kviku upp,“ segir Þorvaldur sem því mælir alfarið gegn göngu á gamla hrauninu.
Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Vísindi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira