576 hestafla Kia EV6 GT er öflugasta Kia sögunnar Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. ágúst 2022 07:01 KIA EV6 GT Kia er að prófa nýjar djarfar leiðir í þróun rafbíla. Á næsta ári ætlar Kia að kynna 576 hestafla GT frammistöðu útgáfu af EV6 sem á að standa í helstu sportbílum samtímans. Hefðbundin Kia EV6 bifreið í GT útgáfu er 320 hestöfl og er um 4,5 sekúndur í 100 km/klst. Sem verður að teljast nokkuð gott. Hin 675 hestafla úgáfa hefur 77,4 kWh rafhlöðupakka þar sem 160 kW mótor er tengdur við framöxulinn. Að aftan er 270 kW mótor. Samtals er útkoman því 576 hestafla bíll sem er um 3,4 sekúndur í 100 km/klst. Séð aftan á KIA EV6 GT. Kia fékk AMCI, matsfyrirtæki til að bera þessa útgáfu af EV6 GT saman við Ferrari Roma og Lamborghini Huracan Evo. EV6 hafði betur gegn báðum. Kia hefur einnig tryggt að bíllinn geti meira en farið hratt áfram. Hann er búinn sportfjöðrun sem Kia lýsir sem „framfjöðrun með einstökum frammistöðu íhlutum.“ Bíllinn er einnig með stærri bremsudiskum og Goodyear Eagle F1 dekkjum. Stýrið með í nýja EV6 GT. Þá verður bíllinn búinn hinum hefðbundnu Eco, Normal, Sport og Snjó-stillingum. Kia hefur bætt við Drift stillingu. Þá er allt aflið sent til afturdekkjanna sem gerir ökumönnum auðvelt fyrir að drifta. Bíllinn verður með drægni upp á um 340 kílómetra. Sem er skemmsta drægnin í EV6 línunni. Vistvænir bílar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent
Hefðbundin Kia EV6 bifreið í GT útgáfu er 320 hestöfl og er um 4,5 sekúndur í 100 km/klst. Sem verður að teljast nokkuð gott. Hin 675 hestafla úgáfa hefur 77,4 kWh rafhlöðupakka þar sem 160 kW mótor er tengdur við framöxulinn. Að aftan er 270 kW mótor. Samtals er útkoman því 576 hestafla bíll sem er um 3,4 sekúndur í 100 km/klst. Séð aftan á KIA EV6 GT. Kia fékk AMCI, matsfyrirtæki til að bera þessa útgáfu af EV6 GT saman við Ferrari Roma og Lamborghini Huracan Evo. EV6 hafði betur gegn báðum. Kia hefur einnig tryggt að bíllinn geti meira en farið hratt áfram. Hann er búinn sportfjöðrun sem Kia lýsir sem „framfjöðrun með einstökum frammistöðu íhlutum.“ Bíllinn er einnig með stærri bremsudiskum og Goodyear Eagle F1 dekkjum. Stýrið með í nýja EV6 GT. Þá verður bíllinn búinn hinum hefðbundnu Eco, Normal, Sport og Snjó-stillingum. Kia hefur bætt við Drift stillingu. Þá er allt aflið sent til afturdekkjanna sem gerir ökumönnum auðvelt fyrir að drifta. Bíllinn verður með drægni upp á um 340 kílómetra. Sem er skemmsta drægnin í EV6 línunni.
Vistvænir bílar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent