„Eiginlega alveg öruggt“ að gosinu sé lokið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. ágúst 2022 09:23 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Arnar Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að það sé eiginlega alveg öruggt að eldgosinu í Meradölum sé lokið. Eldgosið hefur verið í dvala auk þess sem að óróinn liggur niðri eftir að hafa farið niður í gærmorgun. Magnúst Tumi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður einfaldrar spurningar: Er gosið búið eða ekki? „Það er eiginlega alveg öruggt að það er búið. Það má eiginlega segja að þetta gos hafi verið endirinn á hinu gosinu,“ sagði Magnús Tumi og vísaði þar til eldgossins við Fagradalsfjall á síðasta ári. Eldgosið hófst 3. ágúst síðastliðinn.Vísir/Vilhelm „Það klipptist á það á einni örskotsstundu. Það var alltaf að byrja og stoppa. 18. september bara hætti það skyndilega,“ sagði hann fremur og vísaði til gosloka gossins í fyrra. Sagði Magnús Tumi einnig að það myndi koma sér á óvart ef gosið færi aftur af stað innan fárra daga. „Það fjaraði út, það tæmdist. Þrýstingurinn er búinn. Þetta er eins og þegar dekkið er sprungið. Það þarf að bæta það, það þarf að gróa fyrir og svo þarf að pumpast í aftur,“ sagði Magnús Tumi. Sagði hann enn fremur að á næstu dögum myndu koma í ljóst hvort að kvika haldi áfram að safnast í kvikuganginum sem liggur við Fagradalsfjall og Meradali. „Svo er spurning, er búið eða mun kvika halda áfram að safnast fyrir? Það sjáum við á næstu vikum og mánuðum hvernig það verður. Við verðum að vera undir það búinn að það geti komið meira en það er ómögulegt að segja. Þetta er bara svona.“ Svæðið verður þó áfram vaktað enda eru formleg goslok vanalega miðað við þrjá mánuði frá því að slokkni á gosóróa. Vísindi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Bítið Tengdar fréttir Gosið enn í dvala og órói liggur niðri Eldgosið í Fagradalsfjalli er enn í dvala og óróinn liggur sömuleiðis niðri eftir að hafa farið niður í gærmorgun. 22. ágúst 2022 07:26 „Það eru augljóslega einhver kaflaskil“ Getgátur um goslok hafa verið á sveimi síðan í gærdag en þá sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur gosinu mögulega lokið, hann þyrfti þó að fá staðfestingu á því. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar þorir ekki að fullyrða að gosinu sé lokið í samtali við fréttastofu í morgun. 21. ágúst 2022 10:08 Kanna hvort komið sé að goslokum Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Ísland sendi frá sér færslu fyrr í dag þar sem kemur fram að dregið hafi jafnt og þétt úr virkni í gígnum í Meradölum og óróa á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segist ekki geta fullyrt að komið sé að goslokum. 20. ágúst 2022 14:57 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Eldgosið hefur verið í dvala auk þess sem að óróinn liggur niðri eftir að hafa farið niður í gærmorgun. Magnúst Tumi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður einfaldrar spurningar: Er gosið búið eða ekki? „Það er eiginlega alveg öruggt að það er búið. Það má eiginlega segja að þetta gos hafi verið endirinn á hinu gosinu,“ sagði Magnús Tumi og vísaði þar til eldgossins við Fagradalsfjall á síðasta ári. Eldgosið hófst 3. ágúst síðastliðinn.Vísir/Vilhelm „Það klipptist á það á einni örskotsstundu. Það var alltaf að byrja og stoppa. 18. september bara hætti það skyndilega,“ sagði hann fremur og vísaði til gosloka gossins í fyrra. Sagði Magnús Tumi einnig að það myndi koma sér á óvart ef gosið færi aftur af stað innan fárra daga. „Það fjaraði út, það tæmdist. Þrýstingurinn er búinn. Þetta er eins og þegar dekkið er sprungið. Það þarf að bæta það, það þarf að gróa fyrir og svo þarf að pumpast í aftur,“ sagði Magnús Tumi. Sagði hann enn fremur að á næstu dögum myndu koma í ljóst hvort að kvika haldi áfram að safnast í kvikuganginum sem liggur við Fagradalsfjall og Meradali. „Svo er spurning, er búið eða mun kvika halda áfram að safnast fyrir? Það sjáum við á næstu vikum og mánuðum hvernig það verður. Við verðum að vera undir það búinn að það geti komið meira en það er ómögulegt að segja. Þetta er bara svona.“ Svæðið verður þó áfram vaktað enda eru formleg goslok vanalega miðað við þrjá mánuði frá því að slokkni á gosóróa.
Vísindi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Bítið Tengdar fréttir Gosið enn í dvala og órói liggur niðri Eldgosið í Fagradalsfjalli er enn í dvala og óróinn liggur sömuleiðis niðri eftir að hafa farið niður í gærmorgun. 22. ágúst 2022 07:26 „Það eru augljóslega einhver kaflaskil“ Getgátur um goslok hafa verið á sveimi síðan í gærdag en þá sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur gosinu mögulega lokið, hann þyrfti þó að fá staðfestingu á því. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar þorir ekki að fullyrða að gosinu sé lokið í samtali við fréttastofu í morgun. 21. ágúst 2022 10:08 Kanna hvort komið sé að goslokum Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Ísland sendi frá sér færslu fyrr í dag þar sem kemur fram að dregið hafi jafnt og þétt úr virkni í gígnum í Meradölum og óróa á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segist ekki geta fullyrt að komið sé að goslokum. 20. ágúst 2022 14:57 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Gosið enn í dvala og órói liggur niðri Eldgosið í Fagradalsfjalli er enn í dvala og óróinn liggur sömuleiðis niðri eftir að hafa farið niður í gærmorgun. 22. ágúst 2022 07:26
„Það eru augljóslega einhver kaflaskil“ Getgátur um goslok hafa verið á sveimi síðan í gærdag en þá sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur gosinu mögulega lokið, hann þyrfti þó að fá staðfestingu á því. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar þorir ekki að fullyrða að gosinu sé lokið í samtali við fréttastofu í morgun. 21. ágúst 2022 10:08
Kanna hvort komið sé að goslokum Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Ísland sendi frá sér færslu fyrr í dag þar sem kemur fram að dregið hafi jafnt og þétt úr virkni í gígnum í Meradölum og óróa á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segist ekki geta fullyrt að komið sé að goslokum. 20. ágúst 2022 14:57