„Ég bjóst alls ekki við þessu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Elísabet Hanna skrifa 25. ágúst 2022 15:31 Hrafnhildur var mjög hissa þegar hún áttaði sig á því að hún hefði verið valin Miss Universe Iceland í ár. Arnór Trausti „Það var spennufall í gær, það er sama hversu oft ég geri þetta ég fer alltaf að grenja og það eru alltaf allar tilfinningarnar,“ segir Manuela Ósk Harðardótir framkvæmdastjóri keppninnar Miss Universe Iceland eftir keppnina í gær. Manuela byrjar að velja hópinn í apríl og þá fer ferlið hægt af stað. Í gær var Hrafnhildur Haraldsdóttir, Miss East Reykjavík, krýnd Miss Universe Iceland 2022. „Ég bjóst alls ekki við þessu,“ sagði Hrafnhildur í viðtali í Brennslunni á FM957 í dag. Hrafnhildur var að byrja þriðja árið sitt í Verzlunarskóla Íslands. Viðtalið við þær Hrafnhildi og Manuelu má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. „Ég var svo rosalega mikið bara ég sjálf, ég var ekki að reyna að vera eitthvað hérna stíliseruð með fake brosið og koma með einhverja bull sögu um sjálfa mig. Ég var að reyna að vera eins einlæg og ég gat, sérstaklega við dómarana og upp á sviði,“ útskýrir Hrafnhildur. „Upp á sviði, eins og ég ruglaðist í ræðunni minni og ég fríkaði út en pabbi sagði að ég hefði verið bara ég, að þá kom venjulega brosið mitt ekki þetta „fake“ myndavélabrosið. Hrafnhildur Haraldsdóttir er á leið til Bandaríkjanna í mánuð að undirbúa sig fyrir Miss Universe keppnina.Arnór Trausti Hún segir ferlið alls ekki hafa verið erfitt heldur skemmtilegt og er spennt fyrir framtíðinni. „Ég stend fyrir því að hafa „mind settið“ að allt verði í lagi, frekar að líta á björtu hliðina en þessa holu sem maður getur gert.“ Erlend uppskrift Það vakti athygli áhorfenda sem fylgdust með keppninni í sal og í útsendingunni á Vísi að nafn Hrafnhildar var ekki kallað upp þegar tilkynnt var hver hlyti krúnuna. Aðeins var kallað upp „Miss East Reykjavík.“ „Ég hef alltaf gert þetta að erlendri uppskrift segir Manuela og segir það ástæðu þess að stelpurnar séu kallaðar upp eftir titlinum sem þær bera. Hrafnhildur og Manuela Ósk.Arnór Trausti Talið er að keppnin verði haldin á Kosta Ríka í ár. Manuela sagði í Brennslunni að þetta séu óstaðfestar upplýsingar en hún segir svörin alltaf jafn loðin og þau séu lengi að gefa loka svar með staðsetningu. Hún segist vera búin að heyra Kosta Ríka síðustu þrjú ár en svo endi keppnin alltaf á að vera haldin annars staðar. Fram undan er mikill undirbúningur hjá Hrafnhildi. View this post on Instagram A post shared by Miss Universe Iceland (@missuniverseiceland) „Ég vil aldrei senda stelpu að keppa í svona stórri keppni sem þú færð í rauninni bara tækifæri til þess að gera einu sinni á ævinni nema hún sé bara algjörlega fullkomlega vel undirbúin. Fær allt frá styrktar Fitness coach, göngulag, viðtals tækni. Miss Universe Iceland Brennslan FM957 Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Sjá meira
Manuela byrjar að velja hópinn í apríl og þá fer ferlið hægt af stað. Í gær var Hrafnhildur Haraldsdóttir, Miss East Reykjavík, krýnd Miss Universe Iceland 2022. „Ég bjóst alls ekki við þessu,“ sagði Hrafnhildur í viðtali í Brennslunni á FM957 í dag. Hrafnhildur var að byrja þriðja árið sitt í Verzlunarskóla Íslands. Viðtalið við þær Hrafnhildi og Manuelu má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. „Ég var svo rosalega mikið bara ég sjálf, ég var ekki að reyna að vera eitthvað hérna stíliseruð með fake brosið og koma með einhverja bull sögu um sjálfa mig. Ég var að reyna að vera eins einlæg og ég gat, sérstaklega við dómarana og upp á sviði,“ útskýrir Hrafnhildur. „Upp á sviði, eins og ég ruglaðist í ræðunni minni og ég fríkaði út en pabbi sagði að ég hefði verið bara ég, að þá kom venjulega brosið mitt ekki þetta „fake“ myndavélabrosið. Hrafnhildur Haraldsdóttir er á leið til Bandaríkjanna í mánuð að undirbúa sig fyrir Miss Universe keppnina.Arnór Trausti Hún segir ferlið alls ekki hafa verið erfitt heldur skemmtilegt og er spennt fyrir framtíðinni. „Ég stend fyrir því að hafa „mind settið“ að allt verði í lagi, frekar að líta á björtu hliðina en þessa holu sem maður getur gert.“ Erlend uppskrift Það vakti athygli áhorfenda sem fylgdust með keppninni í sal og í útsendingunni á Vísi að nafn Hrafnhildar var ekki kallað upp þegar tilkynnt var hver hlyti krúnuna. Aðeins var kallað upp „Miss East Reykjavík.“ „Ég hef alltaf gert þetta að erlendri uppskrift segir Manuela og segir það ástæðu þess að stelpurnar séu kallaðar upp eftir titlinum sem þær bera. Hrafnhildur og Manuela Ósk.Arnór Trausti Talið er að keppnin verði haldin á Kosta Ríka í ár. Manuela sagði í Brennslunni að þetta séu óstaðfestar upplýsingar en hún segir svörin alltaf jafn loðin og þau séu lengi að gefa loka svar með staðsetningu. Hún segist vera búin að heyra Kosta Ríka síðustu þrjú ár en svo endi keppnin alltaf á að vera haldin annars staðar. Fram undan er mikill undirbúningur hjá Hrafnhildi. View this post on Instagram A post shared by Miss Universe Iceland (@missuniverseiceland) „Ég vil aldrei senda stelpu að keppa í svona stórri keppni sem þú færð í rauninni bara tækifæri til þess að gera einu sinni á ævinni nema hún sé bara algjörlega fullkomlega vel undirbúin. Fær allt frá styrktar Fitness coach, göngulag, viðtals tækni.
Miss Universe Iceland Brennslan FM957 Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Sjá meira